25. nóvember 2009

Árlegt glæpasagnakvöld á Grand Rokk

Fimmtudagskvöldið 26. nóvember klukkan 8:30 hefst árlegt glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags. Lesið verður upp úr sex glæpasögum þessa árs og einni glæpasögu næsta árs.

Boðið verður upp á glæpadjassleik þeirra Tómasar R. Einarssonar á kontrabassa, Ómars Guðjónssonar á gítar og Samúesl J. Samúelssonar á básúnu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli