18. maí 2009

Vorvindar

Allt frá árinu 1987 hefur Íslandsdeild IBBY-samtakanna veitt viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar á Íslandi. Í gær hlutu fjórir einstaklingar viðurkenninguna Vorvinda. Þau eru Jónína Leósdóttir sem fékk viðurkenningu fyrir bækurnar Kossar og ólífur og Svart og hvítt, Brynhildur Björnsdóttir og Kristín Eva Þórhallsdóttir fyrir Leynifélagið sem er þáttur fyrir krakka í Ríkisútvarpinu og Halldór Á. Elvarsson fyrir skemmtilegar og nýstárlegar bækur fyrir yngstu börnin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli