5. nóvember 2012

Börn og menning, nýtt hefti

Við bendum lesendum okkar á að hausthefti Barna og menningar er nú komið út en blaðið er í þetta sinn mikið bóka- og lestrarblað. Í því má finna greinar um nýjar og nýlegar bækur eins og grein Ernu Erlingsdóttur um hinn gífurlega vinsæla bókaflokk Hungurleikana og gagnrýni Hjörvars Péturssonar um glænýja bók Þórdísar Gísladóttur, Randalín og Mundi. Í blaðinu er einnig að finna skemmtilegt viðtal við einn þekktasta myndabókahöfund Evrópu, Juttu Bauer. Jutta var á landinu í boði Mýrarhátíðarinnar og ræddi Helga Ferdinandsdóttir við hana um um ferilinn, myndabækur og listina. Brynhildur Þórarinsdóttir fjallar í blaðinu um það sem hefur áorkast á fyrstu mánuðunum í starfsemi Barnabókaseturs á Akureyri og Sölvi Björn Sigurðsson veltir vöngum um barnabækur og fortíðarþrá.

Ritstjóri Barna og menningar er Helga Ferdinandsdóttir druslubókadama.

Tímaritið Börn og menning er gefið út af IBBY-samtökunum á Íslandi tvisvar á ári. Hægt er að gerast félagi í samtökunum og jafnframt áskrifandi að blaðinu á www.ibby.is eða með því að senda póst á bornogmenning@gmail.com.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli