Myndirnar hér að ofan vistaði ég í tölvunni minni fyrir um það bil fimm árum síðan. Ég var þá nýflutt til Svíþjóðar og hafði lesið frétt í menningarkálfi eins dagblaðsins um þessar tvær finnsku konur. Ég var varla talandi á sænsku, hafði engan orðaforða og gat almennt varla lesið neitt annað en veðurfréttirnar í blöðunum. En einhvern veginn kraflaði ég mig í gegnum þessa frétt á viljanum einum saman. Að lestrinum loknum fór ég á netið, sló nöfn kvennanna inn í leitarvélar en fann ekkert annað en finnskar fréttasíður. Andspænis finnsku var alveg sama hversu viljug ég var, ég skildi ekki stakt orð! En myndirnar vistaði ég. Ég veit eiginlega ekki af hverju. Sennilega langaði mig bara til að vera viss um að ég myndi aldrei gleyma þessari undarlegu sögu.
Mauri Sariola |
Bókin sem allt byrjaði með |
Forlagið sem bækurnar gaf út hefur þó alltaf neitað því staðfastlega að hafa eitthvað vitað.
Í kjölfar uppljóstrunarinnar urðu vinslit með þeim Tuulu og Ritvu. Sú fyrrnefnda hefur víst viljað gera heldur mikið úr sínum hluta við vinnslu verkanna en hin síðarnefnda vill meina að hún eigi heiðurinn að þeim alein. Og Tuula er Ritvu bálreið fyrir að hafa ljóstrað upp um leyndarmálið. Að auki endaði mál þeirra fyrir dómstólum. Tuula var ákærð fyrir að hafa þegið ýmiss konar styrki og sporslur af almannafé fyrir bækur sem hún ekki skrifaði, Ritva fyrir að hafa haft af þessu tekjur sem hún ekki gaf upp til skatts. Dómur féll árið 2009 og hlutu þær þá báðar skilorðsbundna dóma, Tuula upp á tíu mánuði, Ritva átta.
Sagan af Ritvu, Tuulu og Mauri er áreiðanlega mun betri en nokkur þeirra sem þríeykið setti á blað. Hún hefur allt: breyskar manneskjur, loforð á dánarbeði, leyndarmál og uppljóstranir, spennuna milli glæsilífernis í stórborginni og stritsins í sveitinni, vináttu, vinslit og snjáða pallíettuskreytta kvöldkjóla! Það vantar bara morðið. (Og þó, ég er ekki einu sinni viss um að það hefði bætt frásögnina neitt, hún er þegar svo ofhlaðin!) Stundum hef ég meira að segja hugsað að ég vildi næstum því óska að þetta væri skáldskapur en ekki raunveruleiki. Því fyrir utan Bold and the Beatiful-eiginleikana hefði svona skáldsaga svo magnaðar frásagnarfræðilegar víddir. Skáldsagan um Ritvu, Tuulu og Mauri gæti velt upp spurningum sem brunnið hafa á rithöfundum og bókmenntafræðingum undanfarna áratugi, spurningum um stöðu höfundarins, uppruna textans og hversu raunverulegur raunveruleikinn sé eiginlega. Það væri skáldsaga sem ég myndi geta velt mér upp úr vikum saman! Og ástæðan fyrir því að ég fór að rifja þetta mál upp núna fimm árum eftir að ég vistaði myndirnar í tölvunni minni er sú að mér virðist hálfpartinn hafa orðið að ósk minni. Nýleg sænsk skáldsaga eftir Kerstin Ekman hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu en sú bók lýsir svipuðum aðstæðum og virðist leynt eða ljóst byggja á örlögum finnsku kvennanna. Bókin heitir Grand final i skojarbranschen og hana get ég ekki beðið eftir að lesa!
Það að sagan sé raunveruleiki en ekki skáldskapur veltir hins vegar upp öðrum ekki síður spennandi spurningum. Hefði Ritva fengið söguna sína útgefna ef henni hefði ekki verið spyrt saman við þá af syrgjandi ekkjunni sem hafði verið svo náin manni sínum að hún gat lokið við verkið sem hann byrjaði á eftir andlát hans? Hefði hún verið gefin út og hlotið jafnmikla athygli ef hún hefði ekki verið kennd við konu sem virtist njóta þess að vera í sviðsljósinu og þótti aðlaðandi í augum almennings? Hvar drögum við mörkin milli textans og stjörnuþokunnar í kringum hann? Hvaða máli skiptir framkoma, bakgrunnur og jafnvel útlit höfundarins þegar við lesum bók?
Einu sinni fyrir mörgum herrans árum var ég stödd þar sem þá hét Myndlista- og handíðaskóli Íslands. Á göngum skólans hafði einhver nemandinn hengt upp lítinn og látlausan skúlptúr sem lyktaði sterklega af einhverjum ilmefnum þannig að anganin fannst í margra metra radíus. Við skúlptúrinn var svo festur lítill miði þar sem spurt var hvort lyktin væri hluti af listaverkinu og hversu stórt það væri þá eiginlega. Ég hef velt þessari spurningu fyrir mér allar götur síðan án þess að komast að almennilegri niðurstöðu. En einhvern veginn grunar mig að sagan um morðið í finnska smábænum Sammatti sé algjörlega samdauna stækri ilmvatnslykt Tuulu Sariola.
Sautján ár! Vá. Þetta er algerlega mögnuð saga.
SvaraEyðaOg þetta með höfundinn, útlitið og allt það, er mjög áhugaverð pæling. Ekki það að ég hafi nein svör svo sem, en mig grunar að þetta hafi oft ansi mikið að segja.
Takk fyrir þetta. Verð að ná mér í skojarana hennar Kerstinar.
SvaraEyðaæöj
Vá! Þetta er rosaleg færsla, takk fyrir að segja frá þessu ótrúlega áhugaverða máli.
SvaraEyðaÞetta er ekkert smá krassandi!
SvaraEyðaÉg sýp hveljur við tölvuskjáinn! Þetta er svakalegt. Nú langar mig að lesa bók um bókmenntaskandala....
SvaraEyðaTakk fyrir bókartips. Ég skoðaði bókina hennar Kerstin Ekman í dag en ákvað að kaupa frekar nýju Augustprisbókina, kaupi kannski Ekman um helgina.
SvaraEyðaþetta er svakalegt! Þetta er skáldsaga! Þetta er bíómynd...
SvaraEyðaMér vitanlega er sjónvarpsþáttaröð í bígerð hjá YLE, ss. finnska rikissjónvarðinu. Sem er ekki um þessar konur og Már heitinn, heldur leikin mynd um sama þemann.
SvaraEyðaTakk fyrir færsluna!
kv.
Tapio