Bækur keyptar í mars 2009:
My Favourite Wife – Tony Parsons
Alle tiders supper – Amanda Cross
Mit pakistanske køkken – Rushy Rashid
The Emperor’s children – Claire Messud
Unaccostomed Earth – Jhumpa Lahiri
Revolutionary Road – Richard Yates
Sjöjungfrun – Camilla Läckberg
Bækur lesnar í mars 2009:
Konur – Steinar Bragi
Much Ado About Nothing – William Shakespeare
Mit pakistanske køkken – Rushy Rashid
My Favourite Wife – Tony Parsons
Sjöjungfrun – Camilla Läckberg
Shakespeare, Invention of the Human – Harold Bloom
Enn er ég við það heygarðshornið að lesa lélegar bækur og síðast kláraði ég bók sem er næstum óbærilegt að biðja um í sænskri bókabúð, sökum gífurlega hallærislegs framburðar á titlinum. Sjöjungfrun er sjötta bókin í Fjällbacka-flokknum sem fjallar um hina sí-óléttu Ericu og eiginmann hennar, lögguna Patrick. Hið sænska og síkáta nafn bókaflokksins er kennt við skítapleis fyrir norðan Gautaborg, þar sem Camilla sjálf ólst upp í og sviðsetur allar sínar bækur. Jätta trevligt.
Á undanförnum 10-15 árum hafa glæpasagnahöfundar sprottið upp eins og gorkúlur hist og her um Norðurlöndin, sumir þeirra ansi góðir, aðrir síðri eins og gengur. Markaðurinn fyrir glæpasögur frá Norðurlöndunum er gífurlega stór og margir höfundanna eru þýddir á mörg tungumál, ss. Hennig Mankell, Liza Marklund, Stieg Larson, Arnaldur, Viktor Arnar (uppáhaldið mitt), Ævar Örn, Yrsa, Kirsten Holst, Karin Fossum og fleiri sem ég kann ekki að nefna. Títtnefnd Camilla Läckberg hefur nú bæst í hópinn en hún gaf út sína fyrstu bók, Isprinsessen árið 2002 (þýdd á íslensku 2006), Predikanten (á ísl. 2007) kom út tveim árum síðar en síðan hefur komið ein bók á ári. Og þær verða bara verri og verri.
Ólíkt mörgum öðrum skandinavískum glæpasagnahöfundum leggur Camilla litla áherslu á þjóðfélagsvandamál eða félagslegt drama. Jú, það var reyndar aukapersóna, litla systir Ericu, sem átti mann sem lamdi hana – en það vandamál var svo sannarlega leyst á snaggaralegan hátt. Aðalpersónurnar Erica og Patrick eru frekar óspennandi og vandamál þeirra hjónabands frekar hversdagsleg. Það er athyglisvert að þau sofa aldrei saman en samt er Erica alltaf ólétt. Ég hefði alveg verið til í eina eða tvær kynlífslýsingar í staðinn fyrir nákvæmar og ítrekaðar lýsingar á grindargliðnum og þyngdaraukningu á meðgöngunni. Plottin sjálf eru frekar fyrirsjáanleg, það var bara í þarsíðustu bók,Tyskungen, sem plottið kom mér algerlega á óvart. Og það var augljóslega af því að einhver hafði sagt Camillu að þegar einhver sögupersóna „fyndist hún vera að gleyma einhverju mikilvægu en bara gæti ekki komið því fyrir sig“ gæti lesandinn alltaf flett 10 blaðsíður aftur á bak, fundið út hvað það væri og þ.a.l. fundið hinn seka. Sjöjungfrun slær allar hinar út í ófrumleika og lélegu plotti – hvaða djók er það að láta morðingjann vera skitsófren sem vissi ekki að hann hefði framið morðin?
Camilla Läckberg er slæmur rithöfundur, hún er afleitur glæpasagnahöfundur og hún er alltaf að birta myndir af sér með órætt augnaráð á blogginu sínu. Hún fer, eins og sjá má, frekar mikið í taugarnar á mér. Samt þarf ég að horfast í augu við sjálfa mig með það að ég hef ekki bara lesið allar bækurnar hennar heldur keypt þær líka. Svona er þetta.
31. mars 2009
27. mars 2009
Books written for girls
Bóklestur og tónlist eiga misvel saman. Undirritaðri finnst yfirleitt ómögulegt að hlusta á tónlist með orðum meðan hún er á kafi í bók, a.m.k. ef orðin á síðunni þarfnast verulegrar athygli. Í öðrum tilfellum er þó hugsanlegt að vel valin tónlist geti aukið áhrifin af lestrinum, auk þess sem tónlist án orða getur verið hentug til að útiloka önnur umhverfishljóð þannig að auðveldara verði að sökkva sér ofan í prentaða málið.
Allt önnur hlið á tengslum tónlistar og bóka eru bækur sem yrkisefni í söngtextum og það er aldrei að vita nema völdum uppáhaldsdæmum verði öðru hverju deilt með lesendum þessarar síðu. Hér kemur a.m.k. eitt. Reyndar fjallar textinn um ýmislegt annað en lestur en bækur eru þó ráðandi í titlinum sem smellpassar við druslubókadömur.
Books written for girls með Camera Obscura, gjörið svo vel:
Allt önnur hlið á tengslum tónlistar og bóka eru bækur sem yrkisefni í söngtextum og það er aldrei að vita nema völdum uppáhaldsdæmum verði öðru hverju deilt með lesendum þessarar síðu. Hér kemur a.m.k. eitt. Reyndar fjallar textinn um ýmislegt annað en lestur en bækur eru þó ráðandi í titlinum sem smellpassar við druslubókadömur.
Books written for girls með Camera Obscura, gjörið svo vel:
26. mars 2009
salerniseyðublöð í bókabúð
Þessa dagana eru margir hugsi yfir hvað verður um gamlar og grónar bókabúðir sem skyndilega eru komnar í eigu ríkisins, þ.e.a.s. bankanna, eins margt annað. Merkilegt kannski að þeim sem töluðu mest fyrir frjálsum markaði tókst á endanum að koma næstum öllu í eigu ríkisins - kvissj búmm. Varla veit nokkur enn hvað verður um búðirnar. Þær sem skrifa á þessa síðu ættu kannski bara að tala við Kaupþing og athuga hvort batteríið er falt á góðu verði? Druslubókabúðin yrði örugglega ágætisfyrirtæki enda nokkrir þaulreyndir bóksalar með áratugareynslu sem halda úti þessari síðu.
Þessa hundrað ára gömlu auglýsingu rakst ég á í dagblaði. Bókabúðirnar hafa greinilega í gegnum tíðina selt ýmislegt annað en bókmenntir
Þessa hundrað ára gömlu auglýsingu rakst ég á í dagblaði. Bókabúðirnar hafa greinilega í gegnum tíðina selt ýmislegt annað en bókmenntir
25. mars 2009
MSG bókmenntir
Eitt er að lesa lélegar bækur sem maður fleygir frá sér fullur vandlætingar að lestri loknum – en hvað með hinar slöppu bókmenntirnar – þær sem maður veit að eru drasl en getur samt ekki lagt frá sér? Þessar ömurlegu sem maður hneykslast jafnvel á meðan maður les en laumast samt sem áður í bókabúðina/bókasafnið um leið og þær klárast til að ná sér í næsta skammt...
Ég held að það sé MSG í sumum lélegum bókum (þetta á reyndar ekki síður við um lélegt sjónvarpsefni – ANTM anyone? CSI? – en við látum það liggja á milli hluta á svona virðulegu bókabloggi). Eins og með allan góðan MSG mat er tilhlökkunin og fyrsti bitinn bestur – síðasti bitinn er svo alltaf verstur og maður hugsar oftar en ekki: hvaða viðbjóð er maður eiginlega að láta ofan í sig? Þetta geri ég ekki aftur! Sú staðfesta helst svo í allt frá tveimur tímum upp í nokkra daga en þá fellur maður aftur!
Flestir ef ekki allir bókaunnendur sem ég þekki eiga sér slíkar sakbitnar nautnir og meðan sumir fara með þær eins og mannsmorð draga aðrir þær glaðhlakkalega að húni. Ósjaldan hefur maður séð sómakært og virðulegt fólk læðupokast fyrir framan glæpasöguhillurnar eða tvístígandi fyrir framan ástarsögurekkann í bókabúðunum. Eins og ein eldri kona sagði við mig á meðan hún hélt fast í Lee Child og Dick Frances: „ég þarf minn skammt!!“ Oftar en ekki finnur fólk sig í einhverri ákveðinni grein eins og reyfurum, chick lit eða fantasíu en einnig hef ég rekist á fólk sem er alætur á lélegar bókmenntir.
Sjálf hef ég ekkert að fela og æði út úr skápnum með Ísfólkið – good times – ásamt stórum haug af mislélegum reyfurum frá Mary Stewart og Phyllis A. Whitney til Josephine Tey, Ngaio Marsh og Kathy Reichs – að ógleymum auðvitað Harry Potter!
