18. apríl 2009

Skemmtilegasta bókin?

Það er alltaf ákveðin frelsun fólgin í því að lesa bækur sem koma manni til að hlæja upphátt að eða flissa yfir. Án nokkurrar umhugsunar man ég eftir að hafa flissað yfir Dægradvöl, bókunum um Adrian Mole, Ofvitanum, Þetta er allt að koma, Sekúndu nær dauðanum - vá tíminn líður!, Hvunndagshetjunni, Skuggaboxi, Herra Hú og einhverjum hellingi annarra bóka, sem eru sumar engar brandarabækur og einhverjar jafnvel býsna sorglegar. Sumum finnst Arto Paasilinna og Roddy Doyle skrifa fyndnar bækur og sömuleiðis David Lodge, en ég man ekki eftir að hafa hlegið við lestur bóka þessara höfunda.

Hverjar eru skemmtilegustu bækurnar sem þið hafið lesið, hvaða bókmenntir koma skapinu í lag? Skrifið endilega titla og höfunda í athugasemdasýstemið.

27 ummæli:

  1. Annoying Diabetic Bitch, eftir Sharon Mesmer.

    Shorts are wrong, eftir Mike Topp.

    Og fleira.

    SvaraEyða
  2. Brave New World hafði mest áhrif á mig á unglingsárunum.
    Æcisaga Maxím Gorkí tók við af henni.
    Bækur Marilyn French voru þaullesnar þegar þær komu á íslensku, einnig Fay Weldon.
    Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar. Frábærar bækur.
    Rokkað í Vittula fékk mig til að hlæja upphátt.
    Flest eftir Murakami er ágætt og síðast las ég What I talk about when I talk about running mér til mikillar ánægju,

    SvaraEyða
  3. Ég hló oft meðan ég las Dear Popsy e. Eric Bishop-Potter.

    Hún er úrkynjaða útgáfan af Adrian Mole.

    SvaraEyða
  4. Góði dátinn Svejk eftir Hasek.
    Tvímælalaust.

    SvaraEyða
  5. Elías eftir Auði Haralds. Hef ekki hlegið meira upphátt við lestur nokkurrar annarrar bókar. Les hana reglulega, meira að segja einu sinni á þorláksmessu fyrir föður einnar druslubókadömunnar. Ég hef alltaf vitað að hann var hrifnari af bæði Elíasi og lestrinum en hann vildi láta uppi.

    SvaraEyða
  6. Ég ætlaði að nefna Svejk. Það er ekki hægt annað en að hlæja.

    SvaraEyða
  7. En dag i Österbotten eftir Antti Tuuri. Ævisaga Gústavs V þótti mér líka ákaflega hressandi.

    Annars koma sænskar glæpasögur mér í gott skap.

    SvaraEyða
  8. Ég er alveg sammála þér Gunnar um ævisögu hins bróderandi Gústavs sem aldrei las bók. Mjög skemmtileg.

    SvaraEyða
  9. Ég hef hlegið endalaust yfir Auði Haralds - bæði Elíasarbókunum, Hvundagshetjunni, Ung, há, feig og ljóshærð, Hlustið þér á Mozart og Læknamafíunni. Fyrir utan Elías voru Löbbu bækurnar með því fyndnara sem ég las á unglingsárunum en sem fullorðin verð ég að nefna hinn sjúklega fyndna David Sedaris og svo Jane Austen - en Northanger Abbey er með fyndnari bókum hennar...

    SvaraEyða
  10. ég biðst forláts á því að hafa ekki fallbeygt Unga, háa, feiga og ljóshærða hér áðan

    SvaraEyða
  11. Ég er sammála Eiríki með Annoying Diabetic Bitch eftir Sharon Mesmer. Líka sammála þeim sem hafa nefnt Ofvitann e. Þórberg.
    Ég hló líka upphátt þegar ég las Lömuðu kennslukonurnar eftir Guðberg, Gullinasna e. Lúkíus Apúleius, Breakfast of Champions e. Vonnegut og Litli Kall Strikes Again e. Steinar Braga.

