3. nóvember 2010

Börn og menning - hausthefti 2010

bogmTímaritiðörn og menning er gefið út af IBBY-samtökunum á Íslandi tvisvar á ári. Nú er hausthefti blaðsins nýkomið út prentun og kemur senn til áskrifenda.

Blaðið er að þessu sinni helgað bókmenntum. Tveir höfundar, Brynhildur Þórarinsdóttir og Friðrik Erlingsson, skrifa um miðlun íslenskra fornbókmennta til íslenskra barna, grein Brynhildar ber yfirskriftina Bókmenntaverkfræði og samgöngubækur en grein Friðriks heitir Þruma úr heiðskíru lofti. Í blaðinu eru einnig greinar um nýlega útkomnar barnabækur; Guðrún Elsa Bragadóttir skrifar um nýlega útgáfu af Spóa eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, Kristín Svava Tómasdóttir um Núll Núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson, Brynja Baldursdóttir fjallar um Hetjur, eftir Kristínu Steinsdóttur og Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir um Illa kall efti Svein Nyhus og Gro Dahle og Þórey Mjallhvít hannar einnig kápu Barna og menningar í þetta skiptið.

Hægt er að gerast félagi í IBBY-samtökunum og jafnframt áskrifandi að Börnum og menningu með því að senda póst á bornogmenning@gmail.com.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli