Um daginn skrifaði gagnrýnandi Fréttatímans mjög neikvæða umfjöllun um Sögu Akraness eftir Gunnlaug Haraldsson og í kjölfarið birtust fréttir um að bæjarstjórinn á Akranesi íhugaði að stefna gagnrýnandanum eða blaðinu fyrir meintar ærumeiðingar, skítkast og almenna gagnrýnisfúlmennsku. Ekki veit ég hvar það mál er statt núna eða hvort Páll Baldvin verður dreginn fyrir dómara á endanum, en í Jyllandsposten á fimmtudaginn var frétt um dómsmál sem sýnir að það eru takmörk fyrir því hvað gagnrýnandi í Bretlandi má skrifa.
Nýlega var bókarýnir breska blaðsins Daily Telegraph, Lynn Barber, dæmd til að greiða rithöfundinum, Söruh Thornton, upphæð sem reiknuð yfir í íslenskar krónur er á þrettándu milljón, fyrir dóm sem birtist árið 2009 um bókina Seven days in the art world. Thornton hélt því fram að gagnrýnin væri full af hatri og að í henni væru fjölmargar rangfærslur. Hún stefndi gagnrýnandanum og vann málið. Eigendum Daily Telegraph finnst illilega vegið að málfrelsinu og áfrýjuðu dómnum og því óvíst hvernig málið fer að lokum.
Ógnvænlegt. Ein góðlátleg leiðrétting samt: þetta var í Fréttatímanum víst, frekar en Fréttablaðinu!
SvaraEyðaÓ ó, best að laga það (annars gæti einhver lögsótt mig).
SvaraEyða