21. október 2010

Sjötta alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils



Sjötta alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils verður sett í Norræna húsinu klukkan fimm í dag, fimmtudaginn 21. október, og mun standa yfir helgina. Fimm erlend skáld eru gestir hátíðarinnar að þessu sinni en auk þeirra munu fjórtán innlend skáld lesa upp. Tvær skáldkonur koma frá Bandaríkjunum, Sharon Mesmer frá New York er reynsluflarfbolti í bransanum en Alli Warren frá Kaliforníu er yngst erlendu gestanna, fædd árið 1983. Frá Svíþjóð kemur tilraunaskáldið og hljóðalistamaðurinn Pär Thörn, sem mun flytja raftónlist á föstudeginum en lesa upp á laugardeginum. Teemu Manninen er frá Finnlandi en skrifar einnig mikið á ensku. Síðastur en ekki sístur er það Jean-Michel Espitallier sem kemur frá Frakklandi en hann er bæði ljóðskáld og trommari í rokkhljómsveit.

Druslubókadömur koma nokkuð við sögu á hátíðinni. Undirritaðar hafa veg og vanda af skipulagningu hátíðarinnar og munu vera kynnar á föstudagsupplestrinum, auk þess sem Kristín Svava mun lesa upp á laugardeginum. Kynnar á laugardagskvöldi verða Þórdís Gísladóttir og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir og Þórdís mun einnig lesa upp úr flunkunýrri bók sinni, Leyndarmál annarra, á föstudagskvöldinu.

Sérstök athygli skal vakin á æsispennandi ljóðapöbbkvissi sem fer fram á Næsta bar klukkan níu í kvöld, fimmtudag, og vegleg verðlaun eru í boði. Hér, eftir fréttir, má finna umfjöllun Víðsjár um hátíðina og upplestur okkar á tveimur ljóðum erlendra gesta: http://dagskra.ruv.is/ras1/4555542/2010/10/20/

Dagskrá hátíðarinnar er í heild sinni sem hér segir:

Fimmtudagur 21. október
17:00: Opnunarkokkteill í Norræna húsinu.
21:00: Ljóðapöbbkviss á Næsta bar.

Föstudagur 22. október
20:00(- 00:00): Upplestur á Venue.
Jón Örn Loðmfjörð
Ásgeir H Ingólfsson
Ragnhildur Jóhanns
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Pär Thörn (tónlist)
HLÉ
Þórdís Gísladóttir
Kári Tulinius
Alli Warren
Hildur Lilliendahl
Byrkir
Teemu Manninen
Bárujárn spilar

Laugardagur 23. október
12:00: Pallborðsumræður í Norræna húsinu. Benedikt Hjartarson stjórnar. Í fyrra pallborði munu Sharon Mesmer, Pär Thörn, Angela Rawlings, Kári Tulinius og Ásgeir H. Ingólfsson ræða pólitík formsins. Í seinni pallborði munu Teemu Manninen, Jean-Michel Espitallier, Alli Warren, Ingólfur Gíslason og Anton Helgi Jónsson ræða um tilraunaljóðið, hefð þess og nýsköpun.
20:00(-00:00): Upplestur á Venue.
Bjarni Klemenz
Angela Rawlings
Sindri Freyr Steinsson
Ingólfur Gíslason
Pär Thörn
HLÉ
Jón Bjarki Magnússon
Kristín Svava Tómasdóttir
Jean-Michel Espitallier
Anton Helgi Jónsson
Sharon Mesmer
Hrund Ósk Árnadóttir syngur og Tómas R. Einarsson spilar undir


Kristín Svava og Guðrún Elsa

4 ummæli:

  1. Hérna - Venue - er það á Tryggvagötunni? Ég fann bara Bakkus/Venue á ja.is og ekki viss um að það sé það sama. Hef aldrei heyrt minnst á staðinn sko, svona er ég mikil dreifbýliskona.

    SvaraEyða
  2. Ekki furða þó að þú spyrjir! Þetta er sirka þar sem Gaukur á Stöng var en gengið inn aðeins vestar, alltsvo við Tryggvagötuna. Ég þurfti sjálf að finna útúr þessu (og er eiginlega ekki enn búin að finna útúr málinu.

    SvaraEyða
  3. Ah! Ég veit hvað Gaukurinn var, þá hlýt ég að ramba á þetta!

    SvaraEyða
  4. Ég kýs að líta á þetta spam sem flarf.

    SvaraEyða