12. janúar 2014

Bókmenntagetraun, fimmti liður

Þá er komið að fimmta lið bókmenntagetraunarinnar. Rétt svar við fjórða lið var Gvendur bóndi á Svínafelli eftir J. R. R. Tolkien.

Og við vindum okkur bara beint í fimmta lið.

Í hvaða verki birtist eftirfarandi textabrot og hver er höfundur þess?

„hann ítrekar að drekinn lækni einsemdina, ég
segi: ég er hér
en
drekinn gerir hann heyrnardaufan og málstola
og sjúklegan í sumarbirtunni, ég er með tálkn sem
víbra eins og dauðateygjur, ég sá það fyrir
því pabbi minn segir að allt fallegt sé
spillandi eða

kannski sagði hann það aldrei“


1 ummæli: