11. febrúar 2010

Hver er Rune Michaels?

Rune Michaels er höfundur sem gefur út vel metnar unglingabækur hjá Simon&Schuster (sem er eitt fjögurra stærstu forlaga heims ef marka má Wikipediu). Á heimasíðu forlagsins má sjá að eftir höfundinn hafa komið tvær bækur og að sú þriðja sé væntanleg í ágúst.

Á heimasíðu Rune Michaels kemur fram að þýðingarréttur verkanna hafi verið seldur til Frakklands, Þýskalands, Kóreu og Portúgal og einnig má þar lesa að hún sé menntuð við Háskóla Íslands og búi í Reykjavík.

Fréttaritari Druslubóka og doðranta hefur rökstuddan grun um að Rune Michaels sé íslensk kona sem skrifar undir dulnefni. Kannast lesendur við bækurnar eða höfundinn?

ÞG

7 ummæli:

  1. Er þetta ekki mynd af Yrsu Sigurðardóttur?

    SvaraEyða
  2. Nei, það held ég ekki. Samkvæmt mínum heimildum eru RM og Yrsa ekki sama manneskja.

    SvaraEyða
  3. Þetta er hið dularfyllsta. Þarf ekki að senda konunni póst og spyrja? Hún er mun frekar útlendingur sem skrifar undir íslensku dulnefni (af því að Ísland hefur svo góða ímynd, sko), á t.d. ekki íslenska fésbókarvini.

    SvaraEyða
  4. Prófaðu bara að senda henni póst og fara vel að henni.

    SvaraEyða
  5. Dear Rune Michaels
    I am a big fan of your novels. When browsing through your website the other day I found out that you live in Iceland. Imagine my surprise! What a conincidence! I also live in Iceland and I also am studying to be a librarian! I also have two cats! Could you be so kind as to give me your address and let me visit you to have your books signed?
    Regards,
    Hannah Simon Michaels

    SvaraEyða
  6. OK, strax svarað, Rún Mikhaels er íslenskur karlmaður sem bað mig að segja engum. Þið hin notið bara sömu aðferð.

    SvaraEyða