Eg verd ad bidja lesendur ad umbera skort a islenskum stofum i thessari faerslu - eg er stodd i Edinborg og ekki med eigin tolvu, og er sannarlega ekki nogu taeknilega klar til ad finna islenska stafi, ef thad er yfirhofud haegt ...
|
Mitchell-bokasafnid er med fallegustu byggingum i Glasgow |
Af thvi ad eg er i Skotlandi, thar sem eg bjo um tima, vard mer hugsad til horfinna tima og tha medal annars thess thegar eg var ad skrifa mastersverkefnid mitt. Thad sumar var eg mikid a Mitchell-bokasafninu i Glasgow, en vid vinkona min og skolasystir hittumst gjarnan i otrulega tacky lestrarsal sem leit ut eins og eitthvad slys fra upphafi 8. aratugarins. Thar unnum vid i einhverja klukkutima og drukkum svo kaffi saman nidri i kaffiteriunni. Mitchell Library er einn af theim stodum i Glasgow sem mer er serstaklega hlytt til. Gloggir sjonvarpsahorfendur kannast ef til vill vid bygginguna ur upphafsstefi Taggart-thattanna vinsaelu, thar sem ymsum fraegum stodum fra borginni bregdur fyrir. Thar spiludu Belle & Sebastian lika sina fyrstu tonleika fyrir ansi morgum arum, en yfir byggingunni er mikill sjarmi.
Hins vegar er bokasafnamenningin i Bretlandi alls ekki su sama og eg atti ad venjast heima a Islandi. Almenningsbokasofn eru morg hver mjog ospennandi - ef bokasafn getur einhvern tima verid ospennandi - og virdist ekki serlega vel hugsad um thau. Mer skilst ad sofnin seu mun minna notud. Mitchell Library er staersta bokasafnid i Glasgow og vel buid fraedibokum, thott katalogurinn se ad hluta til enn i spjaldskra (sem er reyndar sjarmerandi ef madur er svona retro-typa eins og eg); af skaldsogum og almennu efni er hins vegar fremur fataeklegt urval og thad var ekki mikid glaesilegra i Hillhead-bokasafninu i hverfinu minu.
Thad sama gilti i Wales thegar eg bjo thar. Haskolabokasafnid var agaett til sins bruks og svo bjuggum vid reyndar svo vel ad hafa velska thjodarbokasafnid, National Library of Wales, i baenum minum. Eg bjo semsagt i Aberystwyth vestast i Wales. Almenningsbokasafnid var hins vegar ekki neitt neitt, fataeklegur bokakostur og ekki adladandi stadur.
|
Velska thjodarbokasafnid i Aberystwyth |
Nu thekki eg ekki bokasofn i morgum londum en thetta vakti alltaf athygli mina og talsverda undrun. Af minum bokhneigdu vinum voru thonokkrir sem notudu aldrei bokasofn en keyptu ser frekar baekur. Eg veit ekki hvernig eg hefdi komist af i gegnum tidina an bokasafna! Geta lesendur fraett mig um stodu bokasafnsmala i fleiri londum? Mer skilst ad norraen bokasofn thyki almennt mjog god, og svo eru vist Spanverjar frekar framarlega i thessu, allavega i staerri borgum.
(Það má finna lyklaborð ýmissa tungumála á googletranslate, en það er auðvitað ómöguleg handavinna að líma alla íslensku stafina handvirkt inn.)
SvaraEyðaÉg var í fyrra í litlum bæ nálægt Madrid á Spáni, og bókasafnið þar var hreint ekki gott, frekar en nokkuð annað þar í bæ ef út í það er farið. Ég sá aldrei nema eitt almenningsbókasafn en það var ekki á vegum bæjarins heldur bankans Caja Madrid, sem sérhæfir sig í að styrkja ýmis menningarmál.
Safnið virtist mikið notað, en það var pínkulítið og draslaralegt og það voru ekki beinlínis margar bækur þar. Flestir virtust fara þangað til að komast í tölvurnar eða fá dvd-mynd.
Ragnhildur.
Ja, eg hef thad sama a tilfinningunni med bresku almenningsbokasofnin, th.e.a.s. ad folk fari mjog mikid thangad til ad komast i okeypis tolvu. Reyndar er margt snidugt i gangi a sofnunum eins og t.d. bounce and rhyme sessions, sem eru svona tonlistar-, lestrar- og thulumorgnar fyrir smaborn, thannig ad thau virdast thjona akvednu felagslegu hlutverki. En thad er hrikalegt hvad thau eru einmitt litil, draslaraleg og jafnvel sodaleg.
SvaraEyðaÉg hef ekki prófað nein almenningsbókasöfn hér í Portúgal - ég fann einhvers konar samkeyrðan katalóg á netinu og prófaði handahófskennda leit en virtist sem alþjóðlega úrvalið væri ekki mjög fjölbreytt. Ef ég væri bara að leita að bókum á portúgölsku gæti það sjálfsagt verið gott, en ég les svo hægt á því ágæta máli að það eru engin rosaleg útgjöld þótt ég kaupi bara bækurnar.
SvaraEyðaÞegar ég var í Coimbra í þessu sama landi um árið ætlaði ég upphaflega að nota háskólabókasafnið, en varð svo brjálæðislega pirruð á því að það væri ekki hægt að browsa sjálfur í hillunum heldur þurfti maður að panta allar bækur í afgreiðslunni að ég nennti því á endanum aldrei. Kosti og galla þess kerfis reyndi ég stundum í bjartsýniskasti að útskýra fyrir þeim sem reiddust yfir týndum bókum á Þjóðarbókhlöðunni, við misjafnar undirtektir.
Já, ég á mjög erfitt með að nota bókasöfn þar sem aðgangurinn takmarkast við pöntun í gegnum starfsfólkið. Skil það mjög vel með ákveðnar bækur, sbr. handritadeild + þjóðdeild, en að geta ekki flett almennum fræðibókum í hillum og þreifað sig þannig áfram að gríðarlega pirrandi. Ég notaði t.d. þjóðarbókasafnið í Aberystwyth sama sem ekkert þótt ég byggi þar í þrjú ár; magnað safn (landsbókasafn sem geymir eintak af öllu sem gefið er út) en ekki hentugt fyrir hinn almenna háskólastúdent.
SvaraEyða