Í upphafi bókarinnar Drömfakulteten eða Draumadeildin eftir Söru Stridsberg, frá 2006*, liggur aðalpersónan deyjandi úr lungnabólgu á subbulegu hóteli í melluhverfi í San Fransisco og þar finnur starfsfólk hótelsins hana síðar látna. Þessi aðalpersóna er herskái femínistinn Valerie Solanas sem fæddist 1936 og dó 1988. Solanas var lesbísk listakona sem bjó lengst af í New York og sá aðallega fyrir sér með því að selja líkama sinn. Hún er frægust fyrir að hafa skotið á listamanninn Andy Warhol í New York árið 1968 en hann særðist illa og lifði atburðinn naumlega af. Fræg ljósmynd sýnir Andy Warhol ári eftir skotárásina, hann hefur dregið skyrtuna sína upp og örin eftir skotsárin sjást vel. Um þetta var síðar gerð bíómyndin I shot Andy Warhol, þar sem Lily Taylor lék Valerie.
Ári fyrir skotárásina skrifaði Valerie Solanas SCUM-yfirlýsinguna, en hana þýddi Sara Stridsberg á sænsku og fékk þá hugmyndina að skáldverkinu. SCUM er skammstöfun fyrir Society for Cutting Up Men. Yfirlýsinguna hef ég ekki lesið en hún er að því er ég best veit sorglegur og klikkaður reiðilestur þar sem Valerie Solanas útmálar karlkynið sem fullkomlega óþarfa tegund á lægra þróunarstigi en kvenkynið og lætur sig dreyma um veröld fulla af konum. Sara Stridsberg segir þennan texta bæði vera sanngjarnasta og ósanngjarnasta femínistatexta sem skrifaður hefur verið, einskonar pólitíska satíru sem er róttækt uppgjör við karlasamfélagið. Ýmsir aðrir hafa hins vegar túlkað SCUM-yfirlýsinguna sem blóði drifna orðræðu geðveikrar og öfgafullrar manneskju.
Valerie Solanas í bók Söru Stridsbergs (og sjálfsagt hefur það líka átt við um hina raunverulegu Valerie) er merkileg kona sem alltaf er á mörkum þess að tortíma sjálfri sér og gerir það síðan að lokum. Bókin hefst sem fyrr segir á dauða Valerie en síðan er flakkað fram og aftur um líf hennar. Þarna er fullt af klámi og grófu ofbeldi og kafað er í sálardjúp konu sem auðvelt er að skilgreina sem geðveika. Þótt Valerie hafi verið til, er alls ekki hægt að flokka verkið sem ævisögu. Fremur er um að ræða fantasíu höfundarins um líf Valerie Solanas sem elst upp í Georgíu hjá hlýrri en ábyrgðarlausri móður sem hefur Marilyn Monroe sem fyrirmynd. Í barnæsku er hún misnotuð kynferðislega, á unglingsárum flækist hún um og selur sig, hún fær styrk til háskólanáms og kemst á sjöunda áratugnum inn í listamannakreðsa í Verksmiðju Andy Warhol. Sem fullorðin starfar hún á kynlífsmarkaðinum í New York og hún deyr fyrir aldur fram, alein á hóteli í San Fransisco. Við skrif bókarinnar heimsótti Sara Stridsberg vændishótel í Bandaríkjunum og hún hefur einnig starfað í kvennaathvarfi í Stokkhólmi og sækir í þá reynslu þegar hún skrifar hvassa sögu, raunsæja, draumkennda og sorglega, sem líkt og margar góðar skáldsögur vekur til umhugsunar, kveikir óvænt ljós og kastar skuggum í ýmsar áttir.
Form og bygging bókarinnar er nokkuð sérstakt. Sumir kaflar eru eintóna og ljóðrænir aðrir leiftrandi og hressilegir. Þarna skiptast á samtöl aðalsöguhetjunnar við geðlækni, móður sína, ástkonu og fleiri persónur og einnig við höfundinn eða frásagnarröddina, sem stundum ávarpar aðalsöguhetjuna. Gagnrýnandi Dagens Nyheter sagði Söru Stridsberg bæði takast að sýna kalda skarpskyggni og skrifa texta sem minnir á brennandi ástarbréf. Oft er sögusviðið geðveikrahælið þar sem Valerie Solanas er vistuð gegn vilja sínum eftir morðtilraunina, einnig er réttarhöldunum yfir henni lýst, en þess á milli er flakkað til baka til æsku hennar eða fram til síðustu stundanna á hótelherberginu. Lesandanum er auðvitað ljóst að höfundurinn er að skálda en margt er þó byggt á heimildum um líf Valerie.
Margir segja Söru Stridsberg hafa markað sér stað sem einn af áhugaverðustu nútímahöfundum Svía. Frásagnartækni og tungumál hennar eru ákaflega grípandi. Draumadeildin hefur sérstakan og óvenjulegan hljóm. Valerie Solanas bókarinnar er vissulega margslungin og mótsagnakennd persóna og sagan fjallar um sorg og niðurlægingu en þrátt fyrir tímaflakk og tíð stílskipti er textinn býsna liðugur og það leikur ferskur andblær á milli línanna.
* Bókin fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2007 en hefur því miður ekki verið þýdd á íslensku.
29. apríl 2009
19. apríl 2009
Pabbabækur
Á undanförnum misserum virðist hafa sprottið fram ný bókmenntagrein í Svíþjóð. Um er að ræða eins konar undirgrein sjálfsævisögunnar sem í sænskum fjölmiðlum gengur undir heitinu „pabbabækur“. Ekki er um að ræða skriflegar lýsingar ungra karlmanna á hversu stórkostlegt föðurhlutverkið sé, hve frábært að skipta um bleiur og sækja snemma á leikskólann (á slíkum skrifum er þó enginn hörgull á sænskum bloggsíðum) heldur einhvers konar uppgjör höfundanna við sína eigin feður. Þetta eru bækur um pabba sem eru í senn nálægir og fjarverandi, dálítið skrýtna pabba sem meina vel, elska börnin og eru elskaðir af þeim en standa þó ógnarlangt frá myndinni af hinum fullkomna og stabíla föður (einmitt þeirri sem birtist á áðurnefndum sænskum bloggsíðum). Pabbabækurnar virðast vera aðferð höfundanna við að sættast við æskuna, skilja feðurna og jafnvel syrgja þá því í flestum tilvikum eru umræddir pabbar látnir.
18. apríl 2009
Skemmtilegasta bókin?
Það er alltaf ákveðin frelsun fólgin í því að lesa bækur sem koma manni til að hlæja upphátt að eða flissa yfir. Án nokkurrar umhugsunar man ég eftir að hafa flissað yfir Dægradvöl, bókunum um Adrian Mole, Ofvitanum, Þetta er allt að koma, Sekúndu nær dauðanum - vá tíminn líður!, Hvunndagshetjunni, Skuggaboxi, Herra Hú og einhverjum hellingi annarra bóka, sem eru sumar engar brandarabækur og einhverjar jafnvel býsna sorglegar. Sumum finnst Arto Paasilinna og Roddy Doyle skrifa fyndnar bækur og sömuleiðis David Lodge, en ég man ekki eftir að hafa hlegið við lestur bóka þessara höfunda.
Hverjar eru skemmtilegustu bækurnar sem þið hafið lesið, hvaða bókmenntir koma skapinu í lag? Skrifið endilega titla og höfunda í athugasemdasýstemið.
Hverjar eru skemmtilegustu bækurnar sem þið hafið lesið, hvaða bókmenntir koma skapinu í lag? Skrifið endilega titla og höfunda í athugasemdasýstemið.
16. apríl 2009
Börn og menning á leiðinni
Dyggir lesendur Barna og menningar geta farið að hlakka til því fyrra hefti ársins 2009 mun senn renna úr prentvélinni.
Meðal efnis má nefna stórskemmtilega grein Lönu Kolbrúnar Eddudóttur um teiknimyndapersónuna Tinna og höfund hennar Hergé. Arndís Þórarinsdóttir skrifar athyglisverða grein um Ljósaskipta-bækur Stephenie Meyer, sem eru umdeildar en hafa slegið í gegn og sú fyrsta kom út á íslensku fyrir skömmu. Tvær snjallar dömur sem skrifa á þessa síðu, þær Þorgerður E. Sigurðardóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir eiga greinar í blaðinu; grein Þorgerðar fjallar vítt og breitt um bækur sem höfða jafnt til yngri sem eldri lesenda en grein Maríönnu fjallar um bókina Strákurinn í röndóttu náttfötunum, sem tilheyrir flokki svokallaðra helfararbókmennta. Svo er auðvitað allskonar annað skemmtilegt efni í blaðinu, t.d. umfjöllun um nýlegar barnabækur, leikhús fyrir börn og ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafninu.
Börn og menning, sem gefið er út af Íslandsdeild IBBY-samtakanna, kemur út vor og haust. Áskrift fyrir einstaklinga kostar 2800 krónur á ári og hægt er að gerast áskrifandi með því að senda póst á netfangið bornogmenning@gmail.com eða gera vart við sig í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan.
Meðal efnis má nefna stórskemmtilega grein Lönu Kolbrúnar Eddudóttur um teiknimyndapersónuna Tinna og höfund hennar Hergé. Arndís Þórarinsdóttir skrifar athyglisverða grein um Ljósaskipta-bækur Stephenie Meyer, sem eru umdeildar en hafa slegið í gegn og sú fyrsta kom út á íslensku fyrir skömmu. Tvær snjallar dömur sem skrifa á þessa síðu, þær Þorgerður E. Sigurðardóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir eiga greinar í blaðinu; grein Þorgerðar fjallar vítt og breitt um bækur sem höfða jafnt til yngri sem eldri lesenda en grein Maríönnu fjallar um bókina Strákurinn í röndóttu náttfötunum, sem tilheyrir flokki svokallaðra helfararbókmennta. Svo er auðvitað allskonar annað skemmtilegt efni í blaðinu, t.d. umfjöllun um nýlegar barnabækur, leikhús fyrir börn og ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafninu.
Börn og menning, sem gefið er út af Íslandsdeild IBBY-samtakanna, kemur út vor og haust. Áskrift fyrir einstaklinga kostar 2800 krónur á ári og hægt er að gerast áskrifandi með því að senda póst á netfangið bornogmenning@gmail.com eða gera vart við sig í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan.
Norskir höfundar í Norræna húsinu í kvöld
Í kvöld, 16. apríl, kl. 20:00 verður dagskrá í Norræna húsinu þar sem norsku rithöfundarnir Nikolaj Frobenius og Karin Fossum munu kynna nýjustu bækur sínar og spjalla við gesti. Norski sendikennarinn Tiril Myklebost fjallar einnig almennt um bókaútgáfu í Noregi árið 2008. Boðið verður upp á léttar veitingar í hléi.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og bókasafnið opið.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og bókasafnið opið.
14. apríl 2009
Sjáðu sæta naflann minn
Þeir sem fæddust á 7. og 8. áratug síðustu aldar og voru bókelskir á unglingsárunum lásu flestir eitthvað af svokölluðum unglingabókum. Þær voru gjarnan skrifaðar í anda hins félagslega raunsæis og höfðu örugglega umtalsverð áhrif á marga lesendur. Slíkar bækur eru víst næstum alveg horfnar af markaðinum, kannski að eilífu.
Um daginn var á þessari síðu fjallað um unglingabók sem kom út fyrir aldarfjórðungi en það var Fimmtán ára á föstu eftir Eðvarð Ingólfsson. Til samanburðar er ekki úr vegi að rifja upp aðra og betri unglingabók sem kom út fyrir þrjátíu árum í íslenskri þýðingu Margrétar Aðalsteinsdóttur og Vernharðs Linnet. Þetta er danska bókin með fallega titilinn Sjáðu sæta naflann minn. Öfugt við það sem okkur grunar að margir haldi, þá stendur sú bók alveg þokkalega fyrir sínu enn í dag. Kynferðislegu spennunni sem litar líf flestra unglinga er lýst með afar hlýlegum og sannfærandi hætti í bókinni eftir Hans Hansen, en eftir henni var síðan gerð bíómynd sem varð vinsæl hér á landi.
Unglingarnir í Sjáðu sæta naflann minn eru mun hispurslausari í tali en hin þroskuðu unglingsbörn Eðvarðs. Þau tala um að „sofa saman“ eða nota hreinlega sögnina „ríða“ á meðan frasinn „lifa saman“ er notaður í Fimmtán ára á föstu, sem þó kom út hálfum áratug á eftir hinni (segir virkilega einhver „lifa saman“?). Klás, aðalpersónan í Sjáðu sæta naflann minn, er venjulegur og óöruggur strákur sem er skotinn í Lenu. Lena er skemmtileg og ágæt fyrirmynd unglingsstelpna. Hún er gerandi sem hefur skoðanir og döngun til að framkvæma það sem hún hefur áhuga á, og er að auki nokkuð ábyrgur unglingur. Líkt og algengt er í unglingabókum koma ferðalög og svefnpokar gjarnan við sögu þegar fólk fer að feta sig áfram á kynlífssviðinu og það á jafnt við um Sjáðu sæta naflann minn og fyrrnefnda bók Eðvarðs. Krakkarnir í Sjáðu sæta naflann minn gera samt ekkert sem leitt getur til þungunar en þau Árni og Lísa í Fimmtán ára á föstu láta hins vegar allt vaða beinustu leið án getnaðarvarna. Það er auðvitað ekki útlistað beinum orðum, en allir lesendur skilja áreiðanlega hverju hneggjandi hrossagaukurinn í fjarska er að fagna og síðan kemur jú í ljós að Lísa er með barni. Framtíðaráform unglinga þessara tveggja bóka (sem teljast nú til dags vera börn því þau eru að ljúka grunnskólanámi) eru líka býsna ólík; Klás býður Lenu í bíó á meðan allar líkur eru á að Árni og Lísa fari að hokra í íbúðarholu með bleyjubarn.
Þorgerður og Þórdís
Um daginn var á þessari síðu fjallað um unglingabók sem kom út fyrir aldarfjórðungi en það var Fimmtán ára á föstu eftir Eðvarð Ingólfsson. Til samanburðar er ekki úr vegi að rifja upp aðra og betri unglingabók sem kom út fyrir þrjátíu árum í íslenskri þýðingu Margrétar Aðalsteinsdóttur og Vernharðs Linnet. Þetta er danska bókin með fallega titilinn Sjáðu sæta naflann minn. Öfugt við það sem okkur grunar að margir haldi, þá stendur sú bók alveg þokkalega fyrir sínu enn í dag. Kynferðislegu spennunni sem litar líf flestra unglinga er lýst með afar hlýlegum og sannfærandi hætti í bókinni eftir Hans Hansen, en eftir henni var síðan gerð bíómynd sem varð vinsæl hér á landi.
Unglingarnir í Sjáðu sæta naflann minn eru mun hispurslausari í tali en hin þroskuðu unglingsbörn Eðvarðs. Þau tala um að „sofa saman“ eða nota hreinlega sögnina „ríða“ á meðan frasinn „lifa saman“ er notaður í Fimmtán ára á föstu, sem þó kom út hálfum áratug á eftir hinni (segir virkilega einhver „lifa saman“?). Klás, aðalpersónan í Sjáðu sæta naflann minn, er venjulegur og óöruggur strákur sem er skotinn í Lenu. Lena er skemmtileg og ágæt fyrirmynd unglingsstelpna. Hún er gerandi sem hefur skoðanir og döngun til að framkvæma það sem hún hefur áhuga á, og er að auki nokkuð ábyrgur unglingur. Líkt og algengt er í unglingabókum koma ferðalög og svefnpokar gjarnan við sögu þegar fólk fer að feta sig áfram á kynlífssviðinu og það á jafnt við um Sjáðu sæta naflann minn og fyrrnefnda bók Eðvarðs. Krakkarnir í Sjáðu sæta naflann minn gera samt ekkert sem leitt getur til þungunar en þau Árni og Lísa í Fimmtán ára á föstu láta hins vegar allt vaða beinustu leið án getnaðarvarna. Það er auðvitað ekki útlistað beinum orðum, en allir lesendur skilja áreiðanlega hverju hneggjandi hrossagaukurinn í fjarska er að fagna og síðan kemur jú í ljós að Lísa er með barni. Framtíðaráform unglinga þessara tveggja bóka (sem teljast nú til dags vera börn því þau eru að ljúka grunnskólanámi) eru líka býsna ólík; Klás býður Lenu í bíó á meðan allar líkur eru á að Árni og Lísa fari að hokra í íbúðarholu með bleyjubarn.
Þorgerður og Þórdís
11. apríl 2009
Páskakrimmar og Undantekningin
Í nágrannalöndunum (þessum sem sumir segja að við eigum ekki að bera okkur saman við því við stöndum þeim miklu framar) lesa menn gjarnan það sem þeir kalla páskakrimma. Glæpasögur koma út fyrir páskana á Norðurlöndum og þeim er tekið fagnandi. Ég hef hins vegar ekki lesið neinn páskakrimma því ég er með sveitta putta að reyna að ljúka við að snúa nýjustu bók Hennings Mankells, Kínverjanum, afar spennandi pólitískum krimma og auk þess hef ég fengið að lesa óútkomið handrit frábærs íslensks höfundar, engu verður ljóstrað upp um það í bili.
En fyrir áhugasama sem ekki hafa valið sér páskakrimma langar mig að benda á bók sem kom út á íslensku árið 2006 og mér fannst lítið fara fyrir þrátt fyrir umtal og vinsældir víða. Ég skrifaði rýni um bókina fyrir Morgunblaðið og gróf þá umfjöllun upp rétt áðan og birti hana hér fyrir neðan aðeins breytta. Bókin sem um ræðir er Undantekningin og eftir Danann Christian Jungersen, en þessi doðrantur varð brjálæðislega vinsæll í Danmörku og hefur verið þýddur yfir á tugi tungumála og mig minnir endilega að komin sé bíómynd eftir bókinni.
Undantekningin er bæði spennandi glæpasaga og sálfræðileg samtímasaga. Aðalpersónur eru fjórar konur, vinkonurnar Iben og Malene, sem eru á fertugsaldri og Anne-Lise og Camilla sem eru nokkrum árum eldri. Þær vinna saman á Dönsku upplýsingastofunni um þjóðarmorð í Kaupmannahöfn. Þar eru stundaðar rannsóknir og veittar upplýsingar um þjóðarmorð og starfsfólkið skrifar greinar um glæpi þar sem illska mannanna er ígrunduð og hegðun fólks á tímum stríðsátaka krufin. Bókin fylgir til skiptis sjónarhorni kvennanna en inn á milli er fléttað ritsmíðum Ibenar og Malene um þjóðarmorð sem framin hafa verið um víða veröld.
Í upphafi bókar berast tveimur kvennanna, og síðar þeirri þriðju, nafnlaus morðhótunarbréf á ensku. Bréfin koma af stað atburðarás sem afhjúpar þessar konur, sem eru menntaðar og upplýstar og virka í byrjun góðhjartaðar með eindæmum. Í ljós kemur að þær eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Lesandinn sogast inn í sjúkt andrúmsloft skrifstofunnar, sem einkennist af valdabaráttu, hatri og svæsnu einelti. Manneskjur sem í orði sýna eindregna samlíðan með þjáðum og kúguðum, eru á borði gjörsamlega miskunnarlausar, einkennilega sjálfhverfar og koma fram af botnlausri illgirni. Tvær kvennanna rotta sig saman gegn þeirri þriðju og mannvonskan, sem þær lýsa úr öruggri fjarlægð þegar þær greina frá þjóðarmorðum, tekur sér bólfestu í þeim sjálfum án þess að þær hafi nokkurt innsæi í hvernig þær hegða sér. Konurnar réttlæta blákalt framkomu sína og telja sig skynsamar, víðsýnar og skilningsríkar. Þjóðarmorð er látið speglast í litlum heimi skrifstofunnar þar sem einn starfsmanna er frystur úti uns lífið verður viðkomandi óbærilegt.
Ég var mjög spennt yfir Undantekningunni. Með því að sjónarhornið færist á milli kvennanna fjögurra nálgast lesandinn atburði og persónur úr ýmsum áttum og þannig fæst ólík sýn á sömu atburði. Þetta gerir bókina langa og á köflum endurtekningasama en mér finnst það ekki vera stór ókostur. Á köflum eru tengingarnar kannski full ljósar og boðskap höfundar allt að því troðið klunnalega ofaní lesandann en kannski veitir ekki af! Komið er inn á stór mál; alþjóðavæðingu, mannréttindi og sýnilegt og ósýnilegt ofbeldi þar sem eigingirni og sjúklegur metnaður hleypur með fólk í alvarlegar gönur.
Undantekningin er sálfræðileg spennusaga þar sem valdabarátta er í brennidepli. Fólk leggur miskunnarlaust stein í götu félaga sinna til að koma sjálfu sér áfram. Þegar öllu er á botninn hvolft er góðmennska ekki helsta persónueinkenni þeirra sem í daglegu lífi gefa sig út fyrir að vera húmanistar og hugsjónafólk. Þegar komið var að því að draga alla þræði saman í lok þessarar löngu og miklu sögu fannst mér höfundur lenda í dálítilli flækju en úr henni greiðist þó bærilega. Eftir sat spurningin hvort einelti og þjóðarmorð séu af sömu rótum og hvort það sé hugsanlegt að við hefðum öll getað orðið böðlar í helför nasista. Mér virðist höfundur Undantekningarinnar halda því fram.
En fyrir áhugasama sem ekki hafa valið sér páskakrimma langar mig að benda á bók sem kom út á íslensku árið 2006 og mér fannst lítið fara fyrir þrátt fyrir umtal og vinsældir víða. Ég skrifaði rýni um bókina fyrir Morgunblaðið og gróf þá umfjöllun upp rétt áðan og birti hana hér fyrir neðan aðeins breytta. Bókin sem um ræðir er Undantekningin og eftir Danann Christian Jungersen, en þessi doðrantur varð brjálæðislega vinsæll í Danmörku og hefur verið þýddur yfir á tugi tungumála og mig minnir endilega að komin sé bíómynd eftir bókinni.
Undantekningin er bæði spennandi glæpasaga og sálfræðileg samtímasaga. Aðalpersónur eru fjórar konur, vinkonurnar Iben og Malene, sem eru á fertugsaldri og Anne-Lise og Camilla sem eru nokkrum árum eldri. Þær vinna saman á Dönsku upplýsingastofunni um þjóðarmorð í Kaupmannahöfn. Þar eru stundaðar rannsóknir og veittar upplýsingar um þjóðarmorð og starfsfólkið skrifar greinar um glæpi þar sem illska mannanna er ígrunduð og hegðun fólks á tímum stríðsátaka krufin. Bókin fylgir til skiptis sjónarhorni kvennanna en inn á milli er fléttað ritsmíðum Ibenar og Malene um þjóðarmorð sem framin hafa verið um víða veröld.
Í upphafi bókar berast tveimur kvennanna, og síðar þeirri þriðju, nafnlaus morðhótunarbréf á ensku. Bréfin koma af stað atburðarás sem afhjúpar þessar konur, sem eru menntaðar og upplýstar og virka í byrjun góðhjartaðar með eindæmum. Í ljós kemur að þær eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Lesandinn sogast inn í sjúkt andrúmsloft skrifstofunnar, sem einkennist af valdabaráttu, hatri og svæsnu einelti. Manneskjur sem í orði sýna eindregna samlíðan með þjáðum og kúguðum, eru á borði gjörsamlega miskunnarlausar, einkennilega sjálfhverfar og koma fram af botnlausri illgirni. Tvær kvennanna rotta sig saman gegn þeirri þriðju og mannvonskan, sem þær lýsa úr öruggri fjarlægð þegar þær greina frá þjóðarmorðum, tekur sér bólfestu í þeim sjálfum án þess að þær hafi nokkurt innsæi í hvernig þær hegða sér. Konurnar réttlæta blákalt framkomu sína og telja sig skynsamar, víðsýnar og skilningsríkar. Þjóðarmorð er látið speglast í litlum heimi skrifstofunnar þar sem einn starfsmanna er frystur úti uns lífið verður viðkomandi óbærilegt.
Ég var mjög spennt yfir Undantekningunni. Með því að sjónarhornið færist á milli kvennanna fjögurra nálgast lesandinn atburði og persónur úr ýmsum áttum og þannig fæst ólík sýn á sömu atburði. Þetta gerir bókina langa og á köflum endurtekningasama en mér finnst það ekki vera stór ókostur. Á köflum eru tengingarnar kannski full ljósar og boðskap höfundar allt að því troðið klunnalega ofaní lesandann en kannski veitir ekki af! Komið er inn á stór mál; alþjóðavæðingu, mannréttindi og sýnilegt og ósýnilegt ofbeldi þar sem eigingirni og sjúklegur metnaður hleypur með fólk í alvarlegar gönur.
Undantekningin er sálfræðileg spennusaga þar sem valdabarátta er í brennidepli. Fólk leggur miskunnarlaust stein í götu félaga sinna til að koma sjálfu sér áfram. Þegar öllu er á botninn hvolft er góðmennska ekki helsta persónueinkenni þeirra sem í daglegu lífi gefa sig út fyrir að vera húmanistar og hugsjónafólk. Þegar komið var að því að draga alla þræði saman í lok þessarar löngu og miklu sögu fannst mér höfundur lenda í dálítilli flækju en úr henni greiðist þó bærilega. Eftir sat spurningin hvort einelti og þjóðarmorð séu af sömu rótum og hvort það sé hugsanlegt að við hefðum öll getað orðið böðlar í helför nasista. Mér virðist höfundur Undantekningarinnar halda því fram.
6. apríl 2009
og sigurvegarinn er ...
Um daginn hafði maður á orði að alltaf væri verið að tilnefna og verðlauna rithöfunda og þýðendur fyrir störf sín. Í orðum hans gætti nokkurs biturleika, hann er sjálfur í erfiðu og illa launuðu starfi en mun sennilega aldrei hljóta verðlaun eða viðurkenningu fyrir það, hvað þá fá mynd af sér með menntamálaráðherra birta í blöðunum. Auðvitað tók undirrituð upp hanskann fyrir höfunda og þýðendur, druslubókadömunum hlýtur að finnast það ljómandi gott að listamenn orðanna skuli fá verðskuldaða athygli og í besta falli smá pening inn á reikninginn. En óneitanlega væri líka ágætt ef einhver myndi taka að sér að verðlauna bókmenntagagnrýnendur, ja eða hreinlega bara bókelskar dömur sem láta stundum strauja kortin sín ótæpilega í sleðum bókabúðanna.
Í síðustu viku var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna sem veitt eru á degi bókarinnar 23. apríl. Að verðlaununum standa Bandalag þýðenda og túlka með stuðningi Rithöfundasambands Íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda.
Tilnefndar eru: Apakóngur á silkiveginum, sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar í ritstjórn og þýðingu Hjörleifs Sveinbjörnssonar, Nafn mitt er Rauður eftir Orhan Pamuk í þýðingu Árna Óskarssonar, Árstíð í helvíti eftir Artur Rimbaud í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar og Í þokunni eftir Philippe Claudel en þýðandi hennar er Guðrún Vilmundardóttir, og Svo fagurgrænar og frjósamar: Smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu, þýðendur eru Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir.
Í síðustu viku var líka tilkynnt hver hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2009, en það er Norðmaðurinn Per Petterson sem fær verðlaunin fyrir skáldsöguna Jeg forbanner tidens elv. Í fyrra kom út hjá Bjarti bók eftir Petterson en það er Út að stela hestum, sem Hjalti Rögnvaldsson þýddi, en bókin sú þykir mörgum ansi góð. Bókmenntaverðlaunin sem eru 350 þúsund danskar krónur verða afhent í lok október 2009 í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi.
Loks má nefna að Fjöruverðlaunin 2009 voru veitt á Góugleði í mars. Þá fékk Æsa Sigurjónsdóttir viðurkenningu fyrir bókina Til gagns og til fegurðar en í því verki er varpað fram vekjandi spurningum um klæðnað og útlit Íslendinga 1860-1960 og sýnt hvernig ljósmyndir endurspegla sjálfsmynd þjóðarinnar á hverjum tíma. Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson fengu einnig viðurkenningu fyrir bókina Maxímús Músíkús, sem opnar ungum lesendum dyr inn í heillandi ævintýraheim tónlistarinnar. Tvenn verðlaun voru síðan veitt fyrir fagurbókmenntir, þau hlutu Álfrún Gunnlaugsdóttir fyrir skáldsögu sína Rán og Kristín Ómarsdóttir fyrir ljóðabókina Sjáðu fegurð mína, en þess má geta að báðar síðastnefndu bækurnar voru tilnefndar til menningarverðlauna DV og hlaut Álfrún þau verðlaun. Sérstaka viðurkenningu Góugleðinnar hlaut að þessu sinni hinn ástsæli barnabókahöfundur Jenna Jensdóttir, sem meðal annars er þekkt sem annar höfundur Öddu-bókanna. Hér fyrir neðan má sjá mynd sem tekin var við afhendingu Fjöruverðlaunanna.
Í síðustu viku var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna sem veitt eru á degi bókarinnar 23. apríl. Að verðlaununum standa Bandalag þýðenda og túlka með stuðningi Rithöfundasambands Íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda.
Tilnefndar eru: Apakóngur á silkiveginum, sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar í ritstjórn og þýðingu Hjörleifs Sveinbjörnssonar, Nafn mitt er Rauður eftir Orhan Pamuk í þýðingu Árna Óskarssonar, Árstíð í helvíti eftir Artur Rimbaud í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar og Í þokunni eftir Philippe Claudel en þýðandi hennar er Guðrún Vilmundardóttir, og Svo fagurgrænar og frjósamar: Smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu, þýðendur eru Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir.
Í síðustu viku var líka tilkynnt hver hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2009, en það er Norðmaðurinn Per Petterson sem fær verðlaunin fyrir skáldsöguna Jeg forbanner tidens elv. Í fyrra kom út hjá Bjarti bók eftir Petterson en það er Út að stela hestum, sem Hjalti Rögnvaldsson þýddi, en bókin sú þykir mörgum ansi góð. Bókmenntaverðlaunin sem eru 350 þúsund danskar krónur verða afhent í lok október 2009 í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi.
Loks má nefna að Fjöruverðlaunin 2009 voru veitt á Góugleði í mars. Þá fékk Æsa Sigurjónsdóttir viðurkenningu fyrir bókina Til gagns og til fegurðar en í því verki er varpað fram vekjandi spurningum um klæðnað og útlit Íslendinga 1860-1960 og sýnt hvernig ljósmyndir endurspegla sjálfsmynd þjóðarinnar á hverjum tíma. Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson fengu einnig viðurkenningu fyrir bókina Maxímús Músíkús, sem opnar ungum lesendum dyr inn í heillandi ævintýraheim tónlistarinnar. Tvenn verðlaun voru síðan veitt fyrir fagurbókmenntir, þau hlutu Álfrún Gunnlaugsdóttir fyrir skáldsögu sína Rán og Kristín Ómarsdóttir fyrir ljóðabókina Sjáðu fegurð mína, en þess má geta að báðar síðastnefndu bækurnar voru tilnefndar til menningarverðlauna DV og hlaut Álfrún þau verðlaun. Sérstaka viðurkenningu Góugleðinnar hlaut að þessu sinni hinn ástsæli barnabókahöfundur Jenna Jensdóttir, sem meðal annars er þekkt sem annar höfundur Öddu-bókanna. Hér fyrir neðan má sjá mynd sem tekin var við afhendingu Fjöruverðlaunanna.
3. apríl 2009
Sögusteinsverðlaunin veitt á alþjóðlegum degi barnabókarinnar
Sögusteinn, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi, voru afhent í þriðja sinn í gær 2. apríl, á alþjóðlegum degi barnabókarinnar. Verðlaunin, sem eru 500 þúsund krónur, skal veita rithöfundi, myndlistarmanni eða þýðanda sem með höfundarverki sínu hefur auðgað íslenskar barnabókmenntir. Í þetta sinn veitti Frú Vigdís Finnbogadóttir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur verðlaunin við athöfn í Borgarbókasafninu.
Var það einróma álit valnefndar, sem skipuð var Önnu Heiðu Pálsdóttur, bókmenntafræðingi, Ármanni Jakobssyni, bókmenntafræðingi og Rögnu Sigurðardóttur, myndlistarkonu og rithöfundi, að Kristín Helga Gunnarsdóttir skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni. Í greinargerð valnefndar segir meðal annars:
„Á þessum tólf árum sem rithöfundarferill Kristínar Helgu spannar hefur hún skrifað hátt á annan tug bóka, að minnsta kosti eina á ári og stundum tvær. Oft hafa mikil afköst vera talin skerða gæðin: að rithöfundur gefi sér ekki tíma til að vanda til verka. Kristín Helga hefur margsannað að það er bara goðsögn.
Binna, Hekla, Mói hrekkjusvín, Silfurberg-þríburarnir, og síðast en ekki síst Fíasól, eru persónur sem barnið í okkar húsi og barnabarnið í næsta húsi hafa alist upp með, svipað og eldri kynslóðin á Íslandi í dag ólst upp með Línu Langsokk og Önnu í Grænuhlíð. Mjög sennilega munu þau tala um Fíusól með sérstakan glampa í augunum eftir tíu, tuttugu eða þrjátíu ár. Í Fíusól hefur Kristín Helga skapað persónu sem er íslensk, sjálfstæð, skapandi og frumleg en um leið afar trúverðug.
Undirliggjandi boðskapur bóka Kristínar Helgu er krafa um að hugsa sjálfstætt og að vera góð og heilsteypt manneskja, en þessi boðskapur kemur hvergi fram á of opinskáan hátt. Kristín Helga hefur eingöngu skrifað barnabækur og hún hefur sannað að góður barnabókahöfundur getur skipað sér í fremstu röð íslenskra rithöfunda.“