8. nóvember 2016

Þessa stund sem við eigum: Ingibjörg Haraldsdóttir látin

Núna

Einhverntíma seinna
koma þeir eflaust
með tækin sín
að snuðra í rústunum

verða margs vísari
um okkur:
þetta undarlega fólk
fyrri tíma

eflaust verða tækin þeirra
fullkomin, þekking þeirra
óskeikul

aldrei finna þeir samt
það sem máli skiptir:
þessa stund sem við eigum
núna


(Höfuð konunnar, 1995)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli