Bækur keyptar í janúar 2009
We Need To Talk About Kevin – Lionel Shriver
Shakespeare’s Wife - Germanie Greer
Twelfth Night – William Shakespeare
The Madwoman in the Attic – Gilbert og Gubar
Deaf Sentence - David Lodge
Bækur lesnar í janúar 2009
Twelfth Night – William Shakespeare
We Need To Talk About Kevin – Lionel Shriver
Bavian – Naja Marie Aidt
Dreams from my father – Barack Obama
Lives of Animals - J.M.Coetzee
Vanære (Disgrace) – J.M.Coetzee
De skæbneløse (Fatelessness) – Imre Kertész*
Skaparinn – Guðrún Eva Mínervudóttir
10 ráð til að... – Hallgrímur Helgason
Deaf Sentence – David Lodge
Shakespeare Wrote for Money - Nick Hornby
Síðan 2003 hefur Nick Hornby hafið mánaðarlegan dálk sinn, Stuff I’ve Been Reading, í tímaritinu The Believer á upptalningu eins og þeirri hér að ofan. Hvaða bækur hann keypti í síðasta mánuði og hvaða bækur hann las. Í raun og veru þyrftu greinar hans ekkert að vera lengri, þar sem það má ýmislegt lesa úr samhengi keyptra og lesinna bóka. En Hornby lætur auðvitað ekki þar með sitja heldur segir frá upplifun sinni af bókunum, á mjög óformlegan og hressandi hátt eins og honum einum er lagið. Í desember 2008 kom út greinasafnið Shakespeare Wrote for Money en það er þriðja og síðasta samantektin á skrifum hans í The Believer. Fyrstu tvær bækurnar í þessari skemmtilegu tríológíu voru Polysyllabic Spree (2004) og Housekeeping vs. the Dirt (2006).
Auðvitað er Hornby ekki að finna upp hjólið, frekar en við Druslubókadömurnar. Greinarnar hans eru hins vegar afar skemmtilegar aflesturs. Meinfyndið þus og einlægar umsagnir er kannski hin eina sanna blanda þegar kemur að bókagagnrýni í þessu formi, alvöruþrungnar túlkanir og greiningar á táknum og þemum eiga betur heima í akademískara umhverfi, að þeim og því ólöstuðu. Mikið má rýna í upptalningar hans um keyptar bækur og lesnar og má segja að lesendanum bjóðist með þeim innlit í hversdag Hornbys, í einum mánuði kaupir hann nokkrar bækur en les ekki eina einustu því hann gifti sig með tilheyrandi tilstandi. Þeir sem þekkja til Hornbys rennur þó grun í að Heimsmeistarakeppnin í fótbolta þann sama mánuð hafi einnig að eitthvað með lesleysið að gera. Ég ætla hiklaust að fylgja fordæmi Hornbys (stela þessari hugmynd hans) á árinu 2009 og halda til haga listunum mínum þar sem þetta hlýtur að virka sem fyrirtaks dagbók þegar lengra frá líður.
*Nóbelshöfundar á janúar listanum eru ekki back door bragging (bakdyramont?) heldur má við námskrána mína sakast, ég er í prófum.
Svona listar eru mjög skemmtilegir. Ég hef stundum reynt að halda dagbók yfir það sem ég les en þau áform hafa alltaf runnið út í sandinn. En þetta hefur orðið mér hvatning til að halda bókabókhald og ég hef tekið minnisbók í notkun í þeim tilgangi. Kannski birti ég uppgjör um mánaðamótin.
SvaraEyðaJá, þetta er göfugt markmið og heillandi. En ég held ekki einu sinni til haga því sem ég skrifa um bækur eða annað svo mér tækist þetta aldrei.
SvaraEyðaP.S. Í sambandi við nóbelsmanninn má taka fram að ég er ekki feisbúkkvinkona hans en skrifaði hinsvegar um bókina á Kistuna fyrir grilljón árum:
http://www.kistan.is/prenta.asp?sid_id=27999&tre_rod=008|003|&tId=2&fre_id=38643&meira=1
Ekki mín uppáhalds Hallgrímsbók. Hún á þó ekki skilið yfirhraun Kollu Bergþórs, bókin á ýmsa góða spretti.
SvaraEyðajesúsminníhelvíti - ég eyddi einhverri spurningu um Hallgrím sem ég ætlaði ekki að eyða.
SvaraEyðaÉg er að hugsa um að gera lista yfir allt sem ég horfi á á youtube:
SvaraEyðades/jan 2008-9:
-margar myndir um fjöldamorðingja og trúarofstækismenn
-nokkrar frasier seríur
-alla fokking cosmos þætti Carl Sagan
-nokkra þætti um tunglið
-og eitthvað fleira
Svo fer ég alveg að fara að skrifa um það sem ég las:)
Þetta gæti orðið virkilega forvtnilegur listi Þorgerður (en hann þyrfti þá að koma......)
SvaraEyða"The Youtube-Diaries" soltið svona í áttina að Motorcycle diaries.
Ógeðslega flott og skemmtileg síða hjá ykkur dömunum. Takk fyrir hana.
SvaraEyðaKK
Þórunn Hrefna.
P.S. Þegar ég fer inn á Youtube, þá eru mér umsvifalaust boðnir rað- og fjöldamorðingjar að horfa á, vegna þess að þeir eru mitt uppáhald. Gott að vita að ég er ekki sú eina!
Mikið hafið þið skuggaleg áhugamál. Terroristarnir og vampírurnar sem ég hef verið að lesa um blikna í samanburðinum.
SvaraEyðaHnýt um Obama-bókina á leslistanum. Ég forðast kosningaútgáfur í formi endurminningabóka stjórnmálamanna eins og pestina. Hef þá (mögulega rang-)hugmynd að þær séu flestar skrifaðar af leigupennum og oftar en ekki hrikalega leiðinlegt sjálfsupphafingarblaður. Er Dreams from my father eitthvað annað?
SvaraEyðaObama, þessi elska, kom mér stórlega á óvart. For det første þá kom hún út fyrir 14 árum og er því örugglega minna poppuð en ef hún hefði verið skrifuð á hátindi CHANGE kosningabaráttunnar. Lítið um pólitískt propaganda, meira um fjölmenningu og hugsjónir. Og hann er vel skrifandi, ef satt er að hann hafi skrifað hana sjálfur.
SvaraEyðaAnnars gagnrýnir Siggi á Bókablogginu hana:
http://bokabloggid.wordpress.com/2008/10/28/dreams-of-my-father-eftir-barack-obama/
Ég hef skrifað niður hverja einustu bók sem ég hef lesið síðan í maí árið 1986. Fyrsta bókin er eflaust ein sú besta; Alexis Sorbas.
SvaraEyðaÉg er mjög spennt yfir þessum bókalista - ég er með vægt listafetish fyrir og hlakka til að gera minn janúar lista!
SvaraEyðabara að tékka
SvaraEyða