7. desember 2008

Druslubækur og doðrantar slá í gegn

Á þessum vettvangi er greinilega verið að svara kalli tímans. Fyrsta sólarhringinn sem bloggsíðan Druslubækur og doðrantar var á vefnum voru heimsóknir um 300. Ef fram heldur sem horfir munum við bókakonur fyrr en varir fara að huga að framleiðslu á druslubókabolum, kaffibollum, g-strengjum og titrurum. Einnig munu gullmiðar með druslubókastimplum mjög sennilega skreyta bókakápur og í okkur verður vitnað í partíum jafnt sem virðulegum tímaritum.

Nú standa hins vegar yfir þreifingar við nokkrar gáfaðar og bókelskandi dömur um að taka þátt í skriftum á síðuna auk þess sem verið er að glugga í nokkrar nýútkomnar bækur. Hér verður engin molla!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli