Mér fannst plottið í Draugaverkjum betra en í Skindauða. Það er meira spennandi og eins fékk ég einhvernveginn meira út úr úrlausninni, sem var dáldið antíklæmax í fyrri bókinni (þótt þessi sé nú ekkert á Agöthu Christie kalíberi heldur). Eins og í fyrri bókinni rennur textinn ágætlega niður og missir aldrei dampinn (þótt sumir kunni að hnjóta um ýmsar innsláttarvillur og þvíumlíkt, líkt og í fyrri bókinni). Juul sjálfur er andhetju-hress sem fyrr; þjakaður af martröðum og greinilega með áfallastreituröskun eftir að hafa mistekist að bjarga syni sínum úr bruna og skaðbrunnið sjálfur, hann er langþreyttur á alkóhólíseraðri móður sinni, ekki kominn yfir eiginkonuna fyrrverandi (sem er farin að deita kollega hans), og svo framvegis – alveg einstaklega mannlegur. Hann er líka viðkunnanlegur karakter, að því nú ógleymdu að hann er klárari að góma glæpóna en lögreglulið Oslóarborgar eins og það leggur sig.
Í umfjöllun um fyrri bókina nefndi ég að nærri öll sagan væri sögð út frá sjónarhorni Juuls og að eini karakterinn utan hans sem lesandinn fengi eitthvað að skyggnast inní væri graða löggan, tengiliður Juuls á stöðinni, sem löngum stundum hallaði sér aftur í sætinu og fantaseraði um gelluna samstarfskonu sína. Í Draugaverkjum ber hinsvegar svo við að notast er við sjónarhorn nær allra helstu karlpersóna bókarinnar á víxl. Graða löggan er nú hin hreinlífasta í hugsun, mest bara að vinna og dútla svo eitthvað með fjölskyldunni (sem hann hlýtur sko samt að hafa átt í fyrri bókinni líka) og svo er reyndar ágætlega unnið með samband Juuls við samstarfsfélaga sinn á blaðinu, þann sem á í sambandi við fyrrverandi konuna hans, en sá reynist hreint ekki eins óþolandi og hann virtist við fyrstu sýn Juuls/okkar. Jafnvel fer að fara svo vel á með þeim að konunni stendur hreint ekki á sama, en við fáum reyndar aldrei að skyggnast beint inní hennar hugarheim heldur þurfum að láta okkur nægja túlkanir karlanna á svipbrigðum og athugasemdum hennar varðandi „brómansinn“ þeirra. Eiginlega er nokkuð athyglisvert að á meðan hugsanir og skynjanir allra helstu karlpersóna fá að vera í forgrunni textans á einhverjum tímapunkti sögunnar, þá gegnir ekki sama máli með helstu kvenpersónur, sem eru nokkrar (það er þessi eina tóken-kona á hverjum vinnustað, svo eru kvenkyns vitni hér og þar að ógleymdri fréttastjóranum á blaðinu, sem er hörð í horn að taka og kölluð ÖRNINN): við fáum eiginlega bara að kynnast þeim sem viðföngum karlanna, sem láta lítið framhjá sér fara og virðast registera nánast á sjálfstýringu hvernig dömurnar eru klæddar, vaxnar og meira að segja málaðar. Juul veitir því t.d. sérstaka athygli þegar konur sem að rannsókninni koma eru ófarðaðar, sem virðist eiga að geta sagt sitthvað um andlegt ástand þeirra þá stundina.
Kjeellinn hress. |
En hei! Þetta er ekkert slæm glæpasaga samt. Bara lítið meira meðvituð um stöðluð kynjahlutverk en til dæmis sextíu ára gömul Bógartmynd.
"við fáum eiginlega bara að kynnast þeim sem viðföngum karlanna, sem láta lítið framhjá sér fara og virðast registera nánast á sjálfstýringu hvernig dömurnar eru klæddar, vaxnar og meira að segja málaðar."
SvaraEyðaHljómar eins og bók sem mig langar ekki að lesa!