My Favourite Wife
Tony Parsons. My Favourite Wife. Harper: London, 2008.
Sumir rithöfundar hefðu átt að kunna sér hóf og jafnvel hætta skrifum eftir fyrstu bókina. Tony Parsons fékk góða hugmynd fyrir tíu árum síðan og gaf út ágætis bók, Man and Boy. Stíll Parsons og umfjöllunarefni þóttu minna á Nick Hornby og þar af leiðandi smellpassa í gaurabókmennta-genruna (lad-lit) sem er auðvitað sambærileg skvísubókmennta-genru (chick-lit) Helenar Fielding og öllum hennar sjöþúsund sporgöngumönnum. Man and Boy er svona feel-good Kramer vs. Kramer, maður á fertugsaldri heldur framhjá eiginkonu sinni og situr svo einn uppi með son þeirra meðan eiginkonan fer að finna sjálfa sig – í millitíðinni finna feðgarnir hvorn annan. Bókin varð feikivinsæl, seldist í milljónum eintaka og var þýdd á fjöldamörg tungumál, og er meira að segja til í vandaðri íslenskri þýðingu.
Tíu árum síðar er Parsons búinn að vinda allan frumleika úr skrifum sínum og bækurnar hans eru allar eins. Vælukjóabókmenntir um karlmenn sem eiga ágætar konur og búlduleitin börn en veröld þeirra er svo ófullnægjandi á einhvern óútskýranlegan (Parsons reynir samt) hátt svo þeir fara að sofa hjá leggjalöngum konum af asískum uppruna. My Favourite Wife er nákvæmlega svona, hún er klisjukennd, melódramatísk og fullkomlega ósannfærandi. Parsons virðist líta svo á að hann sé kominn með skothelda formúlu að metsölubók en þar vanmetur hann vonandi bæði lesendahóp og genruna sjálfa.
Í My Favourite Wife er mikið kraðak af staðalímyndum, líkt og í þríleik Stieg Larsons er aðalsöguhetjan ómótstæðilegur í augum allra kvenna sem á vegi hans verða, þrátt fyrir að hversu lufsulegur hann er í mínum augum. Verst finnst mér þó Parsons fara með samband föður við barn, sem var sá þráður sem hélt Man and Boy á floti. Margir kaflanna enda á merkingarþrungnum símtölum aðalsöguhetjunnar við dóttur sína sem eiga líklega að sýna framá að þegar allt í heimi hans hrynur er ástin til dótturinnar svo sterk að hún stenst allar hörmungar. Dóttirin minnir þó meira á fertuga persónu í sápuóperu en fjögurra ára barn í forræðisdeilu, frasar í líkingu við „Daddy, I will always be yours” og „Daddy, you know I need you to be with me“ hrynja af vörum þessa skilningsríka barns svo hrollur fer um lesandann. Þessi ótrúverða persónusköpun Parsons stuðaði mig alla bókina. Reyndar var það eina sem gladdi mig við lestur My Favourite Wife að nú væri ég loksins komin með bók til að gefa falleinkunn á druslubókasíðunni, annars er ég alltaf að lofa bækur og prísa.
Sumir rithöfundar hefðu átt að kunna sér hóf og jafnvel hætta skrifum eftir fyrstu bókina. Tony Parsons fékk góða hugmynd fyrir tíu árum síðan og gaf út ágætis bók, Man and Boy. Stíll Parsons og umfjöllunarefni þóttu minna á Nick Hornby og þar af leiðandi smellpassa í gaurabókmennta-genruna (lad-lit) sem er auðvitað sambærileg skvísubókmennta-genru (chick-lit) Helenar Fielding og öllum hennar sjöþúsund sporgöngumönnum. Man and Boy er svona feel-good Kramer vs. Kramer, maður á fertugsaldri heldur framhjá eiginkonu sinni og situr svo einn uppi með son þeirra meðan eiginkonan fer að finna sjálfa sig – í millitíðinni finna feðgarnir hvorn annan. Bókin varð feikivinsæl, seldist í milljónum eintaka og var þýdd á fjöldamörg tungumál, og er meira að segja til í vandaðri íslenskri þýðingu.
Tíu árum síðar er Parsons búinn að vinda allan frumleika úr skrifum sínum og bækurnar hans eru allar eins. Vælukjóabókmenntir um karlmenn sem eiga ágætar konur og búlduleitin börn en veröld þeirra er svo ófullnægjandi á einhvern óútskýranlegan (Parsons reynir samt) hátt svo þeir fara að sofa hjá leggjalöngum konum af asískum uppruna. My Favourite Wife er nákvæmlega svona, hún er klisjukennd, melódramatísk og fullkomlega ósannfærandi. Parsons virðist líta svo á að hann sé kominn með skothelda formúlu að metsölubók en þar vanmetur hann vonandi bæði lesendahóp og genruna sjálfa.
Í My Favourite Wife er mikið kraðak af staðalímyndum, líkt og í þríleik Stieg Larsons er aðalsöguhetjan ómótstæðilegur í augum allra kvenna sem á vegi hans verða, þrátt fyrir að hversu lufsulegur hann er í mínum augum. Verst finnst mér þó Parsons fara með samband föður við barn, sem var sá þráður sem hélt Man and Boy á floti. Margir kaflanna enda á merkingarþrungnum símtölum aðalsöguhetjunnar við dóttur sína sem eiga líklega að sýna framá að þegar allt í heimi hans hrynur er ástin til dótturinnar svo sterk að hún stenst allar hörmungar. Dóttirin minnir þó meira á fertuga persónu í sápuóperu en fjögurra ára barn í forræðisdeilu, frasar í líkingu við „Daddy, I will always be yours” og „Daddy, you know I need you to be with me“ hrynja af vörum þessa skilningsríka barns svo hrollur fer um lesandann. Þessi ótrúverða persónusköpun Parsons stuðaði mig alla bókina. Reyndar var það eina sem gladdi mig við lestur My Favourite Wife að nú væri ég loksins komin með bók til að gefa falleinkunn á druslubókasíðunni, annars er ég alltaf að lofa bækur og prísa.
24. mars 2009
Hrossagaukur fagnar samförum
Í tilefni umræðu við síðustu færslu var ákveðið að rifja upp kafla úr handriti útvarpsþáttar sem tvær okkar gerðu fyrir nokkru og var fluttur á Rás 1:
Mest selda unglingabókin fyrir jólin 1984 var Fimmtán ára á föstu eftir Eðvarð Ingólfsson. Bókin seldist í stærra upplagi það ár en Bróðir minn Ljónshjarta. Eðvarð Ingólfsson hóf að gefa út unglingabækur árið 1980 þegar Gegnum Bernskumúrinn kom út. Bókin fjallar um afar heiðvirðan og siðavandan grunnskóladreng, Birgi að nafni, en fjölskyldulíf hans er slæmt, móðirin áfengissjúklingur og faðirinn fjarlægur. Birgir kynnist Ásdísi, gullfallegri og sómakærri stúlku sem býr með góðum foreldrum. Aðrir unglingar bókarinnar eru ekki jafn vel lukkaðir, strákarnir drekka sumir og vinkona Ásdísar verður ólétt á fylleríi. Eðvarð Ingólfsson varar við áfengisnotkun, þeir sem þess neyta eru oftast brjóstumkennanlegir og trúarlegur tónn er undirliggjandi í verkunum.
Persónur Eðvarðs eru ákaflega fullorðinslegar, þrátt fyrir að vera jafnvel á grunnskólaaldri, og þeim liggur mikið á að komast í tölu fullorðinna. Í Fimmtán ára á föstu segir frá samdrætti Árna og Lísu, sem eru bæði þroskuð miðað við aldur og nota hátíðlegt tungumál sem minnir lítið á tungutak raunverulegra unglinga. Í upphafi bókar er Lísa í sambandi við hinn mótorhjólaakandi Kidda, sem er mikill töffari, en hún efast um að hann sé framtíðarmaður lífs hennar þar sem hann skortir ýmsa æskilega eiginleika þess karlmanns sem í hennar augum er vænlegur til sambúðar og frambúðar. Kiddi er nefnilega flippaður pönkari og dreymir um að breyta heiminum en Lísu dreymir um að giftast kurteisum, yfirveguðum og tillitssömum strák: „Hann átti að vera hærri en hún, ljóshærður og með blá augu, mikið í íþróttum og hugsa vel um hana.“
Persónur Eðvarðs eru afturhaldssamar, á köflum svo að jaðrar við forpokun. Unglingarnir í þeim tveimur bókum hans sem hér eru nefndar hafa ekki snefil af hneigð til uppreisnar og efast lítt um smáborgaraleg gildi. Þegar Birgir í Gegnum bernskumúrinn spyr Ásdísi hvernig stærðfræðinámið eigi eftir að nýtast honum þegar út í lífið er komið svarar hún: „Ég veit það ekki. Kerfið hefur sína kosti og galla eins og með allt annað í þjóðfélaginu. Mín trú er sú að ef við göngum alltaf með jákvæðu hugarfari til námsins, þá vefjast gallarnir ekki fyrir okkur, ég held að við verðum bara að sætta okkur við námið eins og það er. Ef við ætlum okkur að hætta því vegna einhverra komplexa þá náum við okkur aldrei í neina starfstitla og verðum undir í skiptingu veraldlegs auðs.“
Í lok Fimmtán ára á föstu er ákveðið að Árni og Lísa hefji sambúð, þá er hún óvart orðin ólétt eftir fyrstu samfarir þeirra í tjaldútilegu. Það verður seint hægt að segja um Eðvarð Ingólfsson að hann velti sér upp úr lýsingum á lystisemdum holdsins. Ástarnótt Árna og Lísu í tjaldinu er lýst með einungis sextán orðum þar sem hneggjandi hrossagaukur gegnir afar táknrænu hlutverki og menn geta velt því fyrir sér hvort samförum hefur verið fagnað með eftirminnilegri hætti í íslenskum bókmenntum: „Þetta var þeirra nótt. Þau voru tvö ein. Í fjarska hneggjaði hrossagaukur til að fagna því.“
Þorgerður og Þórdís
Mest selda unglingabókin fyrir jólin 1984 var Fimmtán ára á föstu eftir Eðvarð Ingólfsson. Bókin seldist í stærra upplagi það ár en Bróðir minn Ljónshjarta. Eðvarð Ingólfsson hóf að gefa út unglingabækur árið 1980 þegar Gegnum Bernskumúrinn kom út. Bókin fjallar um afar heiðvirðan og siðavandan grunnskóladreng, Birgi að nafni, en fjölskyldulíf hans er slæmt, móðirin áfengissjúklingur og faðirinn fjarlægur. Birgir kynnist Ásdísi, gullfallegri og sómakærri stúlku sem býr með góðum foreldrum. Aðrir unglingar bókarinnar eru ekki jafn vel lukkaðir, strákarnir drekka sumir og vinkona Ásdísar verður ólétt á fylleríi. Eðvarð Ingólfsson varar við áfengisnotkun, þeir sem þess neyta eru oftast brjóstumkennanlegir og trúarlegur tónn er undirliggjandi í verkunum.
Persónur Eðvarðs eru ákaflega fullorðinslegar, þrátt fyrir að vera jafnvel á grunnskólaaldri, og þeim liggur mikið á að komast í tölu fullorðinna. Í Fimmtán ára á föstu segir frá samdrætti Árna og Lísu, sem eru bæði þroskuð miðað við aldur og nota hátíðlegt tungumál sem minnir lítið á tungutak raunverulegra unglinga. Í upphafi bókar er Lísa í sambandi við hinn mótorhjólaakandi Kidda, sem er mikill töffari, en hún efast um að hann sé framtíðarmaður lífs hennar þar sem hann skortir ýmsa æskilega eiginleika þess karlmanns sem í hennar augum er vænlegur til sambúðar og frambúðar. Kiddi er nefnilega flippaður pönkari og dreymir um að breyta heiminum en Lísu dreymir um að giftast kurteisum, yfirveguðum og tillitssömum strák: „Hann átti að vera hærri en hún, ljóshærður og með blá augu, mikið í íþróttum og hugsa vel um hana.“
Persónur Eðvarðs eru afturhaldssamar, á köflum svo að jaðrar við forpokun. Unglingarnir í þeim tveimur bókum hans sem hér eru nefndar hafa ekki snefil af hneigð til uppreisnar og efast lítt um smáborgaraleg gildi. Þegar Birgir í Gegnum bernskumúrinn spyr Ásdísi hvernig stærðfræðinámið eigi eftir að nýtast honum þegar út í lífið er komið svarar hún: „Ég veit það ekki. Kerfið hefur sína kosti og galla eins og með allt annað í þjóðfélaginu. Mín trú er sú að ef við göngum alltaf með jákvæðu hugarfari til námsins, þá vefjast gallarnir ekki fyrir okkur, ég held að við verðum bara að sætta okkur við námið eins og það er. Ef við ætlum okkur að hætta því vegna einhverra komplexa þá náum við okkur aldrei í neina starfstitla og verðum undir í skiptingu veraldlegs auðs.“
Í lok Fimmtán ára á föstu er ákveðið að Árni og Lísa hefji sambúð, þá er hún óvart orðin ólétt eftir fyrstu samfarir þeirra í tjaldútilegu. Það verður seint hægt að segja um Eðvarð Ingólfsson að hann velti sér upp úr lýsingum á lystisemdum holdsins. Ástarnótt Árna og Lísu í tjaldinu er lýst með einungis sextán orðum þar sem hneggjandi hrossagaukur gegnir afar táknrænu hlutverki og menn geta velt því fyrir sér hvort samförum hefur verið fagnað með eftirminnilegri hætti í íslenskum bókmenntum: „Þetta var þeirra nótt. Þau voru tvö ein. Í fjarska hneggjaði hrossagaukur til að fagna því.“
Þorgerður og Þórdís
23. mars 2009
mestu ógeðisbækurnar
Nanna matargúrú vísar á síðunni sinni á lista yfir ógeðslegan mat. Svona listar eru auðvitað margir til og sömuleiðis listar yfir vondar (og góðar) bækur. Einhvern slíkan vondubókalista rámar mig í að hafa nýlega séð þar sem Alkemistinn og eitthvað eftir Bukowski tróndu ofarlega ásamt Da Vinci-lyklinum. Það er alltaf gaman að rífast um hvaða bækur séu óbærilega vondar. Þorið þið að nefna mjög slæma bók eða bækur sem þið hafið lesið?
22. mars 2009
viðvaningabókmenntir
Ágúst Borgþór segir á bloggi sínu að það sé billegt og fyrir viðvaninga að frumbirta skáldverk á netinu. Ég spurði Ágúst í athugasemd hvers vegna hann væri á þessari skoðun en athugasemdin er einhversstaðar á flakki og ósvarað. Á Tregawattasíðunni er málið tekið upp og þetta sögð hörð atlaga.
Í fyrra kom út bók eftir Ármann Jakobsson, þar sem ég held að bróðurparturinn eða mögulega allt, hafi áður verið birt á bloggsíðu höfundarins. Bókin er Fréttir frá mínu landi, sem ég var fyrir tilviljun með á borðinu fyrir framan mig og nýbúin að lesa og njóta þegar ég rakst á færslu Ágústs Borgþórs. Samkvæmt ÁBS hlýtur doktor Ármann að vera viðvaningur á rithöfundasviðinu, því leyfi ég mér auðvitað að vísa alfarið á bug með hnussi.
Þetta er auðvitað aktúellt mál. Sumt sem birt er á bloggsíðum eða öðrum vefsíðum er auðvitað alveg jafn gott og miklu betra en margt sem pappír og prentsvertu er spreðað í, en bloggarar og aðrir höfundar sem hafa bara birt á vefsíðum eru ekki í rithöfundasambandinu, hafa hingað til ekki fengið rithöfundalaun fyrir sín skrif og eru (líklega) almennt ekki taldir til alvörurithöfunda. Því má velta fyrir sér hvort þetta eigi eftir að breytast. Eru skrif Ármanns í Fréttum frá mínu landi verri fyrir að hafa áður verið birt á netinu? Er bókin betri en bloggskrifin? Hvernig getur verk verið billegra hafi það verið birt á netinu áður en það er prentað? Ef ég skrifa góða smásögu og birti hana bara á netinu er hún þá viðvaningsdrasl, en góð ef ég birti hana bara á prenti? Hvers vegna er pappír merkilegri en rafræn birting?
Í fyrra kom út bók eftir Ármann Jakobsson, þar sem ég held að bróðurparturinn eða mögulega allt, hafi áður verið birt á bloggsíðu höfundarins. Bókin er Fréttir frá mínu landi, sem ég var fyrir tilviljun með á borðinu fyrir framan mig og nýbúin að lesa og njóta þegar ég rakst á færslu Ágústs Borgþórs. Samkvæmt ÁBS hlýtur doktor Ármann að vera viðvaningur á rithöfundasviðinu, því leyfi ég mér auðvitað að vísa alfarið á bug með hnussi.
Þetta er auðvitað aktúellt mál. Sumt sem birt er á bloggsíðum eða öðrum vefsíðum er auðvitað alveg jafn gott og miklu betra en margt sem pappír og prentsvertu er spreðað í, en bloggarar og aðrir höfundar sem hafa bara birt á vefsíðum eru ekki í rithöfundasambandinu, hafa hingað til ekki fengið rithöfundalaun fyrir sín skrif og eru (líklega) almennt ekki taldir til alvörurithöfunda. Því má velta fyrir sér hvort þetta eigi eftir að breytast. Eru skrif Ármanns í Fréttum frá mínu landi verri fyrir að hafa áður verið birt á netinu? Er bókin betri en bloggskrifin? Hvernig getur verk verið billegra hafi það verið birt á netinu áður en það er prentað? Ef ég skrifa góða smásögu og birti hana bara á netinu er hún þá viðvaningsdrasl, en góð ef ég birti hana bara á prenti? Hvers vegna er pappír merkilegri en rafræn birting?
21. mars 2009
Engla hafa sumir augum litið, en nú hef ég séð þig og það er nóg.
Af vefsíðunni romantik.is má til dæmis panta gúmmíkalla með átta tommu tippi á viðráðanlegu verði og sömuleiðis spænska flugu með kókosbragði. En rómantíkin verður auðvitað ekki fullkomnuð nema með rétta ljóðinu. Hvað finnst ykkur um þetta?:
Þær stundir sem við erum saman,
er sem ég finn angan af ilmandi rósum...
Þú og aðeins þú lætur mig finnast ég vera á lífi...
Engla hafa sumir augum litið,
en nú hef ég séð þig og það er nóg.
Hér má lesa meiri kveðskap sem gleður.
Þær stundir sem við erum saman,
er sem ég finn angan af ilmandi rósum...
Þú og aðeins þú lætur mig finnast ég vera á lífi...
Engla hafa sumir augum litið,
en nú hef ég séð þig og það er nóg.
Hér má lesa meiri kveðskap sem gleður.
20. mars 2009
Jack Mapanje á vefnum
Hér koma nokkrar vefslóðir fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast aðeins malavíska ljóðskáldinu Jack Mapanje:
Um Jack Mapanje af síðu British Council – Contemporary Writers
Jack Mapanje á Poetry Archive – m.a. hægt að hlusta á “Visiting Zomba Plateau” og “Scrubbing the Furious Walls of Mikuyu”
Viðtal á vefsíðu nemenda við York University (2007)
Viðtal í Guardian (2007)
Um Jack Mapanje af síðu British Council – Contemporary Writers
Jack Mapanje á Poetry Archive – m.a. hægt að hlusta á “Visiting Zomba Plateau” og “Scrubbing the Furious Walls of Mikuyu”
Viðtal á vefsíðu nemenda við York University (2007)
Viðtal í Guardian (2007)
19. mars 2009
Tvö lítil orð
Nýlega voru nokkrar ágætismyndir í bíó sem gerðar voru eftir skáldsögum. Meðal þeirra var Lesarinn en samnefnd bók eftir Bernhard Schlink kom út 1995 og var þýdd á íslensku 1998. Sagan fjallar á yfirborðinu um samband Hönnu og Michaels; hún er fullorðin þegar sagan hefst, hann er unglingspiltur. En undir niðri leynast meginumfjöllunarefnin: sekt og sektarkennd, afneitun og uppgjör við fortíðina, og stóra samhengið er Þjóðverjar og helförin. (Skemmst er frá því að segja að óhætt er að mæla með bæði bókinni og bíómyndinni en það er annars ekki umfjöllunarefni þessa pistils.)*
Þegar byrjað var að sýna kvikmyndina heyrði ég fólk reglulega furða sig á því að Kate Winslet skyldi hafa verið fengin til að leika Hönnu því hún væri alltof ung fyrir hlutverkið. En þegar ég endurnýjaði kynnin við bókina kom í ljós að í fyrsta hluta bókarinnar er tekið skýrt fram að Hanna sé 36 ára og megnið af senunum hennar í myndinni er frá því tímabili. Kate Winslet (sem er fædd 1975) er því tvímælalaust á réttum aldri fyrir hlutverkið.
Hvaðan kemur þá þessi ranghugmynd um aldurinn? Ég efast um að ástæðan sé að viðkomandi hafi ekki lesið bókina. Þvert á móti, ég gæti einmitt trúað því að ræturnar liggi einmitt þar, nánar tiltekið í örlitlu broti af íslensku þýðingunni. Við lesturinn hnaut ég nefnilega hvað eftir annað um tvö orð. „Skinnið mitt“ segir Hanna ítrekað við Michael. Skinnið mitt?!
Hin stórgóða erlenda deild á Borgarbókasafninu gerði mér kleift að fletta upp í frumtextanum og kanna hvaða orð væri notað þar. Í ljós kom að á þýsku segir Hanna „Jungchen“ sem merkir einfaldlega strákur, stráksi … eitthvað á þá leið. Stríðniskeimurinn er þurrkaður rækilega út með þýðingunni „skinnið mitt“ sem passar illa í munn þrjátíu og sex ára gamallar konu. Orðin hafa ömmulegan blæ, jafnvel langömmulegan og hæfa tæplega koddahjali.
Staðreyndir sem tilgreindar eru í framhjáhlaupi í texta verða ekki endilega minnisstæðar. Orðaval á borð við „skinnið mitt“ getur aftur á móti skapað tilfinningu sem verður mun lífseigari en staðreyndirnar. Það kæmi mér ekki á óvart að sú væri raunin í þessu tilfelli.
----------
* Eiginlega er hægt að mæla sérstaklega með því að sjá bíómyndina og lesa bókina svo aftur. Ég get tekið undir með Kristjáni B. Jónassyni um að kvikmyndin geri „bókina í raun betri en maður hélt að hún væri“ þar sem hún skerpi á undirtexta bókarinnar.
Þegar byrjað var að sýna kvikmyndina heyrði ég fólk reglulega furða sig á því að Kate Winslet skyldi hafa verið fengin til að leika Hönnu því hún væri alltof ung fyrir hlutverkið. En þegar ég endurnýjaði kynnin við bókina kom í ljós að í fyrsta hluta bókarinnar er tekið skýrt fram að Hanna sé 36 ára og megnið af senunum hennar í myndinni er frá því tímabili. Kate Winslet (sem er fædd 1975) er því tvímælalaust á réttum aldri fyrir hlutverkið.
Hvaðan kemur þá þessi ranghugmynd um aldurinn? Ég efast um að ástæðan sé að viðkomandi hafi ekki lesið bókina. Þvert á móti, ég gæti einmitt trúað því að ræturnar liggi einmitt þar, nánar tiltekið í örlitlu broti af íslensku þýðingunni. Við lesturinn hnaut ég nefnilega hvað eftir annað um tvö orð. „Skinnið mitt“ segir Hanna ítrekað við Michael. Skinnið mitt?!
Hin stórgóða erlenda deild á Borgarbókasafninu gerði mér kleift að fletta upp í frumtextanum og kanna hvaða orð væri notað þar. Í ljós kom að á þýsku segir Hanna „Jungchen“ sem merkir einfaldlega strákur, stráksi … eitthvað á þá leið. Stríðniskeimurinn er þurrkaður rækilega út með þýðingunni „skinnið mitt“ sem passar illa í munn þrjátíu og sex ára gamallar konu. Orðin hafa ömmulegan blæ, jafnvel langömmulegan og hæfa tæplega koddahjali.
Staðreyndir sem tilgreindar eru í framhjáhlaupi í texta verða ekki endilega minnisstæðar. Orðaval á borð við „skinnið mitt“ getur aftur á móti skapað tilfinningu sem verður mun lífseigari en staðreyndirnar. Það kæmi mér ekki á óvart að sú væri raunin í þessu tilfelli.
----------
* Eiginlega er hægt að mæla sérstaklega með því að sjá bíómyndina og lesa bókina svo aftur. Ég get tekið undir með Kristjáni B. Jónassyni um að kvikmyndin geri „bókina í raun betri en maður hélt að hún væri“ þar sem hún skerpi á undirtexta bókarinnar.
Bókabókhald Ernu – febrúar 2009
Keypt
Lesið
- Another One Bites the Dust – Jennifer Rankin
- Undead and Unwed – MaryJanice Davidson
- Cosi fan tutte – Michael Dibdin
- Storm Front – Jim Butcher
- Reaper Man – Terry Pratchett
- Undead and Unemployed – MaryJanice Davidson
- Undead and Unappreciated – MaryJanice Davidson
- Stitchionary 4 – Crochet – Vogue Knitting
- Luftslottet som sprängdes – Stieg Larsson
- A Reading Diary. A Year of Favourite Books – Alberto Manguel
Lesið
- Busy Woman Seeks Wife – Annie Sanders
- Fyrir frostið – Henning Mankell, Þórdís Gísladóttir þýddi
- Undead and Unwed – MaryJanice Davidson
- Liv og legeme – Elsebeth Egholm
- Ungir njósnarar – R.J. McGregor, Ólafur H. Einarsson þýddi
- The Brodsky Touch – Lana Citron
- Undead and Unemployed – MaryJanice Davidson
- Wise Follies – Grace Wynne-Jones
- Undead and Unappreciated – MaryJanice Davidson
- Gebrauchsanweisung für Leipzig – Bernd-Lutz Lange
- Kun ét liv – Sara Blædel
- Undead and Unappreciated – MaryJanice Davidson
- 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp – Hallgrímur Helgason
- Lesarinn – Bernhard Schlink, Arthúr Björgvin Bollason þýddi (fyrri hluti lesinn)
- Der Vorleser – Bernhard Schlink (síðari hluti lesinn)
Böllur Benedikts
Á leið til Kamerún og Angóla í vikunni tjáði Benedikt XVI sig um gagnsleysi smokka í baráttunni gegn AIDS. Páfinn heldur því fram, berjandi hausnum við steininn, að ekki sé hægt að berjast gegn eyðni með því að útbýta smokkum, þeir geri hreinlega ástandið verra. Afríka sunnan Sahara er það svæði í heiminum þar sem hlutfallslega flestir eru eyðnismitaðir. Páfinn hefur að sögn ákveðna lausn á málinu sem snýst um andlega vakningu og vináttu við hina sjúku og þjáðu. Kallinn telur duga að biðja fyrir þeim sem þegar eru smitaðir eða hafa misst sína nánustu og benda hinum á að lemja náttúruna með lurk og stunda skírlífi. Og þetta er auðvitað skoðun leiðandi manna í hinni einkennilegu stofnun kaþólsku kirkjunni sem páfinn er að básúna. Að sjálfsögðu er langt frá því að kaþólikkar almennt deili þessum skoðunum, í fyrra skrifuðu til dæmis sextíu hópar innan kaþólsku kirkjunnar opið bréf til páfans þar sem hvatt var til þess að Vatíkanið endurskoðaði hugmyndir sínar um getnaðarvarnir.
Í tilefni yfirlýsingar rauðklædda trúarleiðtogans hefur verið ákveðið að birta hér ljóðið um penis páfans. Það er eftir amerísku skáldkonuna Sharon Olds.
The Pope's Penis
It hangs deep in his robes, a delicate
clapper at the center of a bell.
It moves when he moves, a ghostly fish in a
halo of silver sweaweed, the hair
swaying in the dark and the heat -- and at night
while his eyes sleep, it stands up
in praise of God.
Í tilefni yfirlýsingar rauðklædda trúarleiðtogans hefur verið ákveðið að birta hér ljóðið um penis páfans. Það er eftir amerísku skáldkonuna Sharon Olds.
The Pope's Penis
It hangs deep in his robes, a delicate
clapper at the center of a bell.
It moves when he moves, a ghostly fish in a
halo of silver sweaweed, the hair
swaying in the dark and the heat -- and at night
while his eyes sleep, it stands up
in praise of God.
18. mars 2009
Ráðstefna í Gerðubergi
Laugardaginn 21. mars verður árleg bókmenntaráðstefna, þar sem sjónum er beint að lestri barna og unglinga, haldin í Gerðubergi í Breiðholtinu. Dagskrá hefst kl. 10:30 og stendur til 13:15.
Málflytjendur og efni:
Halla Kjartansdóttir: Að verða læs eða lens
Guðlaug Richter: Hvernig glæðum við áhuga barna á lestri?
Ingibjörg Baldursdóttir: Lestrarkveikjur
Brynhildur Þórarinsdóttir: Lestrarhestamót(un)
– Gæðingaskeið, slaktaumatölt og fleiri lestraríþróttir
Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á vef Gerðubergs.
Málflytjendur og efni:
Halla Kjartansdóttir: Að verða læs eða lens
Guðlaug Richter: Hvernig glæðum við áhuga barna á lestri?
Ingibjörg Baldursdóttir: Lestrarkveikjur
Brynhildur Þórarinsdóttir: Lestrarhestamót(un)
– Gæðingaskeið, slaktaumatölt og fleiri lestraríþróttir
Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á vef Gerðubergs.
Er eitthvað að marka svokallaða lesendur?
Nýlega var Bókamarkaður félags íslenskra bókaútgefenda haldinn og salan var víst alveg gríðarleg. Bækur seljast þrátt fyrir að gullkortin sé mörg búið að klippa í sundur og sjóðir flestra séu óttalega lítilfjörlegir. Í dönskum fjölmiðlum segir að Danir kaupi sífellt fleiri bækur, en að þeir lesi jafnframt minna en áður, og það sama segja Svíar; bækurnar rjúka út en kannanir segja minna lesið en áður fyrr. Blaðamaður Information heldur því fram að aðeins ein af hverjum fjórum keyptum bókum sé lesin eða líklega enn færri.
En hvað er að marka kannanir á lestrarvenjum? Um daginn fjölluðu spjallarar margra landa, þar á meðal Íslands, um rannsókn þar sem fram kemur að fólk lýgur ótæpilega um eigin lestur og viðurkennir að hafa þóst lesið bækur sem það hefur alls ekki lesið. Er ekki einhver mótsögn í þessu öllu? Gæti ekki fólk sem segist hafa logið bara verið að ljúga enn eina ferðina?
Þeir sem stunda félagsvísindarannsóknir reka sig oft á að lítið er að marka hvað fólk segir um sjálft sig og eigin hegðun. Jafnvel þótt menn trúi því sem þeir segja um sjálfa sig kemur oft í ljós þegar málið er kannað að eitthvað allt annað er í gangi. Þetta hefur til dæmis komið fram í ýmsum könnunum á málfari, fólk sem segist aldrei blóta hefur kannski verið staðið að því að láta út úr sér satanískan hroða og verður jafnvel steinhissa þegar upptaka með bölvinu og ragninu er spiluð fyrir það.
En ef við ákveðum að sleppa gríninu og trúa og leggja út af nýlegum athugunum á bókakaupum og lestrarvenjum þá má sjálfsagt alveg taka undir með þeim lífsstílsspekúlöntum sem segja að bækur hafi í auknum mæli öðlast hlutverk sem snúast ekki bara um að lesa þær. Bækur eru listaverk og safngripir, með bókaeign og lestri vilja menn sýna innri mann og staðfesta eigin sjálfsmynd. Bók getur auðvitað bara verið eins og hvert annað húsgagn sem er lítið notað í bili en á kannski eftir að komast í uppáhald einhverntíma seinna.
En hvað er að marka kannanir á lestrarvenjum? Um daginn fjölluðu spjallarar margra landa, þar á meðal Íslands, um rannsókn þar sem fram kemur að fólk lýgur ótæpilega um eigin lestur og viðurkennir að hafa þóst lesið bækur sem það hefur alls ekki lesið. Er ekki einhver mótsögn í þessu öllu? Gæti ekki fólk sem segist hafa logið bara verið að ljúga enn eina ferðina?
Þeir sem stunda félagsvísindarannsóknir reka sig oft á að lítið er að marka hvað fólk segir um sjálft sig og eigin hegðun. Jafnvel þótt menn trúi því sem þeir segja um sjálfa sig kemur oft í ljós þegar málið er kannað að eitthvað allt annað er í gangi. Þetta hefur til dæmis komið fram í ýmsum könnunum á málfari, fólk sem segist aldrei blóta hefur kannski verið staðið að því að láta út úr sér satanískan hroða og verður jafnvel steinhissa þegar upptaka með bölvinu og ragninu er spiluð fyrir það.
En ef við ákveðum að sleppa gríninu og trúa og leggja út af nýlegum athugunum á bókakaupum og lestrarvenjum þá má sjálfsagt alveg taka undir með þeim lífsstílsspekúlöntum sem segja að bækur hafi í auknum mæli öðlast hlutverk sem snúast ekki bara um að lesa þær. Bækur eru listaverk og safngripir, með bókaeign og lestri vilja menn sýna innri mann og staðfesta eigin sjálfsmynd. Bók getur auðvitað bara verið eins og hvert annað húsgagn sem er lítið notað í bili en á kannski eftir að komast í uppáhald einhverntíma seinna.
16. mars 2009
Kæra Astrid Lindgren, því miður ...
Í síðustu viku birti danska Information dálítið skemmtilega grein eftir Rasmus Bo Sørensen undir yfirskriftinni „Því miður Dan Brown.“ Greinin fjallar um það sem kallað er martröð hvers forleggjara; að afþakka handrit sem síðan verður metsölubók hjá öðru forlagi. Árið 2002 afþakkaði Gyldendal The Da Vinci Code, sem þá var óútgefið verk óþekkts höfundar. Ungum ritstjóra í starfsþjálfun fannst bókin drasl sem ekki væri samboðið forlaginu að gefa út. Margir eru sjálfsagt sammála honum en síðan bókin kom út árið 2003 hefur hún engu að síður selst í yfir 60 milljónum eintaka, þar af 600 þúsund í Danmörku, en bókin er gefin út hjá forlagi sem Information kallar „lilleputforlaget Hr. Ferdinand.“ Þegar Mikael Kristiansen, sem stóð fyrir því að afþakka bókina, eða einhver annar segir þessa sögu hlær fólk gjarna óskaplega yfir hvað hann hafi nú verið mikill bjáni. En í greininni í Information er bent á að málið sé nú ekki sérlega einfalt, markaðurinn sé sumpart óútreiknanlegur og auk þess seljist bók betur eftir því sem fleiri eintök seljist, það er að segja það sem er mikið tekið er tekið meira. Það er vitað að fólk sem að jafnaði les lítið eða ekkert hefur jafnvel tekið upp á því að kaupa og lesa Da Vinci lykilinn, Harry Potter eða Twilight-seríuna sem nú flæðir úr prentvélum um víða veröld.
Í greininni eru nokkrir metsöluhöfundar og metsölubækur nefndar sem útgefendur afþökkuðu. Þannig munu 38 forlög hafa afþakkað Gone With the Wind og 16 forlög neituðu að gefa Dagbók Önnu Frank út. Harry Potter hafði verið margsinnis afþökkuð áður en forleggjari beit á agnið og sömuleiðis Lolita Nabokovs og Frú Bovary Flauberts. Stephen King fékk víst líka í upphafi ferilsins handritin sín í hausinn aftur og aftur því verkin þóttu ekki söluvænleg. Árið 1944 fékk Bonnier-forlagið sent handrit að bók um sögupersónuna sem heitir á íslensku Lína langsokkur. Handritinu var hafnað og Rabén og Sjögren sem þá var nýstofnað forlag gaf bókina út. Samtímis var höfundurinn, Astrid Lindgren, ráðin ritstjóri barnabóka hjá forlaginu þar sem hún starfaði í áratugi og forlagið gaf út allar bækur hennar sem selst hafa í skrilljónþúsundmilljónum eintaka á sextíu tungumálum.
Í greininni eru nokkrir metsöluhöfundar og metsölubækur nefndar sem útgefendur afþökkuðu. Þannig munu 38 forlög hafa afþakkað Gone With the Wind og 16 forlög neituðu að gefa Dagbók Önnu Frank út. Harry Potter hafði verið margsinnis afþökkuð áður en forleggjari beit á agnið og sömuleiðis Lolita Nabokovs og Frú Bovary Flauberts. Stephen King fékk víst líka í upphafi ferilsins handritin sín í hausinn aftur og aftur því verkin þóttu ekki söluvænleg. Árið 1944 fékk Bonnier-forlagið sent handrit að bók um sögupersónuna sem heitir á íslensku Lína langsokkur. Handritinu var hafnað og Rabén og Sjögren sem þá var nýstofnað forlag gaf bókina út. Samtímis var höfundurinn, Astrid Lindgren, ráðin ritstjóri barnabóka hjá forlaginu þar sem hún starfaði í áratugi og forlagið gaf út allar bækur hennar sem selst hafa í skrilljónþúsundmilljónum eintaka á sextíu tungumálum.
Skotin/n í skáldsagnapersónu?
Um daginn las ég einhversstaðar innlegg frá íslenskum blaðamanni þar sem hann játaði ást sína á Lisbeth Salander. Sænsku bókahórurnar (það er krækja á þær á hægri vængnum) fjölluðu líka um daginn um ástir lifandi fólks á skáldsagnapersónum. Þær hafa að eigin sögn m.a. verið ástfangnar af Jonna í bókum Enidar Blyton, Tuma Sawyer og Gilberti í Önnu í Grænuhlíð. Lesendur hafa skrifað fjölmargar athugasemdir við færsluna (aðallega konur sýnist mér) og hafa að sögn elskað í leyni allskonar sögupersónur allt frá Herra Rochester, langa Jóni Silver og Sherlock Holmes til Síríusar Black og Jónatans Ljónshjarta. Þetta eru auðvitað áhugaverðar vangaveltur og því spyr ég: Hefur þú verið ástfangin/n af skáldsagnapersónu eða persónum og þá hvaða? Svör óskast í athugasemdakerfið - undir nafni eða ekki.
13. mars 2009
Flestar druslubókadömurnar virðast vera horfnar af yfirborði jarðar þótt þær séu í raun allar hérna megin grafar. Frést hefur af einni í öndergrándlistamannakreðslum nágrannastórborgar, önnur er víst gengin í hryðjuverkasamtök í annarri alræmdri borg, einhver er líklega að vasast í pólitík eða jafnvel að reyna að verða ólétt og ein fraukan gæti hugsanlega verið komin á togara eða lent í slæmum félagsskap með tilheyrandi óreglu og ólifnaði. En til að svara kalli um nýtt efni hefur Neyðarstjórn Druslubóka og doðranta grafið upp ævaforna grein úr Fréttablaðinu, eitthvað er vonandi sígilt í þessum pistli þótt breytingar hafi víða orðið. Það skal samt tekið fram að von er á ýmsu áhugaverðara efni - eða svo er allavega sagt.
5. mars 2009
Street of No Return
FEBRÚAR
Keypt:
Italian Favorites
Tapas, antipasto, mezze
Pasta
Street of No Return – David Goodis
Cranford – Elizabeth Gaskell
I, The Jury – Mickey Spillane
In a Lonely Place – Dorothy B. Hughes
When Will There Be Good News – Kate Atkinson
My Lovers Lover – Maggie O´Farrell
Detective Agency – Priscilla L. Walton og Manina Jones
The Girl with the Dragon Tattoo – Stieg Larsson
Lesið:
Serenade - James M. Cain
The American Roman Noir – William Marling
Vetrarsól – Auður Jónsdóttir
After You´d gone – Maggie O´Farrell
Afleggjarinn – Auður Ólafsdóttir
Drengurinn í Röndóttu náttfötunum – John Boyne
Við borgum ekki, við borgum ekki (leikrit) – Dario Fo
Leyndarmálið hans pabba – Þórarinn Leifsson
Street of No Return – David Goodis
Laura – Vera Caspary
Vetrarsól – Auður Jónsdóttir
After You´d gone – Maggie O´Farrell
Afleggjarinn – Auður Ólafsdóttir
Drengurinn í Röndóttu náttfötunum – John Boyne
Við borgum ekki, við borgum ekki (leikrit) – Dario Fo
Leyndarmálið hans pabba – Þórarinn Leifsson
Street of No Return – David Goodis
Laura – Vera Caspary
Þá var gluggað í mýmargar matreiðslubækur enda hefur Druslubókadama nýverið hafið farsælan (vonandi) feril í eldhúsinu.
Þessar bækur gefa nú ekki endilega rétta mynd af týpískum lestri eða kaupum heldur helgast m.a. af námi og útsölum...
Street of No Return
Street of No Return eftir David Goodis frá árinu 1954 sver sig í ætt við aðra harðsoðna reyfara tímabilsins. Áfengi og ofbeldi flæða yfir allt, konur eru hættulegri en byssur og vonin er víðsfjarri. Í Street of No Return má segja að eymdin og vonleysið keyri út yfir allan þjófabálk – aðalsöguhetjan er ekki hið kunnuglega drykkfellda hörkutól heldur hreinn og beinn róni sem situr í ræsinu og horfir tómum augum á flöskuna. Ólíkt flestum andhetjum reyfarans er hann ekki bara haldinn snert af sjálfseyðingarhvöt og lífsleiða heldur hefur hann gefið sig þessum kenndum fullkomlega á vald. Í upphafi skáldsögunnar er hinn lágvaxni, hvíthærði Whitey aura- og áfengislaus á götunni meðan kuldinn nístir merg og bein. Eftir það liggur leiðin svo bara niður á við. Það þýðir þó alls ekki að skáldsagan sé einn táradalur – þvert á móti er hún spennandi og lúmskt fyndin – eða kaldhæðnisleg ætti ég kannski frekar að segja. Undirheimar borgarinnar loga af kynþáttaóeirðum og klíkustríðum og í hömlulausu ofbeldinu þeytist ógæfumaðurinn okkar úr öskunni í eldinn og svo mikið gengur á að hann nær varla að hella í sig neinu áfengi að heitið geti.
Eins og títt er um harðsoðnu glæpasögurnar hafa fjölmargar kvikmyndir verið gerðar eftir sögum Goodis, þar á meðal Shoot the Piano Player (í leikstjórn François Truffaut) en nafn hans hefur þó fallið dálítið í gleymsku á meðan aðrir reyfarahöfundar á borð við Raymond Chandler og Dashiell Hammett eru mun þekktari. En Goodis er svo sannarlega fengur fyrir unnendur reyfarans og litli ógæfumaðurinn í Street of No Return situr eftir í þankanum löngu eftir að lestri er lokið.
Þessar bækur gefa nú ekki endilega rétta mynd af týpískum lestri eða kaupum heldur helgast m.a. af námi og útsölum...
Street of No Return
Street of No Return eftir David Goodis frá árinu 1954 sver sig í ætt við aðra harðsoðna reyfara tímabilsins. Áfengi og ofbeldi flæða yfir allt, konur eru hættulegri en byssur og vonin er víðsfjarri. Í Street of No Return má segja að eymdin og vonleysið keyri út yfir allan þjófabálk – aðalsöguhetjan er ekki hið kunnuglega drykkfellda hörkutól heldur hreinn og beinn róni sem situr í ræsinu og horfir tómum augum á flöskuna. Ólíkt flestum andhetjum reyfarans er hann ekki bara haldinn snert af sjálfseyðingarhvöt og lífsleiða heldur hefur hann gefið sig þessum kenndum fullkomlega á vald. Í upphafi skáldsögunnar er hinn lágvaxni, hvíthærði Whitey aura- og áfengislaus á götunni meðan kuldinn nístir merg og bein. Eftir það liggur leiðin svo bara niður á við. Það þýðir þó alls ekki að skáldsagan sé einn táradalur – þvert á móti er hún spennandi og lúmskt fyndin – eða kaldhæðnisleg ætti ég kannski frekar að segja. Undirheimar borgarinnar loga af kynþáttaóeirðum og klíkustríðum og í hömlulausu ofbeldinu þeytist ógæfumaðurinn okkar úr öskunni í eldinn og svo mikið gengur á að hann nær varla að hella í sig neinu áfengi að heitið geti.
Eins og títt er um harðsoðnu glæpasögurnar hafa fjölmargar kvikmyndir verið gerðar eftir sögum Goodis, þar á meðal Shoot the Piano Player (í leikstjórn François Truffaut) en nafn hans hefur þó fallið dálítið í gleymsku á meðan aðrir reyfarahöfundar á borð við Raymond Chandler og Dashiell Hammett eru mun þekktari. En Goodis er svo sannarlega fengur fyrir unnendur reyfarans og litli ógæfumaðurinn í Street of No Return situr eftir í þankanum löngu eftir að lestri er lokið.
4. mars 2009
Menningarverðlaun veitt í dag
Síðdegis í dag verða Menningarverðlaun DV veitt í þrítugasta sinn. Verðlaunin eru veitt í átta flokkum og einnig ein heiðursverðlaun.
Í flokki fagurbókmennta eru eftirfarandi verk tilnefnd:
Sjáðu fegurð þína eftir Kristínu Ómarsdóttur. Útg. Uppheimar.
Afbragðsgóð ljóðabók sem rænir lesendum og neyðir þá til að skoða fegurðina með nýjum augum og flysja allar klisjur utan af hefðbundnum hugmyndum um hana. Um leið þurfum við að skoða okkur gagnrýnum augum í mörgum þeirra spéspegla sem Kristín heldur uppi fyrir lesendur sína, - spegla sem sýna þeim fegurð þeirra sjálfra í nýju ljósi hverju sinni.
Konur eftir Steinar Braga. Útg. Nýhil.
Óhugnanleg hrollvekja um mannfyrirlitningu og misbeitingu valds gegn konum eða hverjum þeim sem er í þeirri aðstöðu að vera undir hæl þeirra sem hafa takmarkalaust vald yfir öðrum í krafti fjármagns og þekkingar; samtímasaga sem ýtir við lesendum og vekur þá til umhugsunar. Stíll og frásagnartækni njóta sín til fulls í óvenjulegri skáldsögu eftir einn af áhugaverðustu höfundum Íslendinga nú um stundir.
Árstíð í Helvíti eftir Arthur Rimbaud í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Útg. Moli.
Þessi litla bók sem samt er „allt í senn ævisaga, ferðasaga, hugmyndasaga, trúarrit, heimspekirit, ádeila, upphrópun, ákall og uppgjöf“ birtist hér í afbragðsþýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Formið nýtur sín vel bæði prósa og bundnu máli í þessu sérstæða verki sem þýðandinn setur í samhengi í athyglisverðum eftirmála um bókmenntaverk sem skipti sköpum í bókmenntasögu Evrópu.
Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Útg. Mál og menning.
Rán er margbrotin og fögur skáldsaga um sorg, missi og sannleikann sem sérhver manneskja þarf að horfast í augu við þegar líða fer á ævina. Álfrún fléttar af listfengi saman ólíkum tímaskeiðum og í töfrandi lýsingum verður Barcelonaborg lesendum jafnvel ívið nálægari en Ísland. Rán er einnig margþætt átakasaga þar sem pólitísk átök, listin og örlög persóna kallast á. Aðalsöguhetjan er mannleg og um margt mótsagnakennd; djúp og eftirminnileg persóna sem öðlast verðugan sess í hjörtum lesenda.
Apakóngur á Silkiveginum í þýðingu Hjörleifs Sveinbjörnssonar. Útg. JPV.
Hjörleifur Sveinbjörnsson hefur með þýðingu sinni á sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar gefið löndum sínum stóra gjöf, sem við höfum fram að þessu ekki haft aðgang að á íslensku. Sögurnar eru sumar sprenghlægilegar og í annan tíma hræðilega sorglegar, en stundum hvort tveggja í senn. Ekki spillir afbragðsþekking Hjörleifs á efninu, sem hann í inngangi og formálum miðlar af örlæti. Apakóngur á Silkiveginum er glæsileg bók að utan jafnt sem innan.
Í flokki fræða eru eftirfarandi verk tilnefnd:
Guðmundur Eggertsson fyrir bókina Leitin að uppruna lífs: líf á jörð, líf í alheimi. Útg. Bjartur.
Guðmundur fjallar um hugmyndir manna um eðli lífsins og uppruna þess allt frá steinöld og fram á okkar daga. Ítarlega er greint frá nýjustu kenningum um uppruna lífsins. Þrátt fyrir að hafa að geyma mikinn fróðleik er bókin einstaklega læsileg og aðgengileg öllum almenningi.
Guðrún Ása Grímsdóttir fyrir ritstjórn og útgáfu bókarinnar Ættartölusafnrit séra Þórðar í Hítardal I-II; útg. Stofnun Árna Magnússonar.
Þórður var uppi á 17. öld og rit hans var á sinn hátt brautryðjandaverk í ættfræði Íslendinga. Guðrún Ása hefur unnið þrekvirki með því að búa verkið til prentunar og skrifar sjálf margt í kringum það. Þetta er margra ára eljuverk unnið fjarri öllu dægurþrasi og varpar skýru ljósi á mikilvægan þátt í menningarsögu þjóðarinnar.
Halldór Björnsson fyrir Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar. Útg. Hið íslenska bókmenntafélag.
Í þessari bók eru rakin þau vísindi sem liggja að baki hinu mikilvæga efni sem bókin fjallar um. Því er sérstaklega lýst hvað telst vera öruggt í fræðum þessum og hvað er enn háð óvissu. Leitast er við að skýra hverjar afleiðingar loftslagsbreytinga gætu orðið og hvaða viðbrögð þarf til að sporna gegn þeim.
Kristmundur Bjarnason fyrir bókina Amtmaðurinn á einbúasetrinu. Útg. Forlagið.
Þetta er ævisaga Gríms Jónssonar sem var einn æðsti valdamaður landsins á ofanverðri 18. öld. Hann var mótsagnakenndur maður, dyggur konungsmaður og hafði fyrirlitningu á sjálfstæðistilburðum landa sinna en leitaðist við að efla öll framfaramál. Bókin er sérlega fróðleg og um leið afar glæsilega skrifuð.
Þorvaldur Gylfason fyrir skrif um hagfræði og efnahagsmál í blöðum, tímaritum og bókum á síðustu áratugum.
Fjölmargar greinar Þorvaldar í dagblöðum skulu hér sérstaklega nefndar en þar hefur honum auðnast að gera flókin viðfangsefni skiljanleg leikmönnum. Þá er nú ljóst að ef stjórnvöld hefðu farið að ráðum Þorvaldar undanfarin ár hefði það getað breytt miklu í því efnahagshruni sem Ísland þarf nú að þola.
Í flokki fagurbókmennta eru eftirfarandi verk tilnefnd:
Sjáðu fegurð þína eftir Kristínu Ómarsdóttur. Útg. Uppheimar.
Afbragðsgóð ljóðabók sem rænir lesendum og neyðir þá til að skoða fegurðina með nýjum augum og flysja allar klisjur utan af hefðbundnum hugmyndum um hana. Um leið þurfum við að skoða okkur gagnrýnum augum í mörgum þeirra spéspegla sem Kristín heldur uppi fyrir lesendur sína, - spegla sem sýna þeim fegurð þeirra sjálfra í nýju ljósi hverju sinni.
Konur eftir Steinar Braga. Útg. Nýhil.
Óhugnanleg hrollvekja um mannfyrirlitningu og misbeitingu valds gegn konum eða hverjum þeim sem er í þeirri aðstöðu að vera undir hæl þeirra sem hafa takmarkalaust vald yfir öðrum í krafti fjármagns og þekkingar; samtímasaga sem ýtir við lesendum og vekur þá til umhugsunar. Stíll og frásagnartækni njóta sín til fulls í óvenjulegri skáldsögu eftir einn af áhugaverðustu höfundum Íslendinga nú um stundir.
Árstíð í Helvíti eftir Arthur Rimbaud í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Útg. Moli.
Þessi litla bók sem samt er „allt í senn ævisaga, ferðasaga, hugmyndasaga, trúarrit, heimspekirit, ádeila, upphrópun, ákall og uppgjöf“ birtist hér í afbragðsþýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Formið nýtur sín vel bæði prósa og bundnu máli í þessu sérstæða verki sem þýðandinn setur í samhengi í athyglisverðum eftirmála um bókmenntaverk sem skipti sköpum í bókmenntasögu Evrópu.
Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Útg. Mál og menning.
Rán er margbrotin og fögur skáldsaga um sorg, missi og sannleikann sem sérhver manneskja þarf að horfast í augu við þegar líða fer á ævina. Álfrún fléttar af listfengi saman ólíkum tímaskeiðum og í töfrandi lýsingum verður Barcelonaborg lesendum jafnvel ívið nálægari en Ísland. Rán er einnig margþætt átakasaga þar sem pólitísk átök, listin og örlög persóna kallast á. Aðalsöguhetjan er mannleg og um margt mótsagnakennd; djúp og eftirminnileg persóna sem öðlast verðugan sess í hjörtum lesenda.
Apakóngur á Silkiveginum í þýðingu Hjörleifs Sveinbjörnssonar. Útg. JPV.
Hjörleifur Sveinbjörnsson hefur með þýðingu sinni á sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar gefið löndum sínum stóra gjöf, sem við höfum fram að þessu ekki haft aðgang að á íslensku. Sögurnar eru sumar sprenghlægilegar og í annan tíma hræðilega sorglegar, en stundum hvort tveggja í senn. Ekki spillir afbragðsþekking Hjörleifs á efninu, sem hann í inngangi og formálum miðlar af örlæti. Apakóngur á Silkiveginum er glæsileg bók að utan jafnt sem innan.
Í flokki fræða eru eftirfarandi verk tilnefnd:
Guðmundur Eggertsson fyrir bókina Leitin að uppruna lífs: líf á jörð, líf í alheimi. Útg. Bjartur.
Guðmundur fjallar um hugmyndir manna um eðli lífsins og uppruna þess allt frá steinöld og fram á okkar daga. Ítarlega er greint frá nýjustu kenningum um uppruna lífsins. Þrátt fyrir að hafa að geyma mikinn fróðleik er bókin einstaklega læsileg og aðgengileg öllum almenningi.
Guðrún Ása Grímsdóttir fyrir ritstjórn og útgáfu bókarinnar Ættartölusafnrit séra Þórðar í Hítardal I-II; útg. Stofnun Árna Magnússonar.
Þórður var uppi á 17. öld og rit hans var á sinn hátt brautryðjandaverk í ættfræði Íslendinga. Guðrún Ása hefur unnið þrekvirki með því að búa verkið til prentunar og skrifar sjálf margt í kringum það. Þetta er margra ára eljuverk unnið fjarri öllu dægurþrasi og varpar skýru ljósi á mikilvægan þátt í menningarsögu þjóðarinnar.
Halldór Björnsson fyrir Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar. Útg. Hið íslenska bókmenntafélag.
Í þessari bók eru rakin þau vísindi sem liggja að baki hinu mikilvæga efni sem bókin fjallar um. Því er sérstaklega lýst hvað telst vera öruggt í fræðum þessum og hvað er enn háð óvissu. Leitast er við að skýra hverjar afleiðingar loftslagsbreytinga gætu orðið og hvaða viðbrögð þarf til að sporna gegn þeim.
Kristmundur Bjarnason fyrir bókina Amtmaðurinn á einbúasetrinu. Útg. Forlagið.
Þetta er ævisaga Gríms Jónssonar sem var einn æðsti valdamaður landsins á ofanverðri 18. öld. Hann var mótsagnakenndur maður, dyggur konungsmaður og hafði fyrirlitningu á sjálfstæðistilburðum landa sinna en leitaðist við að efla öll framfaramál. Bókin er sérlega fróðleg og um leið afar glæsilega skrifuð.
Þorvaldur Gylfason fyrir skrif um hagfræði og efnahagsmál í blöðum, tímaritum og bókum á síðustu áratugum.
Fjölmargar greinar Þorvaldar í dagblöðum skulu hér sérstaklega nefndar en þar hefur honum auðnast að gera flókin viðfangsefni skiljanleg leikmönnum. Þá er nú ljóst að ef stjórnvöld hefðu farið að ráðum Þorvaldar undanfarin ár hefði það getað breytt miklu í því efnahagshruni sem Ísland þarf nú að þola.
1. mars 2009
Man in the Dark - Paul Auster
Bækur keyptar febrúar 2009:
Morgengaven – Dea Trier Mørch
Vores egen Irene – Martha Christensen
As You Like It – William Shakespeare
Anthony and Cleopatra – William Shakespeare
Henry V – William Shakespeare
Post-Birthday World – Lionel Shriver
The Audacity of Hope – Barack Obama
Bækur lesnar febrúar 2009:
Post-Birthday World – Lionel Shriver
Vores egen Irene – Martha Christensen
Romeo and Juliet – William Shakespeare
The Art of Shakespeare’s Sonnets – Helen Vendler
Indignation – Philip Roth
Dimmar rósir – Ólafur Gunnarsson
Vetrarsól – Auður Jónsdóttir
Vargurinn – Jón Hallur Stefánsson
Man in the Dark - Paul Auster
Morgengaven – Dea Trier Mørch
Vores egen Irene – Martha Christensen
As You Like It – William Shakespeare
Anthony and Cleopatra – William Shakespeare
Henry V – William Shakespeare
Post-Birthday World – Lionel Shriver
The Audacity of Hope – Barack Obama
Bækur lesnar febrúar 2009:
Post-Birthday World – Lionel Shriver
Vores egen Irene – Martha Christensen
Romeo and Juliet – William Shakespeare
The Art of Shakespeare’s Sonnets – Helen Vendler
Indignation – Philip Roth
Dimmar rósir – Ólafur Gunnarsson
Vetrarsól – Auður Jónsdóttir
Vargurinn – Jón Hallur Stefánsson
Man in the Dark - Paul Auster
Í nýjustu bók sinni, Man in the Dark (2008), segir Paul Auster okkur sögu andvaka manns. August Brill er fyrrum bókagagnrýnandi sem er að jafna sig eftir harkalegt bílslys og býr tímabundið hjá dóttur sinni og dótturdóttur, Miriam og Katyu. Áföllin hafa dunið yfir fjölskylduna á síðustu árum, auk bílslyssins hefur August Brill misst konu sína, tengdasonurinn yfirgaf Miriam og kærasti Katyu var myrtur. Það er kannski vandmeðfarið að skrifa sögu svona ólukkulegrar fjölskyldu en Paul Auster forðast að vanda alla melódramatík og satt að segja dregur hann í lengstu lög að segja sögu Brill fjölskyldunnar. Þrátt fyrir að lesandanum sé strax í upphafi bókarinnar gert ljóst hver forsaga þeirra er fjalla 2/3 hlutar Man in the Dark eiginlega alls ekki um þessar „aðal“persónur.
Eina andvökunótt upphugsar August Brill persónuna Owen Brick. Á milli þess sem Brill rifjar upp fjölskylduharmleikinn segir hann sjálfum sér sögur af þessum Brick. Lesandinn fylgir töframanninum (í alvöru!) Brick í hliðstæðri veröld þar sem 11. september er bara venjuleg dagsetning og Bandaríkin réðust aldrei inn í Írak. Þetta er þó engin rósrauð veröld, í Bandaríkjunum ríkir blóðug borgarastyrjöld sem hófst með óeirðum eftir kosningarnar árið 2000. Bláu ríkin berjast við þau rauðu og á þeim átta árum sem hafa liðið þegar Brick kemur til sögunnar, hafa 13 milljónir tapað lífinu í þessari styrjöld. Hlutverk Bricks í þessari hliðstæðu veröld er að myrða ákveðinn mann. Einhverskonar alsjáandi yfirmenn í uppdiktuðu veröldinni fela Brick það verkefni að finna manninn sem skapaði þessa blóðugu veröld, hinn andvaka August Brill. Svo virðist sem Brill sjálfur sé, með uppdiktuðum sögum sínum, að velta fyrir sér hvort hann eigi að lifa eða deyja.
Man in the Dark er jafn marglaga og dönsk lagkaka. Ég tapaði þræðinum oftar en einu sinni, fletti fram og til baka og gerði þrjár atrennur að bókinni. Eitt af því sem stuðaði mig við lesturinn var að mér fannst eins og ég væri að lesa samansull ýmsa höfunda. Sterk stíleinkenni sem gætu verið úr smiðju Roth, Vonnegut, Murakami og jafnvel Kafka (sem mér leiðist mjög) koma fyrir í þessari stuttu bók. Sagan af hliðstæðu veröldinni fer á mjög heimspekilegt flug og það kemur fyrir að lesandinn þreytist á hugmyndafræðinni. Eitthvað small þó að lokum og ég er eiginlega yfir mig hrifin af þessari bók Austers. Hann hnýtir saman alla þræði Brill fjölskyldunnar, plottið er hressilega sjokkerandi og svei mér þá ef ég var ekki orðin svolítið viðkvæm í sálinni í bókarlok.
Ps. Fyrir þá sem vilja sjá hinn ægifagra Paul Auster lesa uppúr bókinni í þá bendi ég á hina frábæru uppfinningu authors@google en Auster má finna á linknum: http://www.youtube.com/watch?v=SUhGvAY9fM4&feature=PlayList&p=431C5D461E3969BD&playnext=1&index=29
Ps. Fyrir þá sem vilja sjá hinn ægifagra Paul Auster lesa uppúr bókinni í þá bendi ég á hina frábæru uppfinningu authors@google en Auster má finna á linknum: http://www.youtube.com/watch?v=SUhGvAY9fM4&feature=PlayList&p=431C5D461E3969BD&playnext=1&index=29