Í gær var sagt frá því í vefútgáfu Independent að metfjöldi væri tilnefndur í vali The Bookseller á einkennilegustu bókatitlum síðasta árs en listinn verður opinberaður 19. febrúar. Meðal tilnefndra bóka eru An Intellectual History of Cannibalism, Collectible Spoons of the Third Reich og Is the Rectum a Grave?
Fyrir jól vakti titillinn Tálbeita Satans (sem er einhverskonar sjálfshjálparbók hafi ég skilið umræður á sjónvarpsstöðinni ÍNN rétt) athygli en að öðru leyti sitja nýlegir bókatitlar lítið í mér. Ef þið eigið uppáhaldstitla eða munið eftir einhverjum sérlega hallærislegum þá nefnið þá endilega, athugasemdakerfið er galopið.
Þórdís
Það kom út bók fyrir jólin sem heitir "Spánar kóngurinn" sem er mjög furðulegur titill.
SvaraEyðaÍ tveimur orðum? Hver er höfundurinn?
SvaraEyðaDómur um bókina:
SvaraEyðahttp://www.dv.is/kritik/2009/11/29/yfirgengileg-astarjatning/
Titillinn Bankster er heldur ekki góður þótt að bókin kunni að vera það.
Sigurður Gylfi - þetta verð ég að lesa!
SvaraEyðaBankster er ekki góður titill en þó finnst mér bókin verri en titillinn.
Í Bankster gengur aðalpersónan líka í skrokk á manni sem nota orðið bankster yfir hans líka ...
SvaraEyðaSpánar kóngurinn er mögnuð, mæli með henni.
SvaraEyðaMér finnst titillinn á kínverska ljóðsafninu eftir Chu-i Po sem Vésteinn Lúðvíksson þýddi alveg sjúkt flottur: Brjálsemiskækir á fjöllum.
Hef ekki lesið Spánar kónginn en mér skilst að titillinn sé tilvísun í eitthvað málverk, og uppskipting orðsins sé þaðan komin.
SvaraEyðaÉg fór að pæla í titlum síðustu ára (bæði á Íslenskum bókum og þýddum) en eftir að hafa pælt í þessu í tvo daga, þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að fáir eru minnisstæðir.
SvaraEyðaFinnst samt að menn séu aðeins að missa sig í ljóðrænu í titlum eins og:
Himininn yfir Þingvöllum, Síðustu dagar móðir minnar og Harmur englanna (sem ég hef ekki nennt að lesa, orðinn þreyttur á endurunnin Heinesen ljóðrænu) en sennilega má maður ekki tala svona illa um stórskáld þjóðarinnar.
Fannst samt Rökkurbýsnir (sem kom út 2008?) flottur titill.
Best að hætta að þusa hérna, áður en skáld og unnendur fagurbókmennta fara að henda í mig gömlum skóm.