7. desember 2018
Sveinarnir, rannsóknin og miðlunartillaga mömmu
Þegar ég var lítil neitaði ég algerlega að taka þátt í því að lokka hrekkjótta karla inn í svefnherbergið mitt. Þrátt fyrir möguleika á mandarínum. Miðlunartillaga mömmu var að skórinn sem allt snérist um færi upp í glugga í stofunni og ég lokaði hurðinni vel inn til mín. Ef mamma vildi hætta á að fá einhverja leppalúða í heimsókn þá var það hennar mál. Þetta situr svo fast í mér að krakkarnir mínir hafa aldrei verið spurð að því hvort þau vilji hafa skóinn úti í glugga hjá sér. Þeir eru bara í stofunni.
Þjóðfræðingurinn Benný Sif Ísleifsdóttir tekur sitt fyrsta jólabókaflóð með áhlaupi. Hún er með tvær bækur í ár, annars vegar skáldsöguna Grímu sem hún hlaut nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir og hins vegar barnabókina Jólasveinarannsóknin sem fjallar einmitt um samviskuspurninguna um skóinn, traustið og foreldrana.
Jólasveinarannsóknin er spennandi og skemmtileg frásögn sem ætti að höfða til ungra krakka sem eru með skó úti í glugga. Henni er skipt upp í 13 kafla sem hver er mátulegur að lengd fyrir kvöldlestur þá þrettán daga sem jólasveinarnir eru á gluggunum. Og minnir þannig á klassískar jólasveinabækur eins og Jólasveinana eftir Iðunni Steinsdóttur og Búa Kristjánsson. Jólasveinarannsóknin er þó kirfilega staðsett í nútímanum og söguhetjurnar Baldur, Elías og Hjörtur notfæra sér snjalltæki þegar þeir reyna að veiða jólasveina, eitthvað sem allir á Íslandi ættu mögulega að vera búnir að tileinka sér eftir fréttir síðustu viku!
Það er stóra spurningin sem hefur brunnið á íslenskum börnum: „jólasveinar eða foreldrar?“ sem strákarnir eru að reyna að svara. Strákarnir gera sér algerlega grein fyrir því að það verður að vera óyggjandi sönnun og helst myndskeið því þá kemst maður í Krakkafréttirnar og verður frægur. Benný fléttar inn í fjöruga frásögnina umfjöllun um örugga notkun á snjalltækjum og þá sérstaklega hvort það sé í lagi að taka upp og dreifa myndum af fólki, þó að það séu jólasveinar, án þess að spyrja um leyfi. Það tekst nokkuð vel til með að opna augu ungra lesenda fyrir þessu mikilvæga málefni án þess að Benný missi niður dampinn í frásögninni, sem betur fer, því fátt er leiðigjarnara en umvandanir og puttar á lofti í barnabókum.
Það er frábært að skrifa bækur sem höfða sérstaklega til stráka og mikið hefur verið rætt um vöntunina á slíku efni. Það er nokkur galli hvað stelpur koma lítið við sögu í Jólasveinarannsókninni. Þær eru tvívíðir óþolandi bekkjarfélagar í fjarlægð og hafa ekki mikil áhrif á frásögnina fyrr en í blálokin – en koma þá sannarlega sterkar inn. Bók sem höfðar til stráka þarf samt ekki endilega að þýða bók án stelpna.
Skemmtilegar myndir eftir Elínu Elísabetu Einarsdóttur prýða Jólasveinarannsóknina en mér fannst samspil mynda og texta ganga vel upp og styðja hvort annað.
Nú nálgast fyrsti jólasveinninn byggðir og ég hlakka til að eiga lestrarstund með stráknum mínum og Jólasveinarannsókninni á hverju kvöldi til jóla. En fyrst munum við setja skóinn út í gluggann.
Í stofunni.
4. desember 2018
Ástir og örlög á Rue de Fleurus, Sellandsstíg og Sólvallagötu
Það er sjö stiga frost í Reykjavík og kominn sá tími að manni finnst varla birta af degi áður en myrkrið er aftur skollið á. (Þegar þetta loks birtist hefur reyndar hlýnað, svo allrar nákvæmni sé gætt, en myrkrið blífur.) Ég á að vera að skrifa fyrirlestur en hef svo litla eirð í mínum beinum, nenni varla að næra mig á öðru en mandarínum, gríp tilviljanakennt í bækur og er byrjuð á öðru bókablogginu á viku.
Ég hefði líklega ekki sett Að eilífu, ástin eftir Fríðu Bonnie Andersen í jólabókabunkann (þótt hver rithöfundur með sjálfsvirðingu myndi drepa fyrir þetta skáldanafn) ef ég hefði ekki frétt út undan mér að hún fjallaði um lesbískar ástir á Íslandi á millistríðsárunum. Um það gefur káputextinn ekkert uppi, þar eru mjög óræðar yfirlýsingar um „dimma sali bak við djúprauð flauelstjöld“, líf sem „fléttast saman“ og „mikil og afdrifarík átök“, en framan á kápunni er myndabankaleg ljósmynd af konu með samkvæmisgrímu og Eiffelturninn í baksýn; vissulega hefur Parísardvöl afgerandi áhrif á líf annarrar aðalsöguhetjunnar, en þetta segir manni ekkert um bókina. Ég segi ekki að hún hefði þurft að heita Forboðnir ávextir og líta svona út
en það má kannski eitthvað á milli vera.
Hvað um það – „mikil og afdrifarík átök“ er í sjálfu sér ekki ónákvæm lýsing, því hér er nóg af hasar og drama. Önnur aðalsöguhetja bókarinnar, Elín, elst upp á Íslandi en fer ung utan að læra fatasaum, fyrst í Kaupmannahöfn og síðan í París. Þar kynnist hún hinu ljúfa lífi, þar á meðal fyrrnefndum „dimmum sölum bak við djúprauð flauelstjöld“ þar sem karlar eru með körlum og konur með konum og hefðbundnum kynhlutverkum er ögrað (það bregður meira að segja fyrir heimboðum hjá Gertrude og Alice á Rue de Fleurus). Elín eignast kærustu en eftir nokkur vandræði í ástamálum endar hún í Aþenu, þar sem hún gengur í sýndarhjónaband með samkynhneigðum karlmanni og eignast með honum barn, áður en hún snýr aftur heim til Íslands sem einstæð móðir.
Í Reykjavík millistríðsáranna takast síðan ástir með Elínu og Þórhöllu, ungum ljósmóðurfræðinema. Meðfram saumaskapnum fer Elín að skrifa sögur og ljóð og inn í ástarsögu hennar og Þórhöllu blandast ýmsar flækjur tengdar bróður Þórhöllu, bókaútgefandanum Þórði, og skáldaferli Elínar. Saga Elínar og Þórhöllu kallast svo á við þann hluta bókarinnar sem gerist í nútímanum; Þórhalla er þá orðin háöldruð kona á elliheimili, Alexander sonur Elínar er sjálfur kominn á níræðisaldur og gruflar í sögu móður sinnar, en einnig fáum við sjónarhorn Siggu, trans konu sem vinnur á elliheimilinu þar sem Þórhalla býr og hefur gefið upp vonina um að verða prestur.
Ég hefði líklega ekki sett Að eilífu, ástin eftir Fríðu Bonnie Andersen í jólabókabunkann (þótt hver rithöfundur með sjálfsvirðingu myndi drepa fyrir þetta skáldanafn) ef ég hefði ekki frétt út undan mér að hún fjallaði um lesbískar ástir á Íslandi á millistríðsárunum. Um það gefur káputextinn ekkert uppi, þar eru mjög óræðar yfirlýsingar um „dimma sali bak við djúprauð flauelstjöld“, líf sem „fléttast saman“ og „mikil og afdrifarík átök“, en framan á kápunni er myndabankaleg ljósmynd af konu með samkvæmisgrímu og Eiffelturninn í baksýn; vissulega hefur Parísardvöl afgerandi áhrif á líf annarrar aðalsöguhetjunnar, en þetta segir manni ekkert um bókina. Ég segi ekki að hún hefði þurft að heita Forboðnir ávextir og líta svona út
en það má kannski eitthvað á milli vera.
Hvað um það – „mikil og afdrifarík átök“ er í sjálfu sér ekki ónákvæm lýsing, því hér er nóg af hasar og drama. Önnur aðalsöguhetja bókarinnar, Elín, elst upp á Íslandi en fer ung utan að læra fatasaum, fyrst í Kaupmannahöfn og síðan í París. Þar kynnist hún hinu ljúfa lífi, þar á meðal fyrrnefndum „dimmum sölum bak við djúprauð flauelstjöld“ þar sem karlar eru með körlum og konur með konum og hefðbundnum kynhlutverkum er ögrað (það bregður meira að segja fyrir heimboðum hjá Gertrude og Alice á Rue de Fleurus). Elín eignast kærustu en eftir nokkur vandræði í ástamálum endar hún í Aþenu, þar sem hún gengur í sýndarhjónaband með samkynhneigðum karlmanni og eignast með honum barn, áður en hún snýr aftur heim til Íslands sem einstæð móðir.
Í Reykjavík millistríðsáranna takast síðan ástir með Elínu og Þórhöllu, ungum ljósmóðurfræðinema. Meðfram saumaskapnum fer Elín að skrifa sögur og ljóð og inn í ástarsögu hennar og Þórhöllu blandast ýmsar flækjur tengdar bróður Þórhöllu, bókaútgefandanum Þórði, og skáldaferli Elínar. Saga Elínar og Þórhöllu kallast svo á við þann hluta bókarinnar sem gerist í nútímanum; Þórhalla er þá orðin háöldruð kona á elliheimili, Alexander sonur Elínar er sjálfur kominn á níræðisaldur og gruflar í sögu móður sinnar, en einnig fáum við sjónarhorn Siggu, trans konu sem vinnur á elliheimilinu þar sem Þórhalla býr og hefur gefið upp vonina um að verða prestur.
30. nóvember 2018
Hundrað orða þöggun
Það misrétti sem konur hafa verið beittar gegnum aldirnar hefur meðal annars birst í þöggun þeirra. Það eru ýmsar leiðir til að þagga niður í fólki, meðal annars er hægt að láta það líta út fyrir að vera ómarktækt, gefa til kynna að það hafi ekkert merkilegt að segja, og neita þannig að taka mark á því. Slík afstaða hefur líka samfélagsleg áhrif: ef einhverjir sem eru í valdastöðu og almennt er hlustað á gefa ítrekað í skyn að tiltekinn einstaklingur eða hópur fólks sé ekki marktækur þá smita slík viðhorf út frá sér til annarra. Viðkomandi fólk fer jafnvel að trúa því sjálft að það hafi ekkert merkilegt að segja. Í það minnsta þá gefst fólk gjarnan upp á því að reyna að tjá sig ef það rekur sig ítrekað á að það er ekki á það hlustað hvort sem er.
Þöggun er ágæt aðferð til að bregðast við óþægilegum gagnrýnisröddum. Ef við viljum ekki þurfa að hlusta á gagnrýni á ríkjandi kerfi þá er yfirleitt árangursríkt að kveða raddirnar niður og það er oft þægilegri aðferð en að standa í því að svara þeim. Stundum er fólki haldið niðri með hræðslu, þ.e. ef það má búast við refsingu fyrir það að tjá skoðanir sem koma sér illa fyrir valdhafa, en oft er hunsun ekki síður árangursrík leið til að útiloka gagnrýnisraddir. Svo er hægt að hæðast að hópnum sem þagga á niður í og grafa þannig undan trúverðugleika hans.
Í dystópísku skáldsögunni Vox eftir Christinu Dalcher hafa raddir kvenna verið kæfðar með mjög svo bókstaflegum hætti. Sögusviðið er Bandaríkin á óræðum tíma, en miðað við aðstæður má vel ímynda sér að þetta eigi að gerast eftir fáein ár eða áratugi. Trúarofstækismenn hafa náð auknum völdum undir einræðissinnuðum forseta. Afleiðing af því er að réttindi kvenna hafa að mestu leyti verið afnumin. Þær mega ekki lengur vera úti á vinnumarkaði heldur eiga þær að vera fyrirmyndarhúsmæður, eignir þeirra eru skráðar á eiginmenn þeirra, getnaðarvarnir hafa verið teknar af markaði og meðgöngurof að sjálfsögðu bannað, kynlíf utan hjónabands er bannað og konum sem stunda það er grimmilega refsað (en ekki körlunum) og samkynhneigt fólk er fangelsað og sett í einhvers konar endurhæfingarheilaþvott. Það sem er svo sérstaklega einkennandi er að konum hefur verið úthlutaður talkvóti þannig að þær mega aðeins mæla 100 orð á sólarhring. Til að tryggja hlýðni þeirra við þessar reglur eru þær látnar bera sérstök armbönd með teljara sem gefa þeim raflost ef orðafjöldinn fer yfir 100. Tölvur, bækur og skriffæri eru kirfilega læst inni þar sem einungis karlar hafa aðgang að þeim og myndavélar fylgjast með til að tryggja að konur svindli ekki á orðakvótanum með því að tala táknmál.
Aðalsöguhetja bókarinnar, Jean, hefur áður starfað sem málvísindakona og stundað mikilvægar rannsóknir á málstoli. Sagan er sögð frá sjónarhorni hennar, þar sem hún er full reiði yfir nýju hlutskipti sínu sem undirgefin úthverfahúsmóðir sem fær ekki að tjá sig. Sonur hennar á unglingsaldri hefur teygað Kool-Aidið frá trúarnötturunum og messar reglulega yfir henni um hið sanna hlutverk konunnar og eiginmaður hennar virðist frekar uppburðarlítill gagnvart öllu saman. Hún hefur miklar áhyggjur af ungri dóttur sinni og áhrifum þess á þroskaferil hennar að fá ekki að tjá sig. Svo fer ýmislegt að gerast sem ekki verður tíundað hér til að skemma ekki plottið fyrir þeim sem eiga eftir að lesa bókina. Ég verð þó að játa að mér fannst söguþráður bókarinnar helst til reyfarakenndur og lausnir of einfaldar til að geta verið almennilega trúverðugar. Ekki að ég sé endilega mótfallin reyfurum, en miðað við þær safaríku hugmyndir og samfélagsádeilu sem lagt er upp með fannst mér plottið verða allt of rýrt og tækifæri vannýtt til að koma áhugaverðum hlutum á framfæri. Og það var eitthvað við ritstílinn sem pirraði mig, það var eitthvað þvingað við hann.
Sem sagt er þetta bók sem felur í sér gríðarlega áhugavert sögusvið sem hefði mátt gera mun meira við en var gert. Þöggun kvenna er viðfangsefni sem er einkar mikilvægt. Miðað við orðræðu sem verður iðulega vart við í kringum okkur, hvort sem um er að ræða alþingismenn á börum, reiða karla í kommentakerfum eða hugsunarlausa unglingsstráka, er það bara nokkuð útbreidd skoðun að konur eigi ekkert að vera að þenja sig. Samfélagið sem lýst er í Vox er því miður ekkert svo langsótt.
Þöggun er ágæt aðferð til að bregðast við óþægilegum gagnrýnisröddum. Ef við viljum ekki þurfa að hlusta á gagnrýni á ríkjandi kerfi þá er yfirleitt árangursríkt að kveða raddirnar niður og það er oft þægilegri aðferð en að standa í því að svara þeim. Stundum er fólki haldið niðri með hræðslu, þ.e. ef það má búast við refsingu fyrir það að tjá skoðanir sem koma sér illa fyrir valdhafa, en oft er hunsun ekki síður árangursrík leið til að útiloka gagnrýnisraddir. Svo er hægt að hæðast að hópnum sem þagga á niður í og grafa þannig undan trúverðugleika hans.
Í dystópísku skáldsögunni Vox eftir Christinu Dalcher hafa raddir kvenna verið kæfðar með mjög svo bókstaflegum hætti. Sögusviðið er Bandaríkin á óræðum tíma, en miðað við aðstæður má vel ímynda sér að þetta eigi að gerast eftir fáein ár eða áratugi. Trúarofstækismenn hafa náð auknum völdum undir einræðissinnuðum forseta. Afleiðing af því er að réttindi kvenna hafa að mestu leyti verið afnumin. Þær mega ekki lengur vera úti á vinnumarkaði heldur eiga þær að vera fyrirmyndarhúsmæður, eignir þeirra eru skráðar á eiginmenn þeirra, getnaðarvarnir hafa verið teknar af markaði og meðgöngurof að sjálfsögðu bannað, kynlíf utan hjónabands er bannað og konum sem stunda það er grimmilega refsað (en ekki körlunum) og samkynhneigt fólk er fangelsað og sett í einhvers konar endurhæfingarheilaþvott. Það sem er svo sérstaklega einkennandi er að konum hefur verið úthlutaður talkvóti þannig að þær mega aðeins mæla 100 orð á sólarhring. Til að tryggja hlýðni þeirra við þessar reglur eru þær látnar bera sérstök armbönd með teljara sem gefa þeim raflost ef orðafjöldinn fer yfir 100. Tölvur, bækur og skriffæri eru kirfilega læst inni þar sem einungis karlar hafa aðgang að þeim og myndavélar fylgjast með til að tryggja að konur svindli ekki á orðakvótanum með því að tala táknmál.
Aðalsöguhetja bókarinnar, Jean, hefur áður starfað sem málvísindakona og stundað mikilvægar rannsóknir á málstoli. Sagan er sögð frá sjónarhorni hennar, þar sem hún er full reiði yfir nýju hlutskipti sínu sem undirgefin úthverfahúsmóðir sem fær ekki að tjá sig. Sonur hennar á unglingsaldri hefur teygað Kool-Aidið frá trúarnötturunum og messar reglulega yfir henni um hið sanna hlutverk konunnar og eiginmaður hennar virðist frekar uppburðarlítill gagnvart öllu saman. Hún hefur miklar áhyggjur af ungri dóttur sinni og áhrifum þess á þroskaferil hennar að fá ekki að tjá sig. Svo fer ýmislegt að gerast sem ekki verður tíundað hér til að skemma ekki plottið fyrir þeim sem eiga eftir að lesa bókina. Ég verð þó að játa að mér fannst söguþráður bókarinnar helst til reyfarakenndur og lausnir of einfaldar til að geta verið almennilega trúverðugar. Ekki að ég sé endilega mótfallin reyfurum, en miðað við þær safaríku hugmyndir og samfélagsádeilu sem lagt er upp með fannst mér plottið verða allt of rýrt og tækifæri vannýtt til að koma áhugaverðum hlutum á framfæri. Og það var eitthvað við ritstílinn sem pirraði mig, það var eitthvað þvingað við hann.
Sem sagt er þetta bók sem felur í sér gríðarlega áhugavert sögusvið sem hefði mátt gera mun meira við en var gert. Þöggun kvenna er viðfangsefni sem er einkar mikilvægt. Miðað við orðræðu sem verður iðulega vart við í kringum okkur, hvort sem um er að ræða alþingismenn á börum, reiða karla í kommentakerfum eða hugsunarlausa unglingsstráka, er það bara nokkuð útbreidd skoðun að konur eigi ekkert að vera að þenja sig. Samfélagið sem lýst er í Vox er því miður ekkert svo langsótt.
Heill sé Angústúru, lengi lifi Angústúra!
