Inga Dóra á lítið lítiðÉg átti þessa bók sem barn og það er einhver nostalgía sem grípur mig alltaf þegar ég rekst á eitthvað eftir Jóhannes úr Kötlum. Það er líklega ekki bara út af þessari bók heldur líka út af Sóleyjarkvæði, sem gjarnan var lesið upp úr á herstöðvaandstæðingasamkundum sem ég, barnið, var dregin með á. Seinna, á síðasta ári í menntaskóla, átti ég að skrifa ritgerð um ljóðabók og valdi þá Óljóð eftir Jóhannes, sem reyndist mjög skemmtilegt að grúska í. Það er eitthvað við málnotkunina hjá Jóhannesi sem hittir í mark hjá mér, hann leikur sér að orðunum, veltir þeim fram og aftur, ekki síst ef þau hljóma skemmtilega. Í Vísum Ingu Dóru leikur hann sér mikið með endurtekningar á orðum, sem ég held að hljóti að geta höfðað skemmtilega til ungra barna.
lítið ósköp skrítið skrítið
skrítið lamb í túni
Inga litla á lítið skrítið
lamb í grænu túni.
Vísur Ingu Dóru fjalla um litla stelpu sem er að uppgötva heiminn í íslenskri sveit. Þarna eru vísur um kindina, kúna, hestinn, hundinn, köttinn, hænuna, rottuna, hrafninn, fluguna og fífilinn. Inga Dóra er forvitin og áhugasöm um umhverfi sitt og við kynnumst dýrunum og umhverfi þeirra gegnum hana. Jafnframt má lesa út úr þeim ýmsar hugleiðingar um lífið og tilveruna sem fullorðnir geta haft gaman af, en eiginlega finnst mér nauðsynlegt að smábarnabækur séu líka skemmtilegar fyrir fullorðna sem geta lent í að lesa sömu bókina óendanlega oft fyrir barn sem hefur tekið ástfóstri við viðkomandi bók. Sem dæmi um þetta má nefna bakþanka fífilsins sem hefur sagst glaður vilja deyja fyrir Ingu Dóru:
Innan stundar fann hann fingur hvítaTeikningar Gunnars Ek af Ingu Dóru og ævintýrum hennar eru hreint afbragð. Inga Dóra er hnellin og grallaraleg og sést í ýmsum aðstæðum og dýrin eru líka skemmtilega teiknuð. Oft má greina alls konar skemmtileg smáatriði á myndunum. Þessi bók fer í pakka til ungrar konu sem heldur upp á sinn fyrsta afmælisdag um þessar mundir.
færast niður legginn sinn og slíta
ó þú Inga Dóra
ó þú veröld stóra
ég vil tóra ég vil heldur tóra.
Ég átti þetta sungið á plötu sem var held ég spiluð þar til nálin fór í gegn og umslagið í henglum.
SvaraEyðaÞessa las ég margoft þegar ég var lítil. Ætli hún sé ekki hér í kjallaranum hjá foreldrum mínum? Góð áminning um að grafa hana upp!
SvaraEyðaSalka