Á vefsíðu Information má lesa umfjöllun um bók eftir fyrrverandi lektor í Árósum, Aage Jørgensen, sem kemur út í næstu viku. Bókin heitir ‘Nærved og næsten. Danske Nobelpristabere fra Brandes til Blixen - en dokumentation’. Blaðamaður Information er búinn að lesa bókina og gerir að umfjöllun hvers vegna Karen Blixen fékk aldrei Nóbel. Hann vitnar m.a. í Horace Engdahl fyrrverandi ritara Sænsku Akademíunnar, sem sagði það eina af fortíðarsyndum þeirrar klíku að hafa á sínum tíma sniðgengið Blixen. Það er óþarfi að endursegja greinina í Information, sem hér er hægt að lesa, en nærsýn augu mín runnu smávegis í kross þegar ég las að Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness hefðu fengið verðlaunin 1955 og það hefði staðið í vegi fyrir að Karen Blixen hlyti þennan mikla heiður. Hmmmmm?
Þórdís
Mig hefur kannski dreymt það, en ég hélt reyndar að þetta væri viðurkennd söguskoðun í Danmörku.
SvaraEyðaÞað vissi ég ekki.
SvaraEyðaEn ekki halda danskir fræðimenn samt almennt að Gunnar hafi fengið Nóbel með Halldóri? Ætli þetta standi í bókinni eða sé misskilningur blaðamannsins?
SvaraEyðaJá, nú skil ég! Ætli hafi upphaflega átt að skipta verðlaununum á milli þeirra? Maður verður eiginlega að lesa bókina núna ...
SvaraEyðaKíktu endilega í hana ef þú sérð hana í búð eða á safni (hún á að koma formlega út 26. janúar skv. Information) og láttu okkur vita hvers þú verður vísari.
SvaraEyða