Þegar ég kom heim frá útlöndum í vikunni beið mín pakki. Ég er farin að kannast við þessa nettu hvítu pakka en þeir koma mér einhvern veginn alltaf á óvart – ég hef aldrei verið í bókaklúbbi áður og er enn óvön slíkri heimsendingarþjónustu á sérvöldum gæðabókmenntum. Upp úr nýjasta pakkanum kom bók með þeim fagra titli Etýður í snjó eftir Yoko Tawada (ekki að ég viti hvað etýða er, en orðið er afar hljómfagurt), í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Mér telst til að þetta sé sjötta bókin í áskriftarseríu hins unga forlags Angústúru, en serían hóf göngu sína á síðasta ári og er ein gleðilegasta viðbótin við íslenska bókmenntaflóru á síðustu misserum.
Tvær bækur komu út árið 2017: Veisla í greninu (annar glæsilegur titill) eftir mexíkanska höfundinn Juan Pablo Villalobos í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur og Einu sinni var í austri eftir kínverska höfundinn Xiaolu Guo í þýðingu Ingunnar Snædal. 2018 var fyrsta fulla starfsár bókaklúbbsins, með fjórum útgefnum bókum: Allt sundrast eftir Nígeríumanninn Chinua Achebe í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur, Sæluvíma eftir hina bandarísku Lily King í þýðingu Ugga Jónssonar, smásagnasafnið Sakfelling eftir norður-kóreskan rithöfund undir dulnefninu Bandi í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur og loks fyrrnefnd bók japanska höfundarins Yoko Tawada.
Af þeim fimm bókum sem ég er búin að lesa voru heilar þrjár í sérstöku uppáhaldi. Það var í fyrsta lagi Einu sinni var í austri eftir Xiaolu Guo, sem var jafnframt fyrsta bókin úr seríunni sem ég las. Ég fékk hana í afmælisgjöf en var dálítið lengi að koma mér að því að lesa hana; einhvern veginn stóð ég í þeirri trú út frá káputextanum að hún sækti í goðsögur eða þjóðsögur, sem mér finnst yfirleitt frekar leiðinlegar bókmenntir, en komst síðan að því að svo var ekki, heldur er þetta býsna raunsæisleg frásögn af oft heldur nöturlegum aðstæðum aðalsöguhetjunnar, frá því hún elst upp hjá afa sínum og ömmu í bláfátæku kínversku fiskiþorpi á áttunda áratugnum og þar til hún flytur til Bretlands sem ungur rithöfundur og byrjar að skrifa bækur á ensku.
Frásögn hennar af bernskuárunum er eftirminnileg og var stundum erfið aflestrar, sérstaklega lýsingarnar á ömurlegu lífi hinnar kúguðu ömmu hennar, en stíllinn er látlaus og húmorinn kaldhæðinn. Ég hafði sérstaklega gaman af köflunum í seinni hluta bókarinnar um tilraunakenndu listasenuna í Beijing um 1990; sögukonan verður meðal annars vitni að ólöglegum líkamslistargjörningum við Kínamúrinn þar sem einn listamaðurinn sviptir sig klæðum, grefur holu í jörðina og hefur ofsafengin mök við móður Jörð – síðan mætir lögreglan á staðinn. Xiaolu Guo kom til Íslands í sumar og talaði fyrir troðfullu húsi í Veröld. Hún er sjúklega töff týpa og það var gaman að fá tækifæri til að sjá hana og horfa á heimildarmynd hennar um fyrstu utanlandsferð foreldra hennar, sem eru jú líka persónur í bókinni.
Tvær bækur komu út árið 2017: Veisla í greninu (annar glæsilegur titill) eftir mexíkanska höfundinn Juan Pablo Villalobos í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur og Einu sinni var í austri eftir kínverska höfundinn Xiaolu Guo í þýðingu Ingunnar Snædal. 2018 var fyrsta fulla starfsár bókaklúbbsins, með fjórum útgefnum bókum: Allt sundrast eftir Nígeríumanninn Chinua Achebe í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur, Sæluvíma eftir hina bandarísku Lily King í þýðingu Ugga Jónssonar, smásagnasafnið Sakfelling eftir norður-kóreskan rithöfund undir dulnefninu Bandi í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur og loks fyrrnefnd bók japanska höfundarins Yoko Tawada.
Af þeim fimm bókum sem ég er búin að lesa voru heilar þrjár í sérstöku uppáhaldi. Það var í fyrsta lagi Einu sinni var í austri eftir Xiaolu Guo, sem var jafnframt fyrsta bókin úr seríunni sem ég las. Ég fékk hana í afmælisgjöf en var dálítið lengi að koma mér að því að lesa hana; einhvern veginn stóð ég í þeirri trú út frá káputextanum að hún sækti í goðsögur eða þjóðsögur, sem mér finnst yfirleitt frekar leiðinlegar bókmenntir, en komst síðan að því að svo var ekki, heldur er þetta býsna raunsæisleg frásögn af oft heldur nöturlegum aðstæðum aðalsöguhetjunnar, frá því hún elst upp hjá afa sínum og ömmu í bláfátæku kínversku fiskiþorpi á áttunda áratugnum og þar til hún flytur til Bretlands sem ungur rithöfundur og byrjar að skrifa bækur á ensku.
Xiaolu Guo vandlega dúðuð |
18. nóvember 2018
Bókin með brjóstdropunum
Um helgina hefur rignt mjög mikið í Reykjavík. Í ljósi þess, og að auki var ég með hálsbólgu og hæsi, var alveg upplagt að eyða dögunum aðallega í rúminu með heimiliskettinum og nýrri bók. Ég er með stafla af glænýjum bókum til taks og búin að lesa nokkrar. Bókin sem ég las á meðan rigningin buldi á súðinni er Sorgarmarsinn eftir Gyrði Elíasson og hún gerði helgina enn betri en annars hefði verið - annað sem var skemmtilegt var að þrátt fyrir raddleysið fór ég í útgáfuboð vegna bókar Alexanders Dans, sem heitir Vættir, en það er önnur saga.
Eitt af því sem mér finnst mikilvægt við bækur sem ég les er að þær fái mig til að hugsa, láti einhver óvænt fræ spíra í huganum og að þær hafi rödd sem talar til mín, röddina má auðvitað líka kalla stíl. Röddin í Sorgarmarsinum finnst mér alveg sérlega þægileg. Aðalpersónan, sem heitir Jónas eins og syndugi maðurinn í Gamla testamentinu sem gat sofið í maga sjávarspendýrs eða mögulega risastórs fisks, er einrænn maður. Það er varla hægt að kalla hann einmana því einsemdin er sjálfvalin. Hann dvelur í sumarhúsi frænda eiginkonu sinnar í jaðri þorps á Austfjörðum og fæst við að krota nótur í minnisbók og skrifa auglýsingar fyrir auglýsingastofu í Reykjavík. Jónas er í persónulegum ógöngum, honum leiðist vinnan og hjónaband hans er að sigla í strand. Hann er raunar ekkert að spyrna á móti því eða vinna í sínum málum eins og það er oft kallað. Hann virðist líta á það sem óhjákvæmilegt að eiginkonan, Anna, hitti annan mann, enda hefur hún oft sagt að Jónas nærist á óhamingju, sem er ekki þægilegur eiginleiki hjá sambýlismanni.
Það er kannski klisjukennt að tala um rauðan þráð, en samt ... rauði þráðurinn í þessari bók er sköpunarþörfin. Jónas hlustar á fjölbreytta tónlist, umhverfishljóð og fuglasöng og notar það sem hann heyrir sem innblástur í eigin tónverk, sem munu samt að líkindum aldrei verða flutt. Minnisbókinni glatar hann líka í skógræktarlandi en hann fær sér aðra og heldur áfram að kompónera. Á vegi Jónasar verða ýmsar persónur sem eru andstæður hans eða jafnvel spegilmyndir, svona eftir því hvernig maður kýs að túlka söguna; nefna má kaupmann þorpsins, sem fer til tónlistarborgarinnar Salzburgar heimaborgar Mozarts höfundar Sálumessunnar frægu, þar sem hann deyr skyndilega og listmálara sem hefur lagt penslunum og palettunni og ræktar gulrætur í stórum stíl.
Sorgarmarsinn er ekki löng, hávær, fjörug eða stórkarlaleg bók, enda ekki við því að búast af höfundinum, en hún fór dásamlega vel með norsku brjóstdropunum sem eru á náttborðinu mínu og ég náði alveg sérstöku sambandi við bugaða sögumanninn Jónas.
Eitt af því sem mér finnst mikilvægt við bækur sem ég les er að þær fái mig til að hugsa, láti einhver óvænt fræ spíra í huganum og að þær hafi rödd sem talar til mín, röddina má auðvitað líka kalla stíl. Röddin í Sorgarmarsinum finnst mér alveg sérlega þægileg. Aðalpersónan, sem heitir Jónas eins og syndugi maðurinn í Gamla testamentinu sem gat sofið í maga sjávarspendýrs eða mögulega risastórs fisks, er einrænn maður. Það er varla hægt að kalla hann einmana því einsemdin er sjálfvalin. Hann dvelur í sumarhúsi frænda eiginkonu sinnar í jaðri þorps á Austfjörðum og fæst við að krota nótur í minnisbók og skrifa auglýsingar fyrir auglýsingastofu í Reykjavík. Jónas er í persónulegum ógöngum, honum leiðist vinnan og hjónaband hans er að sigla í strand. Hann er raunar ekkert að spyrna á móti því eða vinna í sínum málum eins og það er oft kallað. Hann virðist líta á það sem óhjákvæmilegt að eiginkonan, Anna, hitti annan mann, enda hefur hún oft sagt að Jónas nærist á óhamingju, sem er ekki þægilegur eiginleiki hjá sambýlismanni.
Það er kannski klisjukennt að tala um rauðan þráð, en samt ... rauði þráðurinn í þessari bók er sköpunarþörfin. Jónas hlustar á fjölbreytta tónlist, umhverfishljóð og fuglasöng og notar það sem hann heyrir sem innblástur í eigin tónverk, sem munu samt að líkindum aldrei verða flutt. Minnisbókinni glatar hann líka í skógræktarlandi en hann fær sér aðra og heldur áfram að kompónera. Á vegi Jónasar verða ýmsar persónur sem eru andstæður hans eða jafnvel spegilmyndir, svona eftir því hvernig maður kýs að túlka söguna; nefna má kaupmann þorpsins, sem fer til tónlistarborgarinnar Salzburgar heimaborgar Mozarts höfundar Sálumessunnar frægu, þar sem hann deyr skyndilega og listmálara sem hefur lagt penslunum og palettunni og ræktar gulrætur í stórum stíl.
Sorgarmarsinn er ekki löng, hávær, fjörug eða stórkarlaleg bók, enda ekki við því að búast af höfundinum, en hún fór dásamlega vel með norsku brjóstdropunum sem eru á náttborðinu mínu og ég náði alveg sérstöku sambandi við bugaða sögumanninn Jónas.
30. október 2018
Prjónað meðfram jólabókaflóðinu
Nú er jólabókaflóðið skollið á og mig svimar af hamingju yfir öllum yndislestrinum sem fram undan er. En eitthvað verður kona að hafa fyrir stafni þau kvöld sem hún dettur í sjónvarpsgláp, þær stundir sem hún situr barnlaus í strætó, meðan hún hlustar á hljóðbækur og já – mér detta svo sem ekki í hug fleiri staðir og stundir þar sem ég gæti með góðu móti prjónað – en það geta vonandi aðrir - til dæmis má prjóna jólagjafir! Fyrir tæpu ári síðan áskotnaðist mér dásamleg dönsk bók sem heitir Kærlighed paa pinde – hér er engin erótík í spilunum heldur er þetta bók um prjónaskap. Það sem meira er – þetta er bók eftir einn uppáhalds prjónahönnuðinn minn – Lene Holme Samsöe (hér eftir nefnd LHS).
14. mars 2018
Barnagæla
Þetta er eins konar ritfregn, sprottin af því að þegar ég var að segja mínum góðu vinkonum í Druslubókum og doðröntum frá því að bók sem ég hefði lesið nýlega „hlyti að fara að koma út á íslensku“ kom í ljós að viðkomandi bók var þegar komin út á íslensku, það hafði bara algjörlega farið framhjá mér. Mér rennur blóðið til skyldunnar að forða öðrum frá sömu örlögum.
Um er að ræða bók eftir fransk-marokkóska rithöfundinn Leïlu Slimani sem heitir Barnagæla í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar og kom út hjá Forlaginu í haust. Hún fjallar um hjón í París sem eiga tvö lítil börn. Upphaflega er móðirin heima með börnunum en síðan fer hún aftur út á vinnumarkaðinn og þá ráða þau til sín barnfóstruna Louise, sem tekur síðan æ meira pláss í lífi þeirra og endar á að rústa því, eins og er ljóst frá fyrstu blaðsíðu.
Ég las bókina í enskri þýðingu, sem Lullaby, og allavega í umfjöllun um þá útgáfu virðist hún oft vera kynnt sem einhvers konar spennusaga. Það er vissulega spenna í henni, en það er líka töluvert öðruvísi stemmning og pælingar í þessari bók en hefðbundnum þrillerum. Ég myndi segja að eitt meginþemað í Barnagælu væru flóknar krossgötur stéttar, kyns og uppruna sem grundvöllur misskiptingar í samfélaginu – mun þyngri undiralda en í bókum eins og Gone girl og Girl on the train, sem ég hef séð nefndar til sögunnar í sama samhengi.
Ég fílaði Barnagælu frekar vel. Mér fannst Leïlu Slimani takast vel að sameina þessa óhugnanlegu og spennandi sögu annars vegar og hins vegar óþægilega og frekar þrúgandi mynd af stöðu kvenna í (allavega frönsku) nútímasamfélagi. Ég mæli semsagt með því að fólk noti tækifærið og lesi hana í íslenskri þýðingu.
Um er að ræða bók eftir fransk-marokkóska rithöfundinn Leïlu Slimani sem heitir Barnagæla í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar og kom út hjá Forlaginu í haust. Hún fjallar um hjón í París sem eiga tvö lítil börn. Upphaflega er móðirin heima með börnunum en síðan fer hún aftur út á vinnumarkaðinn og þá ráða þau til sín barnfóstruna Louise, sem tekur síðan æ meira pláss í lífi þeirra og endar á að rústa því, eins og er ljóst frá fyrstu blaðsíðu.
Ég las bókina í enskri þýðingu, sem Lullaby, og allavega í umfjöllun um þá útgáfu virðist hún oft vera kynnt sem einhvers konar spennusaga. Það er vissulega spenna í henni, en það er líka töluvert öðruvísi stemmning og pælingar í þessari bók en hefðbundnum þrillerum. Ég myndi segja að eitt meginþemað í Barnagælu væru flóknar krossgötur stéttar, kyns og uppruna sem grundvöllur misskiptingar í samfélaginu – mun þyngri undiralda en í bókum eins og Gone girl og Girl on the train, sem ég hef séð nefndar til sögunnar í sama samhengi.
Ég fílaði Barnagælu frekar vel. Mér fannst Leïlu Slimani takast vel að sameina þessa óhugnanlegu og spennandi sögu annars vegar og hins vegar óþægilega og frekar þrúgandi mynd af stöðu kvenna í (allavega frönsku) nútímasamfélagi. Ég mæli semsagt með því að fólk noti tækifærið og lesi hana í íslenskri þýðingu.
8. janúar 2018
Afrek ársins 2017: Lestrardagbókin
Ég lít á það sem eitt af afrekum mínum árið 2017 að hafa í fyrsta sinn á ævinni tekist að halda skrá yfir bóklestur minn. Lykillinn að því reyndist vera að skrifa svolitla umsögn um allar bækurnar og upplifun mína af þeim, sem jók á lestraránægjuna og gerði það skemmtilegra að rifja bækurnar upp eftir á. Ég gaf stjörnur eins og sannur bókmenntagagnrýnandi – en held reyndar að ég hafi þjáðst af dálítilli stjörnuverðbólgu, sérstaklega framan af, og hyggst mæta með sveðjuna reidda til höggs í lestrardagbókinni á nýju ári. (Fyrsta bókin sem ég opnaði eftir áramót, ævisaga Patriciu Highsmith eftir Andrew Wilson, sem er búin að vera mörg ár ólesin uppi í hillu, er að reynast býsna slöpp, þannig að það ætti að auðvelda mér að sýna fulla hörku strax í upphafi.)
Samkvæmt mínum útreikningum las ég fimmtíu og eina bók á árinu sem var að líða, rétt tæplega bók á viku, sem mér sýnist mun minna en hjá mörgum af lesóðum facebookvinum mínum, en mér finnst samt bara fínt. Ég taldi bækur sem ég las utan vinnu (og ég skilgreini skrif mín um íslenska klámsögu sem vinnu, þótt lítt launuð séu, og tel því ekki með bækur á borð við Kynblendingsstúlkuna frá 1970) og sem ég kláraði. Þar af voru 33 skáldsögur, tvö smásagnasöfn, tíu ljóðabækur og fimm bækur óskáldaðs efnis. Meirihluti bókanna voru eftir íslenska höfunda, eða 27 bækur, næstu þjóðlönd voru Svíþjóð, Bandaríkin og Portúgal með 4-5 bækur hvert, en það var skammarlega lítið um bækur frá löndum utan Evrópu og Bandaríkjanna – aðeins ein eftir rússneskan höfund, ein frá Chile og ein frá Suður-Kóreu. Það hallaði nokkuð á konur í höfundahópnum; 21 bók var eftir konu en 29 eftir karla.
Það hafði einhver áhrif á fjölda íslenskra höfunda og fjölda karlhöfunda að í ár ákvað ég – einnig í fyrsta sinn – að lesa allar skáldsögur tveggja höfunda, og bækur eftir þessa tvo höfunda tróna í efstu sætum yfir
uppáhaldsskáldsögurnar mínar árið 2017:
Í sama klefa eftir Jakobínu Sigurðardóttur frá 1981
Gæludýrin eftir Braga Ólafsson frá 2001
Samkvæmt mínum útreikningum las ég fimmtíu og eina bók á árinu sem var að líða, rétt tæplega bók á viku, sem mér sýnist mun minna en hjá mörgum af lesóðum facebookvinum mínum, en mér finnst samt bara fínt. Ég taldi bækur sem ég las utan vinnu (og ég skilgreini skrif mín um íslenska klámsögu sem vinnu, þótt lítt launuð séu, og tel því ekki með bækur á borð við Kynblendingsstúlkuna frá 1970) og sem ég kláraði. Þar af voru 33 skáldsögur, tvö smásagnasöfn, tíu ljóðabækur og fimm bækur óskáldaðs efnis. Meirihluti bókanna voru eftir íslenska höfunda, eða 27 bækur, næstu þjóðlönd voru Svíþjóð, Bandaríkin og Portúgal með 4-5 bækur hvert, en það var skammarlega lítið um bækur frá löndum utan Evrópu og Bandaríkjanna – aðeins ein eftir rússneskan höfund, ein frá Chile og ein frá Suður-Kóreu. Það hallaði nokkuð á konur í höfundahópnum; 21 bók var eftir konu en 29 eftir karla.
Það hafði einhver áhrif á fjölda íslenskra höfunda og fjölda karlhöfunda að í ár ákvað ég – einnig í fyrsta sinn – að lesa allar skáldsögur tveggja höfunda, og bækur eftir þessa tvo höfunda tróna í efstu sætum yfir
uppáhaldsskáldsögurnar mínar árið 2017:
Í sama klefa eftir Jakobínu Sigurðardóttur frá 1981
Gæludýrin eftir Braga Ólafsson frá 2001