Rétt í þessu tilkynnti nýlega ráðinn talsmaður sænsku akademíunnar, Peter Englund, að þýsk-rúmenski höfundurinn Herta Müller (fædd 1953) hljóti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Ég hef aldrei heyrt á höfundinn minnst en Dagens nyheter segir Hertu Müller vera afkastamikinn skáldsagnahöfund og esseyista og Peter Englund hafði orð á því þegar hann stóð í dyrum Börssalarins að hún væri einstaklega kraftmikill og sérstakur höfundur. Það verður vafalaust spennandi að kynna sér verk Hertu Müller en nú er slæmt að vera illa stautfær á þýsku.
Wikipedia um höfundinn.
Ein bók þýdd eftir hana á íslensku:
SvaraEyðahttp://ormstunga.is/islenska/titlar/umennisl.htm
Fínt. En ég sé að hún hefur komið út á íslensku fyrir 14 árum svo það er kannski hæpið að hún sé fáanleg í bókabúðum.
SvaraEyðaDer Spiegel segir að allra nýjasta skáldsagan hennar, Atemschaukel, sem kom út í sumar sé hápunkturinn á höfundarverki hennar.
SvaraEyðahttp://www.spiegel.de/kultur/literatur/0,1518,653984,00.html
Það er hægt að panta Ennislokk einvaldsins á vefnum hjá Ormstungu.
SvaraEyðahttp://www.ormstunga.is/islenska/verslun/prd0017.htm
Svo er hún til í ýmsum bókasöfnum.
Ennislokkur einvaldsins..hmmm
SvaraEyðaTitillinn er dálítið grunsamlegur :)
SvaraEyðaTitillinn er uppfinning þýðandans, á frummálinu heitir bókin Der Fuchs var damals schon der Jäger. Hvorki ennislokkur né einvaldur í þeim titli heldur refur sem var orðinn veiðimaður.
SvaraEyðaÞessi refur hljómar mun betur.
SvaraEyðaRefurinn/Ennislokkurinn er komin í allar betri bókaverslanir...
SvaraEyða