Rétt svar við þriðja lið er auðvitað að textabrotið er úr Hinu stórkostlega leyndarmáli Heimsins og er eftir Steinar Braga. Rétt svar hefur enn ekki borist við öðrum lið en við hvetjum ykkur eindregið til þess að halda áfram að giska.
En er þá komið að fjórða lið getraunarinnar:
Í hvaða verki birtist eftirfarandi textabrot og hver er höfundur þess?
„Bóndinn spratt á bak merinni. Drekinn tók til fótanna og merin líka, því að hún hafði fælst. Drekinn brokkaði másandi og blásandi yfir akra og engi. Merin fylgdi fast á hæla hans. Bóndinn skammaðist og öskraði eins og hann væri á veðreiðum og sífellt veifaði hann brandinum Sporðbíti. Því hraðar sem drekinn hljóp því ringlaðari varð hann og hræddari og sífellt neyddist hann til að auka hraðann.“
JRR Tolkien. Hobbitinn.
SvaraEyðaJRR Tolkien. Gvendur bóndi á Svínafelli.
SvaraEyðaFarmer Giles of Ham eftir J.R.R. Tolkien.
SvaraEyða