Þau hafa ekki dregið veitingarnar frá skatti |
20. desember 2017
Bakarísglæpir um jólin
30. október 2017
„Hvernig sefur þú“ er pappírslistaverk!
Sem barn var ég ekkert
sérstaklega hrifin af myndabókum – þótt þær væru auðvitað margar góðar höfðu þær
þann galla að klárast of fljótt. Þó hafa þær auðvitað stytt mér stundir áður en farið var að lesa fyrir mig flóknari bækur og áður en ég fór sjálf að lesa. En
óhjákvæmilega hefur fennt yfir fyrstu bókaárin og minningunni lúta þau í lægra
haldi fyrir Astrid Lindgren, Múmínálfunum, Anne-Cath. Vestly, Ole Lund
Kirkegaard og fleiri meisturum. En á síðustu árum hefur afstaða mín til
myndskreyttra bóka gjörbreyst og loksins er ég farin að kunna að meta þau sjálfstæðu
listaverk sem metnaðarfullar myndaskreyttar bækur geta verið. Og nú sit ég hér
í hægindastól heimilisins og les til skiptis fyrir fimm ára og eins árs –
sjaldnast sömu bækurnar en sumar fallegar myndabækur eiga þó greiðan aðgang að
báðum börnum og þá er líka skemmtilegt fyrir þann eldri að geta lesið
takmarkaðann textann í myndabókum fyrir litlu systur.
Olivia Cosneau á góðri stundu |
Eina slíka myndabók rak á fjörur
okkar þriggja um daginn en það er ný bók sem Angústúra þýðir og gefur út, Hvernig sefur þú? eftir Olivia Cosneau
og Bernard Duisit. Olivia sér um myndir og texta en Bernard pappírshönnun sem
er svo sannarlega einn stærsti hluti verksins og samvinna þeirra tveggja dásamleg. Olivia hefur myndskreytt bækur í yfir áratug og þau Bernard unnið alla vega tvær slíkar saman svo nú er bara að vona að við fáum að njóta hinnar líka. Á heimasíðu Forlagsins er Guðrún Vilmundar skráð fyrir þýðingunni en ég sé þær upplýsingar raunar ekki á bókarkápu. Þetta er ægifögur bók sem þessi
fimm ára kallar “Origami-bókina” og sú nafngift er kannski ekki alveg úr lausu
lofti gripin því þetta er vissulega listaverk úr pappír. Á hverri síðu legst
eitthvað dýr til svefns og textinn útlistar athöfnina nánar – svo er hægt að toga
í flipa og þá hringar kötturinn sig, kóalamamma faðmar litla kóalabjörninn,
apinn sveiflast í trénu og svo framvegis. Þetta er ekki flókið en
pappírsteikningarnar eru afskaplega fallegar og meira að segja fullorðnu fólki
(alla vega mér) finnst ennþá gaman að toga í flipann hjá kengurunni og sjá
litla ungan stinga kollinum upp úr poka móður sinnar – hvar hann sefur.
Hin bókin sem Olivia Cosneau og Bernard Duisit unnu saman |
20. september 2017
Hér hefur kúasmali verið á ferð: Sigurður Pálsson látinn
Vegalengdir og skógarbotn
Salthnullungar, ætlaðir kúnum, þær sleiktu þessa steina hægum tungustrokum, sleiktu sér salt í kroppinn sinn hlýja og stóra.
Salt. Fjögra stafa orð. Ef ég væri beðinn um skilgreiningu á kjarna lífsins myndi ég skrifa þetta orð. Lífið er ekki saltfiskur, lífið er salt.
Rak kýrnar eftir slóðanum, hugsaði: merkiði slóðina vel með þyngslalegum skrokki ykkar og klunnalegu fótum með hörðu klaufum.
Merkiði götuna, þrykkið nærveru ykkar niður í svörðinn svo mín tilvist komist til skila líka, svo framtíðin sjái að hér hefur kúasmali verið á ferð.
(Úr Bernskubók, 2011)
Salthnullungar, ætlaðir kúnum, þær sleiktu þessa steina hægum tungustrokum, sleiktu sér salt í kroppinn sinn hlýja og stóra.
Salt. Fjögra stafa orð. Ef ég væri beðinn um skilgreiningu á kjarna lífsins myndi ég skrifa þetta orð. Lífið er ekki saltfiskur, lífið er salt.
Rak kýrnar eftir slóðanum, hugsaði: merkiði slóðina vel með þyngslalegum skrokki ykkar og klunnalegu fótum með hörðu klaufum.
Merkiði götuna, þrykkið nærveru ykkar niður í svörðinn svo mín tilvist komist til skila líka, svo framtíðin sjái að hér hefur kúasmali verið á ferð.
(Úr Bernskubók, 2011)
11. ágúst 2017
Meiri glæpi - minni ást!
Sumri hallar því miður, sest er sól en sumarið hefur að vanda verið tími glæpa og ofbeldis þegar kemur að bókalestri. Rebus og Jimmy Perez fylgdu mér úr hlaði í vor og nú hefur Nóra Sand tekið við en hún er (eins og Perez) á framfæri Bókaútgáfunnar Uglu.
Nóru er að finna í Stúlkunum á Englandsferjunni, sem er ekki beinlínis frumraun dönsku skáldkonunnar Lone Theils á ritvellinum en vissulega hennar fyrsta bók. Áður starfaði hún sem fréttaritari Berlinske Tiderne og Politiken í London í fjölda ára. Bakgrunn sinn í blaðamennskunni nýtir Theils prýðisvel í bókinni en aðalsöguhetjan, Nóra, er einmitt fréttaritari fyrir skáldaða tímaritið Globalt. Eins og Theils starfaði Nóra m.a. í Kosovo og Norður Írlandi og sakamálið sem Nóra reynir að leysa byggir á sönnum atburðum en þar með lýkur sem betur fer samanburðinum enda lendir Nóra í ansi kröppum dansi.
Sagan hefst á því að Nóra fjárfestir í gamalli tösku sem hún finnur í antíksölu í smábæ í Englandi. Í töskunni finnast svo ljósmyndir af stúlkum, þar á meðal tveimur stúlkum sem hurfu á ferju frá Danmerkur til Englands fyrir áratugum. Forvitni Nóru er vakinn og nánari athugun leiðir í ljós tengsl milli töskunnar og sérlega óhugnanlegs bresks fjöldamorðingja sem situr í lífstíðarfangelsi fyrir morð á ungum konum.
14. apríl 2017
Stírur, hárflækjur, hrukkur og sviti
Það er alltaf gaman þegar skáld gefur út sína fyrstu ljóðabók. Ég er hálfgerður þjóðernissinni fyrir hönd ljóðsins (ég veit það blasir við að skrifa ljóðernissinni en kommon, maður hefur smá sjálfsvirðingu) og gleðst jafnan yfir nýjum fylgismönnum við málstaðinn. Enn meiri er þó gleðin þegar skáld sendir frá sér ljóðabók númer tvö, sem sýnir fram á ákveðið þolgæði og gefur til kynna að viðkomandi hyggist halda þessu tímafreka rugli til streitu.
Eitt af þeim fjölmörgu skáldum sem gáfu út sína fyrstu ljóðabók árið 2015 var Vilborg Bjarkadóttir, sem sendi frá sér bókina Með brjóstin úti og var meðal þeirra sem sat fyrir rafrænum svörum í ljóðaviðtalaseríu Druslubóka og doðranta af því tilefni. Eins og fram kemur í viðtalinu – og titill bókarinnar sjálfrar gefur raunar vísbendingu um – er Með brjóstin úti mjög líkamleg bók, nánar tiltekið kvenlíkamleg. Hún fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og fyrstu vikurnar í lífi nýrrar manneskju, um það hvernig móðir býr til barn og barn býr til móður. Rétt fyrir jól 2016 sendi Vilborg síðan frá sér aðra ljóðabók, Líkhamur, sem á það meginþema sameiginlegt með fyrri bókinni að fjalla um líkamann, en er að öðru leyti töluvert ólík henni.
[Innskot: Ég var búin að skrifa heilt bókablogg um ljóðabókina Líkham þegar ég fór að skoða facebooksíðu útgefandans Sæhests og komst að því að þar er hún kölluð örsagnasafn. Ég tek þessu hins vegar bara sem dæmi um hið sveigjanlega eðli ljóðsins og held mínu striki.]
Eitt af þeim fjölmörgu skáldum sem gáfu út sína fyrstu ljóðabók árið 2015 var Vilborg Bjarkadóttir, sem sendi frá sér bókina Með brjóstin úti og var meðal þeirra sem sat fyrir rafrænum svörum í ljóðaviðtalaseríu Druslubóka og doðranta af því tilefni. Eins og fram kemur í viðtalinu – og titill bókarinnar sjálfrar gefur raunar vísbendingu um – er Með brjóstin úti mjög líkamleg bók, nánar tiltekið kvenlíkamleg. Hún fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og fyrstu vikurnar í lífi nýrrar manneskju, um það hvernig móðir býr til barn og barn býr til móður. Rétt fyrir jól 2016 sendi Vilborg síðan frá sér aðra ljóðabók, Líkhamur, sem á það meginþema sameiginlegt með fyrri bókinni að fjalla um líkamann, en er að öðru leyti töluvert ólík henni.
[Innskot: Ég var búin að skrifa heilt bókablogg um ljóðabókina Líkham þegar ég fór að skoða facebooksíðu útgefandans Sæhests og komst að því að þar er hún kölluð örsagnasafn. Ég tek þessu hins vegar bara sem dæmi um hið sveigjanlega eðli ljóðsins og held mínu striki.]
10. apríl 2017
Óvinsæl kona
Þessa dagana er ég með vinnuaðstöðu í bókmenntahúsinu í Åmål, tíu þúsund manna bæ í Dalslandi í Svíþjóð. Við hliðina á dyrunum að skrifstofunni minni hangir plakat í ramma sem auglýsir viðburð sem átti sér stað á hótelinu hér í bænum í september 2014. Þar kynnti rithöfundurinn Sigrid Combüchen bók sem hún skrifaði um umdeilda konu frá Åmål. Ég kannaðist við höfundinn en ekki við umdeildu konuna Idu Bäckmann frá Åmål. Á plakatinu er mynd af alvarlegri konu með hönd á hægra brjósti, stellingin minnir smávegis á Napóleon og er líklega mjög óvenjuleg fyrir miðaldra konu á ljósmynd frá því snemma á síðustu öld. Forvitni mín kviknaði, ég fór að gúggla og fann ýmislegt á netinu og hlustaði á útvarpsþátt þar sem Ida Bäckmann kemur við sögu og svo náði ég mér í bókina og las hana í einum rykk (ég fann hana í hillu hér í við dyrnar hjá mér, rétt hjá plakatinu í rammanum).
Ida Bäckmann var óvenjuleg og illa liðin kona. Hún fæddist 1867 í Åmål og dó ekki langt hérna frá árið 1950. Ida var dóttir málarameistara, hún fékk að mennta sig, fór til Stokkhólms í stúlknaskóla og tók stúdentspróf. 22ja ára gömul, árið 1889, rakst hún á skáldið Gustaf Fröding í lystigarði í Karlstad. Þau hittust varla, hún sá hann bara, en þessi viðburður sneri lífi konunnar algjörlega á hvolf. Fröding hafði á þessum tíma ekki gefið út ljóðabók, hann var 29 ára og þekktur blaðamaður í Karlstad og það var slúðrað um ólifnað hans, en unga stúlkan heillaðist og varð ekki söm.
Árið 1890 gerðist Ida barnakennari og næstu fimmtán árin eða svo stundaði hún kennslu og skólastjórn og var óvinsæll kennari. Hún virðist algjörlega hafa verið með Fröding á heilanum, hún tók upp bréfasamband við hann og fór síðan að umgangast hann og var stöðugt með hann í sjónlínunni og skiptandi sér af honum. Hún gaf út bók árið 1898 sem virðist vera einhvers konar lykilskáldsaga um drykkjubolta sem líkist Fröding mjög en bókin varð upphafið að höfundarferli Idu Bäckmann.
Árin 1891 og 1894 komu út ljóðabækur eftir Gustaf Fröding sem slógu í gegn og fleiri bættust við næstu árin. Síðan hefur hann haft þjóðskáldsstatus og var orðaður við Nóbelsverðlaun skömmu áður en hann dó. Fröding dvaldi langtímum saman á hælum og stofnunum og var augljóslega vanhæfur til margs sem venjulegt fólk þarf að sinna, hann dó árið 1911 rétt fimmtugur. Ida gerðist hins vegar fréttaritari víða um heim, hún skrifaði smám saman margar bækur, var hædd og smáð af mörgum og endaði sem hænsnabóndi í sænskri sveit og dó, eins og fyrr sagði, árið 1950.
Ida Bäckmann þótti laus við þá eiginleika sem álitnir eru hæfa músum listamanna. Hún var hvorki kvenleg, fögur né leyndardómsfull, heldur var hún sögð forljót, uppáþrengjandi og nöldurgjörn. Hún þótti allt of ófríð og óskáldleg til að verjandi væri að hún elskaði stórskáld og séní. Það kemur víða fram í heimildum samferðamanna að hún var lítil, rauðhærð og þótti almennt óaðlaðandi. Gustaf Fröding líkti henni við afa sinn, sem þótti minna á álf eða furðudverg. Hrifning Idu af Fröding virðist merkilega lítið upphafin, hún var ekki skáldlegur skýjaglópur eða bókmenntagreinandi heldur praktískt þenkjandi kona sem kunni að taka til hendinni. Ida Bäckmann var ástfangin af skáldinu og hún ætlaði að bjarga honum með skynsemi sinni, redda honum úr ógæfunni með umhyggjusemi og góðu atlæti. Hún virðist hafa álitið að hún gæti komið Fröding af geðveikrahælinu, læknað hann af lífsstílstengdum kvillum og óviðeigandi greddu til vændiskvenna og haldið honum réttu megin við strikið ef hún fengi til þess tækifæri. Hún ætlaði sem sagt að bjarga tilfinningalega vanhæfri fyllibyttu sem skrifaði pornógrafísk ljóð – kannski ekkert mjög óvenjulegt við það? Einu sinni játaði Ida Bäckmann meira að segja bónorði plantekrueiganda frá Suður-Afríku með því skilyrði að hún eignaðist hús í Afríku og fengi að halda Fröding uppi. Að þessu gekk vonbiðillinn en hann dó úr taugaveiki áður en kom til brúðkaups og Ida fékk ekki tækifæri til að láta reyna á björgunarhæfileika sína. Að endingu þótti hún til svo mikilla vandræða að læknar Gustafs Frödings og systir hans, sem hafði verið vinkona hennar, harðbönnuðu henni að umgangast stórskáldið. Frá 1904 var henni alfarið bannað að koma á geðdeildina í Uppsölum.
Ida Bäckmann var óvenjuleg og illa liðin kona. Hún fæddist 1867 í Åmål og dó ekki langt hérna frá árið 1950. Ida var dóttir málarameistara, hún fékk að mennta sig, fór til Stokkhólms í stúlknaskóla og tók stúdentspróf. 22ja ára gömul, árið 1889, rakst hún á skáldið Gustaf Fröding í lystigarði í Karlstad. Þau hittust varla, hún sá hann bara, en þessi viðburður sneri lífi konunnar algjörlega á hvolf. Fröding hafði á þessum tíma ekki gefið út ljóðabók, hann var 29 ára og þekktur blaðamaður í Karlstad og það var slúðrað um ólifnað hans, en unga stúlkan heillaðist og varð ekki söm.
Árið 1890 gerðist Ida barnakennari og næstu fimmtán árin eða svo stundaði hún kennslu og skólastjórn og var óvinsæll kennari. Hún virðist algjörlega hafa verið með Fröding á heilanum, hún tók upp bréfasamband við hann og fór síðan að umgangast hann og var stöðugt með hann í sjónlínunni og skiptandi sér af honum. Hún gaf út bók árið 1898 sem virðist vera einhvers konar lykilskáldsaga um drykkjubolta sem líkist Fröding mjög en bókin varð upphafið að höfundarferli Idu Bäckmann.
Árin 1891 og 1894 komu út ljóðabækur eftir Gustaf Fröding sem slógu í gegn og fleiri bættust við næstu árin. Síðan hefur hann haft þjóðskáldsstatus og var orðaður við Nóbelsverðlaun skömmu áður en hann dó. Fröding dvaldi langtímum saman á hælum og stofnunum og var augljóslega vanhæfur til margs sem venjulegt fólk þarf að sinna, hann dó árið 1911 rétt fimmtugur. Ida gerðist hins vegar fréttaritari víða um heim, hún skrifaði smám saman margar bækur, var hædd og smáð af mörgum og endaði sem hænsnabóndi í sænskri sveit og dó, eins og fyrr sagði, árið 1950.
Gustaf Fröding. Hann dó fimmtugur. |
6. apríl 2017
Það er svo sannarlega eitthvað sem stemmir ekki
Ég skammast mín dálítið fyrir að skrifa aldrei um neitt
annað en sænskar bækur inn á þessa síðu. Þegar ég lauk við sænsku skáldsöguna Det är något som inte stämmer eftir
Martinu Haag fyrir örfáum dögum var ég því fljót að ákveða að ég myndi ekki skrifa
bókablogg um hana. Ekki bara vegna þess að bókin er sænsk og ég ímynda mér að
allir séu búnir að fá nóg af pistlum um sænskar bækur - heldur líka vegna þess
að ég ímyndaði mér að akkúrat þessi tiltekna bók ætti sérlega lítið erindi við
íslenska lesendur. Það kom mér því ekki lítið á óvart þegar ég átti erindi í bókabúð daginn eftir að lestrinum lauk og sá að einmitt þessi bók er nýkomin
út á íslensku. Það er eitthvað sem
stemmir ekki heitir hún í þýðingu Kristjáns H. Kristjánssonar og það er MTH
útgáfa á Akranesi sem gefur út.
Bókin segir frá rithöfundinum Petru sem tekur að sér að vera
skálavörður í óbyggðum nyrst í Svíþjóð. Það kemur fljótlega í ljós að hún hefur
flúið til fjalla í kjölfar erfiðs skilnaðar og eftir því sem frásögninni vindur fram
taka að fléttast inn í hana minningar Petru um andarslitrur hjónabandsins og
tímabilið eftir að Anders, maðurinn hennar, fór frá henni fyrir aðra konu.