30. mars 2011

Dagur barnabókarinnar - saga og sögusteinn

Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar er haldinn 2. apríl ár hvert. IBBY-samtökin standa af því tilefni fyrir því að fimmtudaginn 31. mars verður frumsamin saga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur lesin upp í grunnskólum landsins og í útvarpi landsmanna kl. 9.45.

Á laugardaginn verða Sögusteinsverðlaunin síðan veitt í Borgarbókasafninu, en þá heiðra IBBY-samtökin rithöfund/myndskreyti/þýðanda sem hefur auðgað íslenska barnabókaflóru. Um er að ræða peningaverðlaun og verðlaunagrip.

Um sögustein segir svo í þjóðsögum Jóns Árnasonar: „Sögusteinn finnst í maríuerluhreiðri í maí. Skal maður bera hann á sér í blóðugum hálsklút og láta hann í hægra eyra þegar maður vill verða einhvers vísari af honum; segir hann þá allt sem maður vill vita.“

Þórdís

1 ummæli:

  1. Skemmtileg hugmynd - ég stilli klukkuna svo ég gleymi ekki að hlusta.

    SvaraEyða