Lífið þenst út og skreppur saman í hlutfalli við kjarkinn skrifaði Anaïs Nin einhversstaðar og það er óhætt að segja að hún hafi lifað í samræmi við það. Hún var gift tveimur mönnum í einu og var þar fyrir utan orðuð við marga, ekki síst rithöfundinn Henry Miller en margir muna eflaust eftir hinni ögn tilgerðarlegu mynd Henry and June eftir Philip Kaufmann sem gerði sambandi þeirra skil og í þeirri mynd er Nin jafnframt orðuð við June, eiginkonu Henrys en það fer hinsvegar tvennum sögum af því hvort þær hafi átt í ástarsambandi í raunveruleikanum.
Einhvern tímann fyrir löngu las ég þessar erótísku sögur og ég hafði satt best að segja áhyggjur af því að þær hefðu ekki elst sérstaklega vel. Í minningunni voru þær upphafnar og tilgerðarlegar og ekkert sérlega krassandi. Margt hefur jú gerst síðan í erótískum skrifum kvenna, Erica Jong og Nancy Friday hafa staðið vaktina, svo ekki sé minnst á franska kúratorinn Catherine Millet sem vakti mikla athygli fyrir vægast sagt opinskáar endurminningar sínar af kynlífssviðinu sem eru reyndar merkilega leiðinlegar, svona miðað við efniviðinn. Það er skemmst frá því að segja að skáldskapur Anaïs Nin er ennþá heillandi og ekki jafn væminn og mig minnti, sögurnar eru margar hverjar ennþá býsna ögrandi. Þær eru bæði fallegar og hættulegar, sjónarhornið er oft óvenjulegt og það er augljóst að höfundurinn hefur haft bæði næmt auga og smekk fyrir möguleikum munúðarinnar sem er afar hressandi núna á gósentímum vélræns leiðindakláms. Í dagbók sinni ávarpar Anaïs Nin nafnlausa kaupandann að erótísku sögunum fyrir hönd skáldanna sem vinna fyrir hann og gerir lítið úr áhuga hans á óskáldlegum samfaralýsingum:
"Kæri safnari. Við hötum yður. Kynlíf missir allan mátt sinn og töfra þegar það verður of berort, tæknilegt eða ýkt, þegar það verður að vérænni þráhyggju. Það verður leiðinlegt. Þér hafið kennt okkur betur en nokkur annar hversu rangt það er að blanda það ekki með tilfinningum, hungri, girnd, losta, duttlungum, hugdettum, tengslum milli manna og dýpri samböndum sem breyta lit þess, bragði, hrynjandi og áhrifamætti.
Þér vitið ekki hvers þér farið á mis með þessum smásjárathugunum yðar á kynferðislegum athöfnum og útilokið þar með þá þætti sem eru eldsneyti þess, sem tendra athafnirnar; hið skynræna, hugmyndaflugið, rómantíkin og hið tilfinningalega. Það er þetta sem veitir kynlífinu síbreytileika sinn og hárfín blæbrigði og er hinn eiginlegi lostavaki þess. Þér eruð að setja tilfinningaheimi yðar takmörk. Þér látið hann þorna upp, visna í hel og þér tæmið úr honum hvern blóðdropa.
Ef þér nærðuð kynlíf yðar á allri þeirri spennu og ævintýrablæ sem ástin veitir því, yrðuð þér getumesti karlmaður heimsins. Uppsprettni kynferðislegrar orku er forvitni, ástríða. Þér eruð að horfa á hinn veika loga hennar kafna. Kynlíf þrífst ekki á einhæfni. Án tilfinninga, ímyndunarafls, uppátækja og síbreytilegs hugarástands, yrðu engar nýjungar í rúminu. Kynlíf verður að blanda með tárum, hlátri, orðum, fyrirheitum, árekstrum, afbrýðissemi, öfund; öllu því kryddi sem fylgir ótta, ferðum til útlanda, nýjum andlitum, sögum, frásögnum, draumum, hugarórum, tónlist, dansi, ópíumi og víni." (úr formála Unaðsreits, þýð. Guðrún Bachmann).
Þér vitið ekki hvers þér farið á mis með þessum smásjárathugunum yðar á kynferðislegum athöfnum og útilokið þar með þá þætti sem eru eldsneyti þess, sem tendra athafnirnar; hið skynræna, hugmyndaflugið, rómantíkin og hið tilfinningalega. Það er þetta sem veitir kynlífinu síbreytileika sinn og hárfín blæbrigði og er hinn eiginlegi lostavaki þess. Þér eruð að setja tilfinningaheimi yðar takmörk. Þér látið hann þorna upp, visna í hel og þér tæmið úr honum hvern blóðdropa.
Ef þér nærðuð kynlíf yðar á allri þeirri spennu og ævintýrablæ sem ástin veitir því, yrðuð þér getumesti karlmaður heimsins. Uppsprettni kynferðislegrar orku er forvitni, ástríða. Þér eruð að horfa á hinn veika loga hennar kafna. Kynlíf þrífst ekki á einhæfni. Án tilfinninga, ímyndunarafls, uppátækja og síbreytilegs hugarástands, yrðu engar nýjungar í rúminu. Kynlíf verður að blanda með tárum, hlátri, orðum, fyrirheitum, árekstrum, afbrýðissemi, öfund; öllu því kryddi sem fylgir ótta, ferðum til útlanda, nýjum andlitum, sögum, frásögnum, draumum, hugarórum, tónlist, dansi, ópíumi og víni." (úr formála Unaðsreits, þýð. Guðrún Bachmann).
Er ekki margt til í þessu?
Delta of Venus má lesa í heild sinni hér.
pú á sex and the city kjeddlíngarnar - áfram anais nin
SvaraEyðaJá...sex and city kjeddlíngarnar eru vægast sagt teprulegar og asnalegar í þessu samhengi.
SvaraEyðaHvað með góða borgaralega siði? Hér sýnist mér verið að boða eintóma lausung. Gera menn sér ekki grein fyrir því að í manifestói Sjálfstæðisflokksins okkar allra er klásúla um mikilvægi kristilegs siðgæðis?
SvaraEyðaniður með sjálfstæðisteprurnar!!!!
SvaraEyðaÓ já, megi þær teprur stikna í logum Helvítis.
SvaraEyðaHvaaa ... tónlistin úr Henry and June er afbragð. Varla svo að ég hafi gert útvarpsþátt án þess að hafa kippt honum með. Þar fyrir utan á Jón Stefánsson afmæli í dag og ÞES ætti nú að rifja upp gamla takta að færa honumviskífleyg. Það kæmi á hann ...
SvaraEyðaJón Stefánsson var með mér í skáldsagnakúrsi fyrir 20 árum eða svo og talaði þar fjálglega um "Guð úr vélinni". Hefur hann eitthvað notað það litterera bragð síðan hann breyttist í Kalman?
SvaraEyðaÉg veit það ekki...ef ég ætti viskífleyg myndi ég bara drekka hann sjálf. Annars er ég auðvitað hjartanlega sammála því að tónlistin úr Henry&June er mikil snilld..
SvaraEyða