    SvaraEyða
  12. Bréf frá Jörðu eftir Mark Twain (1971 á ísl.) er bráðfyndin írónía um biblíuna og kristindóminn. Bækur Auðar Haralds (sér í lagi unglingabókin Banvænt samband á Njálsgötunni) eru líka hlátursvekjandi.
    Mest langar mig til að lesa bókina sem austurríski maðurinn las og hló svo mikið yfir á dögunum að kallað var á neyðarlínuna. Það gleymdist því miður að geta þess í fréttinni hvaða bók þetta var.
    Kv. Gurrí

    SvaraEyða
  13. Einu bækurnar sem ég hef hlegið upphátt að eftir að ég varð kynþroska eru Hitchikers guide to the galaxy og Litli kall strikes again.
    ps. Þeir sem ekki hlæja að Sekúndu nær dauðanum - vá tíminn líður! eru siðblindir að eigin ósk.
    kv. Eðvarður Ingólfsson

    SvaraEyða
  14. Fátt toppar Adrian Mole í þessum efnum, nema kannski The Cappuccino Years, þ.e. dagbók hans á eldri árum þegar hann er orðinn einstæður faðir í Soho. Jú, kannski Aulabandalagið og svo nokkrar bækur eftir Kurt Vonnegut, t.d. Bluebird og God Bless You, Mr. Rosewater. Loks verður Fay Weldon að fá að fljóta með. Auður Haralds á svo heimsmetið á Íslandi.
    Bestu, Auður (Auja) Jóns

    SvaraEyða
  15. Ég hlæ amk einusinni (og oftast oftar) þegar ég les Pratchett. Og ég er greinilega á alltannari línu í finnsku deildinni, því skrif Paasilinna fá mig iðulega til að skríkja og jafnvel hlæja. Það gerir hinn stórlega vanmetni breski krimmahöfundur Bill James líka, en hans húmor er talsvert svartari en flestra annarra.
    Hvað íslenska höfunda varðar þá get ég bara tekið undir með mörgum hér að ofan - ég sakna Auðar Haralds af ritvellinum - fyndnari manneskja hefur ekki slegið staf á íslenskt lyklaborð, nema ef vera skyldi höfundur/ar Fóstbræðrasögu og Eglu. Sem þýðir auðvitað að ég hef iðulega skellt uppúr við lestur þeirra ágætu sagna.
    ps. ekki veit ég afhverju þetta er að gerast aftur og aftur hér og þar - en alls ekki allstaðar - að ég fæ skilaboð um að vefslóð "innihaldi" ógilda stafi. Því neyðist ég til að pósta þetta sem nafnleysingi, en þetta er semsagt frá mér komið...
    Ævar Örn.

    SvaraEyða
  16. Bara til að frýja mig ásökunum um siðblindu er best að taka fram strax að ég hló oft og mikið að Sekúndu nær dauðanum - vá tíminn líður!
    Barnabækur koma mér gjarna til að hlæja, til dæmis sería Kristínar Steinsdóttur, Franskbrauð með sultu og bækurnar sem koma þar á eftir.
    Annars flissa ég eins og fífl yfir ólíklegust bókum. Til dæmis las ég hægláta og falleg bók um daginn, Þar sem tíminn stendur kyrr eftir Ingólf Margeirsson og mér tókst að hlæja oft að henn.

    SvaraEyða
  17. ég ætlaði líka að nefna Austurbotnsbækur Antti Tuuris, þær eru mjög lúmskt fyndnar. og svejk, að sjálfsögðu.

    SvaraEyða
  18. Get tekið undir margt, t.d. Svejk og Pratchett. Svo man ég að ég hló mig máttlausan yfir einhverjum kafla í Tómasi Jónsyni metsölubók, en mér hefur aldrei tekist að finna þann kafla aftur.

    SvaraEyða
  19. Ég tek undir Elías og Svejk. Góði dátinn Svejk í upplestri Gísla Halldórssonar hlýtur að vera besta hljóðbók í heiminum.

    Sue Townsend hefur einnig skemmt mér konunglega með Adrian Mole bókum sínum, eins Nick Hornby og David Lodge. Therapy eftir Lodge er stórfyndin. David Sedaris er líka mjög hress.

    Þegar ég var barn fannst mér Múmínbækurnar afskaplega fyndnar, veit ekki hvort ég sæi djókinn í dag. Það væru þá helst Hemúllinn eða Fillífjonkan sem gleddu mig.

    SvaraEyða
  20. Adrian Mole og reyndar allar hinar bækurnar eftir Sue Townsend (Number 10 sérstaklega). Auður Haralds fær mig alltaf til að flissa (sérstaklega Elías bækurnar) Múmínálfabækurnar sumar hverjar (senan þegar hattífattarnir stela loftvoginni aftur er ein sem stendur upp úr)

    Þórdís hin

    SvaraEyða
  21. Lína langsokkur verður að komast á blað - man eftir mörgum ángjustundum og hlátrasköllum með henni. Ég las Innansveitarkróníku Halldórs Laxness á jólanótt fyrir áratugum og hló oft upphátt. Er svo sammála mörgum sem hafa nefnt Góða dátann og Auði Haralds. Af nýlegri dæmum man ég eftir bókinni Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð eftir finnska höfundinn Paasilinna og Sögum úr Síðunni eftir Böðvar Guðmundsson.
    sigr.stef.

    SvaraEyða
  22. Flest eftir Neil Gaiman er kómískt á köflum.

    Moloy eftir Beckett getur verið drepfyndin, sérstaklega þegar sögumaður talar í hringi, þ.á m. um hversu oft hann prumpar og kemst að því að hann prumpar nú ekkert svo oft, og verður þá gáttaður á því af hverju hann byrjaði að velta þessu fyrir sér.

    Byrjunarkaflinn í Réttarhöldunum, þar sem K. finnur mennina hýða hvern annan í skápnum heima hjá sér, lét mig grenja úr hlátri í fyrsta skipti yfir góðri bók (utan barnabóka).

    Don Kíkóti. Ég held ég hafi flissað í hálftíma yfir því þegar þeir töldu sig heyra í dreka í fjarska, í miðjum skógi í náttmyrkrinu, og skyndilega þurfti Sansjó Pansa að gera númer tvö; hann bókstaflega skeit á sig af hræðslu. Það var kannski ekki kúkabrandarinn per se sem ég hló að, heldur að 16.-17. aldar skáldsaga - sem ávallt hefur verið lofuð í hæstu hæðir - skyldi varpa fram svona slapstick.

    kv.
    Emil Hjörvar Petersen

    SvaraEyða
  23. Fyrsta bókin sem mér dettur alltaf í hug þegar spurt er um bækur sem fá mann til að hlæja er Svejk, og ég sé að svo er um fleiri. Ég er sammála mörgu þarna, s.s. Adrian Mole. Svo hef ég alltaf getað hlegið víða og mikið að Þórbergi. Ég tek hins vegar eftir að enginn nefnir bók sem ég hlæ alltaf að, sama hversu oft ég les hana, en það er barnabókin Veröld Busters e. Bjarne Reuter. Það er hláturklassík.
    Kv.
    Jóhann Hlíðar

    SvaraEyða
  24. Með skemmtilegri bókum sem ég hef lesið eru Cornish Trilogy og Deptford Trilogy eftir Robertson Davies.
    Bækur sem ég hef hlegið við að lesa eru hlutar af t.d. The Curious Incident of the Dog in the Nighttime og Fannie May and the Miracle Man. Rámar líka í að ég hafi skellt uppúr við lestur Djöflaeyjubókanna einhverntíman í fyrndinni.

    SvaraEyða
  25. Tvímælalaust Sögur úr Síðunni.

    SvaraEyða
  26. Engin bók hefur kitlað mínar hláturtaugar betur en 90 sýni úr lífi mínu eftir Halldóru Thoroddsen - Hún er óborganlega fyndin - hún er leikhús - hún er jarðskjálfti - maður finnur til.

    SvaraEyða