Um daginn rákumst við Druslubókadömurnar á þetta blogg manns sem safnar móðgandi áritunum í bækur. Ég fór í kjölfarið að hugsa um áritaðar bækur, velta fyrir mér hvort mér þætti töff að eiga svoleiðis eða þvert á móti hallærislegt og reyna að rifja upp hversu margar ég sjálf ætti. Það er alveg sama hversu mikið ég brýt heilann og blaða, ég kemst ekki að annarri niðurstöðu en að ég eigi bara þrjár áritaðar bækur. Þær mynda afskaplega óheildstætt og undarlegt safn svo ekki sé meira sagt. Bækurnar eru eftirfarandi:
Finnska barnabókin Herra Hú, árituð af höfundinum Hannu Mäkelä og þýðandanum Nirði P. Njarðvík með nöfnum.
Ó fyrir framan eftir Þórarinn Eldjárn, árituð „Með bestu kveðju“ og nafni höfundar.
After the Quake, árituð með nafni höfundarins Haruki Murakami.
Fyrstu tvær bækurnar fékk ég gefins (og veit fyrir víst að gefendurnir höfðu ekkert sérstaklega mikið fyrir að fá áritunina) en þá þriðju fékk ég sjálf áritaða þegar Murakami kom til Íslands á bókmenntahátíð fyrir nokkrum árum. Ég er reyndar eftir á að hyggja svolítið spæld yfir að hafa valið akkúrat þessa bók því hún er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi þannig lagað séð. En ég átti nú fyrir það fyrsta ekkert sérstaklega von á að það gæfist færi á að biðja um áritun og svo var hún sú eina sem ég átti í harðspjaldaútgáfu og mér fannst einhvern veginn að annað væri ekki við hæfi. Bókinni fylgir allar götur síðan penni sem Murakami fékk lánaðan hjá mér og skrifaði með í bæði mína bók og nokkrar aðrar. Ég tek hann kannski aftur í gagnið þegar ég skrifa metsölubókina mína.
Einhvern tímann rakst ég á blogg þar sem misheppnuðum áritunum á kökur er safnað saman. Alveg er ég viss um að það væri hægt að útbúa svipað safn af misheppnðum áritunum í bækur. Að minnsta kosti veit ég um tvær bækur sem Murakami áritaði með frekar skondnum hætti í þessari Íslandsferð sinni. Önnur var árituð fyrir strák sem stóð á undan mér í röðinni að borði Murakamis í Norræna húsinu. Strákurinn var greinilega æsispenntur að hitta átrúnaðargoðið og virtist í gleði sinni ekki átta sig á að Murakami leit ekki út fyrir að vera upp á sitt besta. Ég veit ekki alveg hvort þetta var spurning um dagsform, karakter eða menningarmun en hann virtist alla vega mjög stressaður og jafnvel þjakaður í þessum aðstæðum, með þvögu af fólki fyrir framan sig og næsta númer á bókmenntahátíð um það bil að hefjast í salnum. Strákurinn lét hins vegar móðan mása, rétti fram hverja bókina á fætur annarri, sagði Murakami frá því hvernig hann hefði rætt um bækur hans við kærustuna sína kvöldið sem þau kynntust og þar fram eftir götum. Síðasta bókin sem hann vildi fá áritun í átti að vera stíluð á Mumma. Og Murakami strauk svitaperlur af enni, greip þéttingsfast um pennan minn og skrifaði eins hratt og honum var unnt „To Mimi“. Daginn eftir átti Murakami svo að árita bækur í einni af bókabúðum bæjarins. Kunningjakona mín sem vann í einmitt þeirri búð en átti ekki að vera á vakt á þarna hafðið skilið bókina sína eftir hjá samstarfsfólki og beðið það að sjá til að hún yrði árituð. Einhver hafði límt á hana gulan post-it miða og skrifað á hann „Árita fyrir [og svo nafn stúlkunnar].“ Þegar hún mætti næst í vinnu beið hennar bókin með árituninni „To Arita, Haruki Murakami“.
Nú væri auðvitað gaman að sem flestir upplýstu um það í kommentunum hversu margar áritaðar bækur þeir eigi, hvort þeir þekki til einhverra misheppnaðra áritana og síðast en ekki síst væri fínt að þeir svöruðu fyrir mig spurningunni um hvort það væri töff að eiga áritaðar bækur eða ekki, ég er nefnilega ekki enn alveg búin að ákveða mig.
Finnska barnabókin Herra Hú, árituð af höfundinum Hannu Mäkelä og þýðandanum Nirði P. Njarðvík með nöfnum.
Ó fyrir framan eftir Þórarinn Eldjárn, árituð „Með bestu kveðju“ og nafni höfundar.
After the Quake, árituð með nafni höfundarins Haruki Murakami.
Fyrstu tvær bækurnar fékk ég gefins (og veit fyrir víst að gefendurnir höfðu ekkert sérstaklega mikið fyrir að fá áritunina) en þá þriðju fékk ég sjálf áritaða þegar Murakami kom til Íslands á bókmenntahátíð fyrir nokkrum árum. Ég er reyndar eftir á að hyggja svolítið spæld yfir að hafa valið akkúrat þessa bók því hún er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi þannig lagað séð. En ég átti nú fyrir það fyrsta ekkert sérstaklega von á að það gæfist færi á að biðja um áritun og svo var hún sú eina sem ég átti í harðspjaldaútgáfu og mér fannst einhvern veginn að annað væri ekki við hæfi. Bókinni fylgir allar götur síðan penni sem Murakami fékk lánaðan hjá mér og skrifaði með í bæði mína bók og nokkrar aðrar. Ég tek hann kannski aftur í gagnið þegar ég skrifa metsölubókina mína.
Einhvern tímann rakst ég á blogg þar sem misheppnuðum áritunum á kökur er safnað saman. Alveg er ég viss um að það væri hægt að útbúa svipað safn af misheppnðum áritunum í bækur. Að minnsta kosti veit ég um tvær bækur sem Murakami áritaði með frekar skondnum hætti í þessari Íslandsferð sinni. Önnur var árituð fyrir strák sem stóð á undan mér í röðinni að borði Murakamis í Norræna húsinu. Strákurinn var greinilega æsispenntur að hitta átrúnaðargoðið og virtist í gleði sinni ekki átta sig á að Murakami leit ekki út fyrir að vera upp á sitt besta. Ég veit ekki alveg hvort þetta var spurning um dagsform, karakter eða menningarmun en hann virtist alla vega mjög stressaður og jafnvel þjakaður í þessum aðstæðum, með þvögu af fólki fyrir framan sig og næsta númer á bókmenntahátíð um það bil að hefjast í salnum. Strákurinn lét hins vegar móðan mása, rétti fram hverja bókina á fætur annarri, sagði Murakami frá því hvernig hann hefði rætt um bækur hans við kærustuna sína kvöldið sem þau kynntust og þar fram eftir götum. Síðasta bókin sem hann vildi fá áritun í átti að vera stíluð á Mumma. Og Murakami strauk svitaperlur af enni, greip þéttingsfast um pennan minn og skrifaði eins hratt og honum var unnt „To Mimi“. Daginn eftir átti Murakami svo að árita bækur í einni af bókabúðum bæjarins. Kunningjakona mín sem vann í einmitt þeirri búð en átti ekki að vera á vakt á þarna hafðið skilið bókina sína eftir hjá samstarfsfólki og beðið það að sjá til að hún yrði árituð. Einhver hafði límt á hana gulan post-it miða og skrifað á hann „Árita fyrir [og svo nafn stúlkunnar].“ Þegar hún mætti næst í vinnu beið hennar bókin með árituninni „To Arita, Haruki Murakami“.
Nú væri auðvitað gaman að sem flestir upplýstu um það í kommentunum hversu margar áritaðar bækur þeir eigi, hvort þeir þekki til einhverra misheppnaðra áritana og síðast en ekki síst væri fínt að þeir svöruðu fyrir mig spurningunni um hvort það væri töff að eiga áritaðar bækur eða ekki, ég er nefnilega ekki enn alveg búin að ákveða mig.
Ég kann svo illa við að láta hafa fyrir mér að ég hef líklega bara tvisvar beðið höfunda um áritun. En ég á nokkrar bækur sem ég hef keypt áritaðar á flóamörkuðum og nokkrar hef ég fengið gefins.
SvaraEyðaÉg á fáeinar áritaðar bækur sem mér hafa ýmist verið gefnar eða ég keypt á fornsölum. Ég hef aldrei almennilega skilið tilganginn með að sækjast eftir áritunum. Það er eitt ef höfundur áritar bók með persónulegum skilaboðum og gefur. En ég myndi aldrei fara að sækjast sérstaklega eftir að eignast hlut, hvort sem það væri bók eða annað, með eiginhandaráritun mér ókunnugrar manneskju. What's the point? Þar af leiðandi finnst mér frekar lítið töff þegar fólk leggur mikið upp úr svoleiðislöguðu, en fólk á sér svo sem alls konar hobbý, sumir safna jú frímerkjum.
SvaraEyðaKökusíðan sem þú talar um er trúlega http://www.cakewrecks.com en yfir henni hef ég einmitt átt ómældar gleðistundir. Mest held ég upp á bókstaflegu áritanirnar, t.d. http://cakewrecks.squarespace.com/home/2010/2/23/the-literal-letter-of-the-law.html og http://cakewrecks.squarespace.com/home/2010/4/30/literally-puzzling.html og http://cakewrecks.squarespace.com/home/2009/2/26/when-common-sense-isnt.html
Maðurinn minn á það til að græða töluvert á áritunum, sem bóksali við Signubakka, þannig að auðvitað finnst mér áritanir töff!
SvaraEyðaHins vegar skal það játast hér og nú að einu sinni henti ég áritaðri bók. Þetta var íslensk þýðing sem höfundur áritaði í Rvk og ég fékk svo í afmælisgjöf. Mér leiddist hún svo hrottalega að þegar ég flutti síðast, lét ég hana óvart detta ofan í ruslapokann í staðinn fyrir að pakka henni niður í n-ta skiptið.
Misheppnuðu áritanirnar eru æði!
SvaraEyðaÉg hef oft staðið í röð, t.d. á bókmenntahátíð, til að fá áritun en hef stundum velt fyrir mér af hverju ég sé að því og sé í raun ekki tilganginn með því að láta höfundinn skrifa nafnið sitt.
Mér finnst aftur á móti gaman að fá persónulegar áritanir frá höfundum sem ég þekki.
Kristín, hver er vonda bókin? Þú verður að ljóstra því upp!
Ég á eina áritaða bók sem ég varð mér útum sjálf og það er "Leyndarmál annarra". Á nokkrar aðrar sem ég hef keypt með áritun, eina m.a. áritaða og tölusetta!
SvaraEyða