Þá er komið að þrettánda og næstsíðasta lið í bókmenntagetraun Druslubóka og doðranta. Svar við tólfta lið var Ég um mig frá mér til mín eftir Pétur Gunnarsson, en enn hefur ekki borist rétt svar við ellefta lið og því eru lesendur hvattir til að halda áfram að giska.
Spurt er: Í hvaða verki birtist eftirfarandi textabrot og hver er höfundur þess?
„Einmanaleikinn var ekki horfinn úr hjarta mínu þegar við Ágúst gengum út af dansstaðnum Týnda hlekknum sem stóð bleikmálaður og háreistur með glæsilegum gluggapóstum við Götu glötuðu tækifæranna í þann mund sem hárprúðar hórur flykktust alls staðar að með klappstólana sína útá gangstétt, í sólríku síðdeginu, til þess að greiða sér, lesa blöðin, tjatta saman og mála sig. Allt í kringum þær rússuðu litlir strákar að gera þeim til geðs með sígarettuna hangandi í munnvikinu, með skemlana sína og skóburstakassana í höndunum, tilbúnir að bursta skó hóranna og karlanna sem færu að mæta í heimsókn eftir hádegisverðinn. Gömlu hórurnar sem voru hættar að sofa nokkurn hlut vöfruðu um, vaktandi ástand hlutanna og tóku auðvitað eftir mér um leið og við Ágúst gengum hönd í hönd útaf skemmtistaðnum.“
Dyrnar þröngu eftir Kristínu Ómars?
SvaraEyða