Bill Bryson er jafndúllulegur og pandabjörn |
Í At Home fer Bryson um víðan völl eins og hann yfirleitt gerir; einhver gagnrýnandi lýsti t.d. ferðabókunum hans nokkurn veginn þannig að Bill Bryson fari til útlanda, rölti um, tali í rólegheitunum við þá sem hann rekst á, kíki kannski inn á safn, fái sér að borða á krá og fari snemma í háttinn, með þeim afleiðingum að ári seinna liggja mörgþúsund lesendur í hláturskasti. Ekki svo fjarri lagi. Bryson hefur aðallega skrifað tvær tegundir af bókum; annars vegar eru það ferðabækurnar (t.d. Notes from a Small Island, Down Under og Neither Here, Nor There) og hins vegar bækur af alfræðitoga þar sem hann tekur fyrir eitthvert tiltekið efni, fræðir lesandann um allt milli himins og jarðar í fremur léttum dúr og veltir upp óvenjulegum hliðum (t.d. At Home, Mother Tongue sem fjallar um enska tungu, og A Short History of Nearly Everything, sem er líklega hans þekktasta bók).
At Home fjallar eins og titillinn bendir til um heimilið og allt sem því tilheyrir.
Við fáum að lesa um þróun einkaheimilisins, herbergjaskiptingar og samfélagsgerðar - um húsbúnað, tísku, þjónustufólk, byggingarefni, arkitektúr og ýmiss konar frumkvöðla, undarlegar byggingar, uppfinningar og mat. Mannkynssöguna er auðvitað að finna í einkalífinu og Bryson setur atburði í sögulegt samhengi; þar má t.d. nefna kryddverslun Breta og ofát efri stéttarinnar á 18. öldinni. Ég hef afskaplega gaman af bókum af þessu tagi og Bryson kann þetta betur en flestir. Þegar ég var að finna myndir og fletta bókinni upp á netinu tók ég eftir því að einhverjir lesendur fettu fingur út í að hún væri ekki nógu skipulögð og ekki nógu hlæja-upphátt-fyndin eins og Bryson yfirleitt sé. Ég er ekki alveg sammála þessu. Vissulega er efnið gríðarlega víðfeðmt og oft hoppað úr einu yfir í annað, en mér finnst alltaf vera skýr grundvallaruppbygging og það er t.d. sniðugt að kaflarnir skuli nefndir eftir vistarverum í húsi Brysons. Mig langar ótrúlega að heimsækja hann og fjölskylduna - þau búa á gömlu, ensku prestsetri sem leikur stórt hlutverk í bókinni.
Hvað fyndnina varðar þá finnst mér ekkert vanta upp á hana frekar en fyrri daginn. Bryson skrifar yfirleitt ekki þannig að ég veltist um af hlátri (fyrir utan einstaka hluti, eins og viðbjóðslega fyndna lýsingu á því þegar brjálaðir hundar elta hann í Sydney og hann endar tættur og sveittur inni í garði hjá ástralskri miðstéttafrú, og svo eru skrif hans um tedrykkju Breta og undarlega fólkið sem hann leigði með í fyrstu Englandsferðinni líka algjör klassík). Það er frekar að ég komist í óvenjulega gott skap og glotti mjög oft út í annað. Ég man ótrúlega oft atriði úr bókunum hans, einmitt vegna þess að hann setur fróðleik fram í sögumannsstíl og með húmorinn að vopni.
Það er ýmislegt eftirminnilegt úr þessari bók; ég held ég verði að nefna vinnustúlkuna Hönnuh Culwick, sem giftist húsbónda sínum í laumi en lék hlutverk þjónustustúlkunnar út á við alla sína ævi. Eiginmaðurinn virðist hafa haft einhvers konar þjónustukonublæti því hann tók myndir af henni við hin ýmsustu heimilisstörf, auk þess sem hann fékk hana til að halda dagbók og lýsa þar daglegum störfum í smáatriðum. Svo var það hinn sérlundaði og líklega fremur ógeðfelldi William Beckford sem lét reisa sér geysilega stórt hús að nafni Fonthill Abbey; skrímsli í gotneskum stíl þar sem var meðal annars fimmtíu feta langt borðstofuborð, en Beckford var algjörlega vinalaus og virðist hafa borðað einn nánast hvert einasta kvöld. Ég sé hann fyrir mér aleinan og yfirgefinn í ísköldu grafhýsi (það var að sjálfsögðu nánast ómögulegt að kynda svona gríðarstóra byggingu við upphaf 19. aldar). Undarlegheit mannskepnunnar láta ekki að sér hæða.
At Home fjallar eins og titillinn bendir til um heimilið og allt sem því tilheyrir.
Við fáum að lesa um þróun einkaheimilisins, herbergjaskiptingar og samfélagsgerðar - um húsbúnað, tísku, þjónustufólk, byggingarefni, arkitektúr og ýmiss konar frumkvöðla, undarlegar byggingar, uppfinningar og mat. Mannkynssöguna er auðvitað að finna í einkalífinu og Bryson setur atburði í sögulegt samhengi; þar má t.d. nefna kryddverslun Breta og ofát efri stéttarinnar á 18. öldinni. Ég hef afskaplega gaman af bókum af þessu tagi og Bryson kann þetta betur en flestir. Þegar ég var að finna myndir og fletta bókinni upp á netinu tók ég eftir því að einhverjir lesendur fettu fingur út í að hún væri ekki nógu skipulögð og ekki nógu hlæja-upphátt-fyndin eins og Bryson yfirleitt sé. Ég er ekki alveg sammála þessu. Vissulega er efnið gríðarlega víðfeðmt og oft hoppað úr einu yfir í annað, en mér finnst alltaf vera skýr grundvallaruppbygging og það er t.d. sniðugt að kaflarnir skuli nefndir eftir vistarverum í húsi Brysons. Mig langar ótrúlega að heimsækja hann og fjölskylduna - þau búa á gömlu, ensku prestsetri sem leikur stórt hlutverk í bókinni.
Hvað fyndnina varðar þá finnst mér ekkert vanta upp á hana frekar en fyrri daginn. Bryson skrifar yfirleitt ekki þannig að ég veltist um af hlátri (fyrir utan einstaka hluti, eins og viðbjóðslega fyndna lýsingu á því þegar brjálaðir hundar elta hann í Sydney og hann endar tættur og sveittur inni í garði hjá ástralskri miðstéttafrú, og svo eru skrif hans um tedrykkju Breta og undarlega fólkið sem hann leigði með í fyrstu Englandsferðinni líka algjör klassík). Það er frekar að ég komist í óvenjulega gott skap og glotti mjög oft út í annað. Ég man ótrúlega oft atriði úr bókunum hans, einmitt vegna þess að hann setur fróðleik fram í sögumannsstíl og með húmorinn að vopni.
Það er ýmislegt eftirminnilegt úr þessari bók; ég held ég verði að nefna vinnustúlkuna Hönnuh Culwick, sem giftist húsbónda sínum í laumi en lék hlutverk þjónustustúlkunnar út á við alla sína ævi. Eiginmaðurinn virðist hafa haft einhvers konar þjónustukonublæti því hann tók myndir af henni við hin ýmsustu heimilisstörf, auk þess sem hann fékk hana til að halda dagbók og lýsa þar daglegum störfum í smáatriðum. Svo var það hinn sérlundaði og líklega fremur ógeðfelldi William Beckford sem lét reisa sér geysilega stórt hús að nafni Fonthill Abbey; skrímsli í gotneskum stíl þar sem var meðal annars fimmtíu feta langt borðstofuborð, en Beckford var algjörlega vinalaus og virðist hafa borðað einn nánast hvert einasta kvöld. Ég sé hann fyrir mér aleinan og yfirgefinn í ísköldu grafhýsi (það var að sjálfsögðu nánast ómögulegt að kynda svona gríðarstóra byggingu við upphaf 19. aldar). Undarlegheit mannskepnunnar láta ekki að sér hæða.
Bókin hans um Shakespeare er mitt uppáhald!
SvaraEyðaMikið hlakka ég til að halda áfram að lesa Bill Bryson, í viðráðanlegri leturstærð.
SvaraEyðaÉg á, ótrúlegt en satt, eftir að lesa Shakespeare-bókina. Um helgina lagðist ég í kassaskoðun í geymslu foreldrahúsanna, fór í gegnum ógrynnin öll af kössum sem innihalda líf mitt frá Bretlandi, og fann þar meðal annars nokkrar Bryson-bækur sem ég keypti og las á meðan ég bjó úti. Þar fann ég Made in America, Notes from a Small Island og einhverjar fleiri. Einhverjar keypti ég notaðar á tvöhundruðkall í charity shop. Oh, ég sakna charitybúðanna ...
SvaraEyða