Því miður er ég engin galdrakona í höndunum en hef samt mjög gaman af hannyrðum og blaða oft í bókum um slík efni mér til skemmtunar (að eignast barn og vera heima dottandi yfir sjónvarpinu öll kvöld hefur ekki dregið úr áhuga mínum). En það er misjafn sauður í mörgu fé (ullartengd orðatiltæki eiga vel við hér þykir mér) og slíkar bækur misvel heppnaðar. Um daginn rak á fjörur mínar Litríkar lykkjur úr garðinum eftir Arne og Carlos sem er nokkuð forvitnileg þó að mér sýnist hún kannski ekki endilega vera sérsniðin að mínum þörfum. Hannyrðafólk man jafnvel eftir Arne og Carlos en þeir eru heilarnir á bak við bókina Jólakúlur Arne og Carlos sem kom út fyrir síðustu jól.
Litríkar lykkjur úr garðinum er ansi lagleg að öllu leyti – hún er stór og mikið af fallegum myndum og litadýrðin gríðarleg. Hugmyndin að baki bókinni er skemmtileg – ef nokkuð sértæk. Þeir Arne og Carlos sækja innblástur í garðinn sinn sem er byggður á yfirgefinni brautarstöð í norsku fjöllunum. Það þarf því kannski ekki að undra að blóm, fiðrildi, blómálfar og slíkt koma víða við sögu. Yfirskriftin er: Heklað, prjónað og saumað út að sumarlagi (svo ég ætti kannski ekki að vera að lesa þessa bók þegar langt er liðið á október). Myndirnar eru eins og áður sagði margar, litríkar og sérlega blómlegar og þær eru ekki síður af garðinum, veröndinni og huggulegum húsbúnaði þeirra félaga – þær myndu sóma sér vel í hvers kyns „lífsstíls“ bókum og sumar æpa hreinlega á að vera instagramaðar.
Þarna má finna uppskriftir að ýmsu sniðugu og hagkvæmu eins og hitaplöttum, pottaleppum, stólsessum og tehettum – en ansi stór hluti prjónauppskriftanna eru eins konar blómálfar sem þeir hafa sérhæft sig í að prjóna – og föt á þá ... og þar verð ég að segja að leiðir okkar Arne og Carlosar skilja ... en þetta er að sjálfsögðu smekksatriði og ef prjónaðir blómálfar höfða til manns, þá er þetta stórkostleg bók!
29. október 2013
19. október 2013
Flöskuskeyti berst til Köben
Daninn Jussi Adler-Olsen hefur oftar en einu sinni komið við sögu hér á blogginu, og þá í mínu boði enda hef ég eins og raunar fleiri druslubókaskrifarar verið afskaplega svag fyrir bókaflokki hans um Carl Mørck, Assad og Rose í deild Q í Kaupmannahafnarlögreglunni. Við erum aldeilis ekki einar um það; bækurnar hafa notið mikilla vinsælda á Norðurlöndunum og víðar, og nú um helgina er einmitt verið að frumsýna hérlendis bíómynd sem gerð er eftir fyrstu bókinni, Konunni í búrinu. Þótt ég hafi snúið dálítið upp á mig þegar ég sá þann sem á að vera Assad á plakatinu (virðist vera orðinn einhver ungur foli), og finnist sömuleiðis frekar skrítið að setja Nikolaj Lie Kaas í þetta hlutverk - frábær leikari en alltof ungur - þá er ég alveg til í að tékka á henni. Og auðvitað má alveg búa til nýjan heim fyrir aðlögun í öðru formi.
Það vill þannig til að ég var einmitt að ljúka við lestur þriðju bókarinnar í flokknum, en sú heitir Flöskuskeyti frá P og á einhvern dularfullan hátt missti ég af henni þegar hún kom út og vissi ekki af tilvist hennar fyrr en seint og um síðir, sem útskýrði ýmsar undarlegar gloppur í hinu stærra samhengi. Eins og í svo mörgum glæpasagnaflokkum fylgjast lesendur nefnilega með einkalífi rannsakendanna og auk þess er í gangi eins konar rammaplott sem tengist skotárás sem Carl lendir í ásamt tveimur félögum sínum úr lögreglunni áður en hin eiginlega frásögn hefst. Ég hef raunar kvartað yfir því áður að mér finnst Jussi skammta okkur upplýsingarnar helst til of hægt og lítið, og það sama má segja um bakgrunn Assads sem er eilífðarráðgáta. Ég vil endilega fara að fá meira að vita, enda forvitin með eindæmum!
Á fyrstu síðum bókarinnar hittum við fyrir tvo unga drengi sem haldið er í prísund á ótilgreindum stað og við undarlegar aðstæður; við vitum það eitt að líf þeirra er í hættu og að þeir hafa alist upp við stranga trúariðkun. Flöskuskeytinu sem nefnt er í titlinum skolar upp við Skotlandsstrendur; það lendir síðan fyrir tilviljun í höndum lögreglumanns og berst þannig inn á lögreglustöð í smábæ þar sem það liggur í nokkur ár áður en það rekur á fjörur Carls og félaga. Í fyrstu virðist það bæði vonlaust og tilgangslítið verkefni að ráða í þetta gamla, máða krot, en þegar maverick-gengið góða í deild Q áttar sig á alvöru málsins er ekki aftur snúið.
18. október 2013
Mín litla persóna tekur litla sopa úr brynningarskálinni
Þann 1. október síðastliðinn opnaði Borgarbókasafnið svokallað ljóðakort Reykjavíkur, sem ég hef og legið í síðan. Það er svo gaman að sjá landfræðilega legu verkanna, rifja upp gamalkunnug ljóð og kynnast nýjum. Mér finnst líka frábært að ljóðin skuli birtast manni í formi ljósmyndar af viðkomandi blaðsíðu, það gerir þau einhvern veginn áþreifanlegri á gervihnattaöld.
Meðal þess sem hefur rifjast upp fyrir mér við ljóðakortsrand mitt síðustu daga er bók sem kom út og ég las í fyrra og ætlaði reyndar að vera löngu búin að skrifa um, Litlir sopar eftir Huldar Breiðfjörð. Hún dúkkar oft upp á ljóðakortinu, enda ýmislegt reykvískt í henni. Mér líkaði bókin ágætlega þegar ég las hana fyrst en nú þegar ég hef lesið hana aftur finnst mér hún vinna æ meira á, ekki ósvipað og kápumyndin, sem mér fannst í besta falli krípí þegar ég sá hana fyrst („er hér loksins komin upprunalega kápan á Augnkúluvökva?“ hugsaði ég) en svo laukst hún allt í einu upp fyrir mér og nú finn ég til djúps samhljóms með henni.
Ég finn líka til viðkunnanlegs samhljóms með bókinni í heild og þess vegna finnst mér að á þessu fimmtudagskvöldi, þegar mín litla persóna hefur drukkið nokkra litla sopa, sé tilvalið að skrifa aðeins um þessa ágætu bók. Ég ætla ekki að hringja í auglýsendur í Bændablaðinu og ræða rúllubagga og keflavaltara, eins og sögumannsins litla persóna gerir þegar hann er búinn að fá sér nokkra litla, en mikið sem ég skemmti mér yfir símtölunum hans.
Meðal þess sem hefur rifjast upp fyrir mér við ljóðakortsrand mitt síðustu daga er bók sem kom út og ég las í fyrra og ætlaði reyndar að vera löngu búin að skrifa um, Litlir sopar eftir Huldar Breiðfjörð. Hún dúkkar oft upp á ljóðakortinu, enda ýmislegt reykvískt í henni. Mér líkaði bókin ágætlega þegar ég las hana fyrst en nú þegar ég hef lesið hana aftur finnst mér hún vinna æ meira á, ekki ósvipað og kápumyndin, sem mér fannst í besta falli krípí þegar ég sá hana fyrst („er hér loksins komin upprunalega kápan á Augnkúluvökva?“ hugsaði ég) en svo laukst hún allt í einu upp fyrir mér og nú finn ég til djúps samhljóms með henni.
Ég finn líka til viðkunnanlegs samhljóms með bókinni í heild og þess vegna finnst mér að á þessu fimmtudagskvöldi, þegar mín litla persóna hefur drukkið nokkra litla sopa, sé tilvalið að skrifa aðeins um þessa ágætu bók. Ég ætla ekki að hringja í auglýsendur í Bændablaðinu og ræða rúllubagga og keflavaltara, eins og sögumannsins litla persóna gerir þegar hann er búinn að fá sér nokkra litla, en mikið sem ég skemmti mér yfir símtölunum hans.
13. október 2013
Tvær finnskar konur í London
Stúdíó eftir Pekka Hiltunen er óvenjulegur reyfari að mörgu leyti – glæpur er framinn á fyrstu síðu en svo er í raun komið vel fram í hálfa bók áður en hann kemur aftur við sögu. Þess í stað fylgjumst við með grafíska hönnuðinum Liu sem er finnsk en búsett í London og hvernig vinátta hennar við aðra finnska konu, sem er í meira lagi dularfull, þróast. Þetta þýðir þó ekki að spennunni sé ýtt til hliðar á meðan því að sumu leyti er meiri spenna fólgin í sambandi kvennanna en glæpnum sjálfum eða því hver framdi hann.
Lia og Mari kynnast að því er virðist fyrir tilviljun á bar daginn sem Lia heldur upp á afmæli sitt. Þær verða fljótt nánar vinkonur og smám saman dregur Mari Liu með sér inn í líf sitt sem snýst um Stúdíóið – vinnustað sem hún rekur þar sem togað er í ýmsa spotta í samfélaginu til að “laga” það sem betur má fara – að mati Mari. Hér er dansað á siðferðislegum línum – Mari tekur sér guðavald og það á Lia (og lesandinn) erfitt með að samþykkja en Mari leggur kapp á að sannfæra Liu um nauðsyn þess að grípa á þenna hátt inn í lífið. Lífið er nefnilega ekki sanngjarnt en það reynir Mari að vera. Við fylgjumst svo með Mari og starfsfólki hennar bæta heiminn, eða haga honum í öllu falli eftir eigin höfði. Þau leysa glæpinn sem framinn var á fyrstu síðu en þau gera margt annað líka.
Lia og Mari kynnast að því er virðist fyrir tilviljun á bar daginn sem Lia heldur upp á afmæli sitt. Þær verða fljótt nánar vinkonur og smám saman dregur Mari Liu með sér inn í líf sitt sem snýst um Stúdíóið – vinnustað sem hún rekur þar sem togað er í ýmsa spotta í samfélaginu til að “laga” það sem betur má fara – að mati Mari. Hér er dansað á siðferðislegum línum – Mari tekur sér guðavald og það á Lia (og lesandinn) erfitt með að samþykkja en Mari leggur kapp á að sannfæra Liu um nauðsyn þess að grípa á þenna hátt inn í lífið. Lífið er nefnilega ekki sanngjarnt en það reynir Mari að vera. Við fylgjumst svo með Mari og starfsfólki hennar bæta heiminn, eða haga honum í öllu falli eftir eigin höfði. Þau leysa glæpinn sem framinn var á fyrstu síðu en þau gera margt annað líka.
10. október 2013
Alice Munro fær Nóbelsverðlaun
Í morgun var tilkynnt að Alice Munro fengi Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið fyrir að vera „meistari samtímasmásögunnar“. Hún hefur nokkrum sinnum komið við sögu hér á síðunni en sérstök ástæða er til að rifja upp tveggja ára gamla umfjöllun eftir Maríönnu Clöru Lúthersdóttur þar sem hún segir m.a.:
Einnig er gaman að grafa upp svar Alice Munro í viðtali við þýska blaðið Die Zeit árið 2006 við athugasemd um að hún hefði þá verið nefnd til sögunnar sem mögulegur nóbelskandidat um nokkurra ára skeið:
Vonandi er Alice Munro ennþá hamingjusöm þótt meira en hálftími sé liðinn frá tilkynningunni. Aðdáendur hennar eru það að minnsta kosti.
„Munro skrifar fyrst og fremst smásögur og þykir meistari þeirra. Hver saga er þó svo þétt og efnismikil að í hugsun sprengja þær oftar en ekki af sér bönd smásögunnar og verða í minningunni eins og skáldsögur.“ [Meira hér.]
Einnig er gaman að grafa upp svar Alice Munro í viðtali við þýska blaðið Die Zeit árið 2006 við athugasemd um að hún hefði þá verið nefnd til sögunnar sem mögulegur nóbelskandidat um nokkurra ára skeið:
„Ekki minna mig á það! Þetta er hræðilegt. Fyrir tveimur árum taldi útgefandinn minn mér trú um að það væru miklar líkur á að ég fengi verðlaunin. Og ég var einfaldlega mjög spennt, ég gat ekki varist því, þótt ég teldi það ekki mögulegt. Daginn þegar tilkynna átti hver yrði fyrir valinu sat ég þegar klukkan fimm að morgni við símann. Og ég vissi að ef ég ynni yrði ég brjálæðislega hamingjusöm í hálftíma, og eftir það myndi ég hugsa: Þvílíkt kvalræði.“
Vonandi er Alice Munro ennþá hamingjusöm þótt meira en hálftími sé liðinn frá tilkynningunni. Aðdáendur hennar eru það að minnsta kosti.
9. október 2013
Safarík en þó ekki svo safarík bók um góðan höfund
Þegar ég var tvítug og vann í bókabúð og drakk bjór á Sirkus allar helgar og vissi ekki alveg hvert lífið ætlaði með mig fór ég eitthvert kvöldið í Vídeóheima sálugu og valdi mér spólu sem varð ein af mínum uppáhaldsuppáhaldsuppáhaldsmyndum og talaði beint til mín í eftir-unglingsára-limbóinu. Þetta var myndin Ghost World með Thoru Birch, Steve Buscemi og Scarlett Johansen í aðalhlutverkum, en fyrir utan eftirlætisspólur bernskuáranna (eins og The Goonies og Muppet Christmas Special) eru afar fáar myndir sem ég hef séð jafnoft. Þegar ég var komin í háskóla tveimur árum síðar valdi ég mér Ghost World sem ritgerðarefni, var þá nýkomin með sjónvarp með innbyggðu DVD-tæki sem kostaði 16.000 íslenskar krónur (á gengi ársins 2003 ...) og var dýrasti gripur sem ég hafði keypt mér fyrir utan fartölvuna, og festi að sjálfsögðu kaup á myndinni á DVD til að geta analýserað hana. Þetta voru fyrstu kynni mín af myndasöguhöfundinum Daniel Clowes, en þegar ég byrjaði að skoða myndasögur af einhverri alvöru stuttu síðar leitaði ég bókina Ghost World að sjálfsögðu uppi. Clowes skrifaði handritið að myndinni ásamt leikstjóranum Terry Zwigoff; bókin kom út 1997 en myndin fjórum árum síðar.
Það var eitthvað í Clowes sem ég tengdi strax við; eitthvað sem tengist því að hann skrifar/teiknar fólk sem er á jaðrinum, fólk sem skilur ekki alveg hvað 90% mannkyns er að pæla, fólk sem gerir sjálfu sér erfitt fyrir, fólk sem engist um af illskilgreinanlegri þrá eftir einhverju sem það veit ekki alveg hvað er. Enid, aðalpersónan í Ghost World, er föst í limbóinu mitt á milli æskunnar og fullorðinsáranna og mátar hlutverk og persónuleika á hverjum degi. Sambandið við bestu vinkonuna Beccu er farið að trosna og þegar Enid hittir hornótta tónlistarnjörðinn Seymour finnst henni hún hafa fundið sér verkefni, viðfangsefni, einhvern fastan punkt. Við sögu koma alls kyns frábærar persónur eins og satanistarnir á kaffihúsinu, bældi vinurinn Josh sem vinnur á bensínstöð, að ógleymdri hinni dásamlega hryllilegu Robertu sem kennir Enid myndmennt í sumarskólanum og byrjar á að sýna vídeóverk sitt, "Mirror, Father, Mirror", sem er toppurinn á tilgerðarlegu listagríni. Eins og hún segir við bekkinn: "I like to show it to people that I'm meeting for the first time because I think it says so much about who I am and what it feels like to inhabit my specific skin." Bókin og myndin eru reyndar uppfullar af frábærum setningum sem gott er að grípa til: "High school is like the training wheels for the bicycle of real life," segir óþolandi skólasystir í útskriftarræðu á meðan Becca og Enid ranghvolfa í sér augunum. "I can't relate to 99% of humanity," segir Seymour - ég veit!
En allavega - meiningin var ekki að fara út í langar lýsingar á Ghost World heldur fjalla örlítið um Daniel Clowes, eða réttara sagt um bók um hann sjálfan sem ég keypti mér í Edinborg. Þetta er bókin The Art of Daniel Clowes: Modern Cartoonist í ritstjórn Alvins Buenaventura. Mjög flott hönnuð og ríkulega myndskreytt eins og tilefni er til; hér komast Clowes-nördar í feitt. Bókin samanstendur af mjög miklu myndefni, sjö greinum og löngu viðtali við herra Clowes. Ferill hans er rakinn frá því hann útskrifaðist úr Pratt Institute í New York árið 1984 og allt fram til ársins 2012 - og reyndar fáum við líka að sjá bernskuverk eftir teiknarann. Það er ítarleg umfjöllun um Eightball-blaðið sem Clowes byrjaði að gefa út á níunda áratugnum og svo um stóru bækurnar sem komu seinna meir.
Greinarnar eru misgóðar og misáhugaverðar; viðtalið fannst mér eiginlega mest djúsí en ein greinin er óþolandi tilgerðarleg og flestar eru þær frekar rýrar að innihaldi. Ég bjóst við og vonaðist eftir meiru.
Hr. Daniel Clowes |
En allavega - meiningin var ekki að fara út í langar lýsingar á Ghost World heldur fjalla örlítið um Daniel Clowes, eða réttara sagt um bók um hann sjálfan sem ég keypti mér í Edinborg. Þetta er bókin The Art of Daniel Clowes: Modern Cartoonist í ritstjórn Alvins Buenaventura. Mjög flott hönnuð og ríkulega myndskreytt eins og tilefni er til; hér komast Clowes-nördar í feitt. Bókin samanstendur af mjög miklu myndefni, sjö greinum og löngu viðtali við herra Clowes. Ferill hans er rakinn frá því hann útskrifaðist úr Pratt Institute í New York árið 1984 og allt fram til ársins 2012 - og reyndar fáum við líka að sjá bernskuverk eftir teiknarann. Það er ítarleg umfjöllun um Eightball-blaðið sem Clowes byrjaði að gefa út á níunda áratugnum og svo um stóru bækurnar sem komu seinna meir.
Greinarnar eru misgóðar og misáhugaverðar; viðtalið fannst mér eiginlega mest djúsí en ein greinin er óþolandi tilgerðarleg og flestar eru þær frekar rýrar að innihaldi. Ég bjóst við og vonaðist eftir meiru.
1. október 2013
Jakobína Sigurðardóttir og dulnefnið Kolbrún
Á laugardaginn kl. 13 verður haldið málþing um Jakobínu Sigurðardóttur í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Þar verða flutt fjögur erindi en einnig verður á dagskrá tónlist sem samin hefur verið við nokkur kvæði eftir Jakobínu og kaflar úr verkum hennar verða leiklesnir. Nánari upplýsingar um málþingið má finna á nýlegri vefsíðu um Jakobínu. Á síðunni eru verk hennar kynnt og bent á ýmiss konar skrif sem tengjast henni en einnig má þar m.a. finna skemmtilegar frásagnir af fundum leshóps sem hefur komið nokkrum sinnum saman í Mývatnssveit nú í haust og rætt ýmis verk Jakobínu.
Við undirbúning fyrir málþingið fór ég að grafast fyrir um það hvenær fyrst hefðu birst verk eftir Jakobínu. Það elsta sem ég hef fundið undir hennar nafni er „Morgunljóð“ í tímaritinu Rétti árið 1952. Í kjölfarið fylgdu brátt allnokkur kvæði til viðbótar sem birtust í blöðum og tímaritum og vöktu töluverða athygli, ekki síst „Hugsað til Hornstranda“, harðort kvæði sem var ort í tilefni af fyrirhuguðum heræfingum á Hornströndum og þótti verða að áhrínsorðum þegar hætta þurfti við heræfingarnar vegna veðurs.
Á þessum tíma er Jakobína 34‒35 ára en ljóst er að hún var ekki nýbyrjuð að yrkja og skrifa. Og þegar málið er athugað nánar kemur í ljós að eitthvað hafði birst eftir hana opinberlega áður. Í áhugaverðu viðtali í Þjóðviljanum árið 1953 vísar hún m.a. til æskuverka sem hefðu birst í Eimreiðinni.
Þegar Eimreiðinni er flett kemur nafn Jakobínu reyndar hvergi fram en ýmsar grunsemdir vöknuðu hins vegar hjá mér við að lesa nokkur kvæði með dulnefninu Kolbrún sem birtust árið 1940 og 1947.
Við undirbúning fyrir málþingið fór ég að grafast fyrir um það hvenær fyrst hefðu birst verk eftir Jakobínu. Það elsta sem ég hef fundið undir hennar nafni er „Morgunljóð“ í tímaritinu Rétti árið 1952. Í kjölfarið fylgdu brátt allnokkur kvæði til viðbótar sem birtust í blöðum og tímaritum og vöktu töluverða athygli, ekki síst „Hugsað til Hornstranda“, harðort kvæði sem var ort í tilefni af fyrirhuguðum heræfingum á Hornströndum og þótti verða að áhrínsorðum þegar hætta þurfti við heræfingarnar vegna veðurs.
Á þessum tíma er Jakobína 34‒35 ára en ljóst er að hún var ekki nýbyrjuð að yrkja og skrifa. Og þegar málið er athugað nánar kemur í ljós að eitthvað hafði birst eftir hana opinberlega áður. Í áhugaverðu viðtali í Þjóðviljanum árið 1953 vísar hún m.a. til æskuverka sem hefðu birst í Eimreiðinni.
Þegar Eimreiðinni er flett kemur nafn Jakobínu reyndar hvergi fram en ýmsar grunsemdir vöknuðu hins vegar hjá mér við að lesa nokkur kvæði með dulnefninu Kolbrún sem birtust árið 1940 og 1947.