Guðmundur Hálfdanarson er einn víðlesnasti sagnfræðingur Íslands í dag. Hann er prófessor við Háskóla Íslands, hefur manna mest rannsakað íslenska þjóðríkið. Bókin Íslenska þjóðríkið – uppruni og endimörk má kalla hans obra maestra í þeim fræðum. Hann fer um víðan völl, fjallar um íslenska þjóðernisstefnu og áhrif hennar á stjórnmálaþróun hér á landi á nítjándu og tuttugustu öld. Ólík sjónarmið um nútímaríkið og breytingar á þjóðernisvitund Íslendinga.
Við lifum á örlagatímum og það er að mörgu að hyggja.
Nú þegar evrópska þjóðríkið nálgast endimörk sín er ólíklegt að hin hefðbundna sýn á stjórnmálin gagnist Íslendingum miklu lengur.
Í það minnsta er nauðsynlegt fyrir þá að taka meðvitaða afstöðu til stjórmálaþróunar álfunnar. Þá stoðar lítt að reiða sig á hugsjónir liðins tíma.
Ansi ertu gagnorð. Mér segir svo hugur að þú hafir sótt innblástur til víðlesins bloggara að þessu sinni.
SvaraEyðaÞað er raunar ýmislegt sem bendir til þess að evrópska þjóðríkið sé að styrkjast aftur, sérstaklega eru nýju ESB ríkin í austur evrópu að ganga í gegn um slík tímabil nú eftir lok kommúnísmans. Efnahagskrísan og álagið á evrusamstarfið ýtir ríkjunum einnig inn í þjóðríkjahugsunina fremur en í hina áttina. Ýmislegt í ESB ríkjunum bendir einnig til þess að samhyggjan og hin pólitíska hugsjón um pan-evrópu án þjóðríkjahugsunarinnar sé meiri hjá stjórnmálaelítunni en hjá almenningi í Evrópu. Þýskaland er gott dæmi um þetta.
SvaraEyðaBók Guðmundar er frábær, en ýmis teikn eru á lofti um að fréttir af andláti þjóðríkisins séu stórlega ýktar.
Takk fyrir stórgóðan og tímabæran pistil, Kristín Svava.
SvaraEyðaÞetta er orð í tíma töluð, Kristín!
SvaraEyða