Því miður nýtti ég mér ekki sem skyldi hið ágæta bókasafn Hótel Bláfells á Breiðdalsvík þegar ég dvaldi þar um síðustu helgi, því taskan mín var full af bókum sem ég hafði tekið með mér að heiman. Hins vegar kallaði ein bókin í hillum hótelsins á mig, og mér fannst ég ekki geta annað en sett inn mynd af henni:
Það var hvorki Förusveinninn né Seiður hafs og ástar sem vakti athygli mína, heldur þessi gamalkunna skemmtibók, en ég veit að bókaflokkurinn er í miklum metum hjá fleiri druslubókabloggurum en mér:
Vaxtaverkir Dadda var önnur bókin sem þýdd var á íslensku úr bókaflokki Sue Townsend um Adrian Mole, en sú fyrri var Dagbókin hans Dadda. Mig minnir að ég hafi fengið báðar lánaðar á skólabókasafni Melaskóla á sínum tíma, og þær verða ekkert síðri með aldrinum. Það er Björg Thorarensen sem þýðir - hún er þekktari fyrir annað en þýðingar í seinni tíð en mér sýnist hún komast ágætlega frá þessu:
Serían um Dadda/Adrian Mole er eitt af þessum bókmenntaverkum sem maður las á frekar skitsó hátt. Það komu út þessar tvær á íslensku sem ég las örugglega hátt í hundrað sinnum og lét mig auðvitað dreyma um að fá að heyra meira af örlögum Dadda, Pandóru, Nigels, Berta og allra hinna, svo þegar maður var orðinn stálpaður og farinn að lesa á ensku var hægt að snúa sér að næstum bókum og þá á frummálinu, sem er allt önnur upplifun, sérstaklega þar sem þýðingin er með mjög afgerandi stíl. Það tók mig alveg smástund að venjast enska Adrian. Svo þegar ég tók þriðju rispu fyrir ca. 6-7 árum og las allar sem ég átti eftir að lesa + allar frá upphafi breyttist upplifunin enn og aftur því þá bjó ég í Bretlandi og las allt í einu textann í bresku samhengi í staðinn fyrir heiminn sem ég hafði búið til í hausnum á mér utan um Dadda og co. Bottom line samt: Frábærar bækur!
SvaraEyðaSalka
Já, las Dadda líka margoft.
SvaraEyðaOg var búinn að gera mér mjög einkennilega mynd af þessum heimi hans, eða Hlíðarnar norðan Miklubrautar. Var búinn að koma Pandóru fyrir í mjög fínu húsi og henni sjálfri fyrir í mjög sætri og Pandórulegri stelpu mörgum mörgum bekkjum fyrir ofan mig.
Var líklega alltof ungur þegar ég las þetta fyrst og mikið af húmornum farið fyrir ofan garð og neðan. Öll pólitíkin, Tony Benn, pönkarar osfrv, enda orðið soldið um liðið þegar ég hitti Dadda. En frú Sue býr til frábærlega trúverðugan karakter (ýktan, en samt), og mér dettur núna í hug að það hafi verið ágæt reynsla að hafa kynnst honum áður en ég komst á sama aldur. Amk tók ég aldrei svona mála-allt-svart tímabil!
Norskur leðuriðnaður!!
Skarpi
Ég segi það með þér, Salka, mér finnst hann einmitt eldast svo vel með manni. Litla systir mín byrjaði til dæmis að lesa bækurnar á ensku á "æfa-sig-í-ensku"-tímabilinu og þær virkuðu líka ágætlega sem slíkar, þótt vissulega hafi maður kannski ekki verið með allt varðandi Falklandseyjastríðið á hreinu í fyrstu.
SvaraEyða