Ódáðahraun, nýjasta bók Stefáns Mána er sumsé spennusaga. Þar segir frá Óðni R. Elsusyni, glæpakóngi af gamla skólanum sem flytur inn dóp og dílar einfaldlega með það, ekkert rugl. Hann er einfari, eins og reyndar margar af aðalpersónum Stefáns Mána í gegnum tíðina og gerir lítið annað en að stunda viðskipti sín og drekka sig útúr. Dag einn fær hann hinsvegar verkefni sem leiðir til þess að hann kynnist nýjum heimi, heimi viðskiptanna þar sem milljarðarnir skipta hratt um hendur og óhreina mjölið er ekki af skornum skammti í þeim heimi. Jafnframt kynnist hann Viktoríu sem er lífræn viðskipta/burberrys týpa og rugla þau saman reitum sínum í ýmsum skilningi.
Ekki verður farið nánar út í söguþráð hér enda bjánaskapur að rekja söguþráð glæpasagna fyrir væntanlegum lesendum. Það er sagt í auglýsingum að Ódáðahraun sé "grafskrift íslenska hlutabréfaævintýrisins" og það er alveg rétt að umfjöllunarefnið er kannski það athyglisverðasta við þessa bók. Höfundurinn hefur lag á því að opna fyrir undirheima borgarinnar fyrir lesendum sínum, hann vann mikla heimildavinnu um dópinnflutning og -sölu fyrir skáldsöguna Svartur á leik og hér bætist svo við rannsókn á því hvernig viðskiptaheimurinn hefur virkað í góðærissprengjunni á undanförnum árum. Það er í raun mjög góð hugmynd að láta þessa heima skarast og hér er verið að vinna með sögur sem hafa gengið lengi í íslensku samfélagi þar sem menn hafa að sögn rennt stoðum undir viðskipti sín með dópinnflutningi og orðið ríkir undir verndarvæng rússnesku mafíunnar, svo dæmi séu tekin af slíkum sögum. Stefán Máni lýsir því vel hér hvernig kaupin gerast á eyrinni um þessar mundir og ég, fremur illa viðskiptalæs bókmenntafræðingurinn, öðlaðist hreinlega betri grunnskilning á fjandsamlegum yfirtökum, verðbréfabraski og ýmsu slíku sem hefur verið einhversstaðar á útjaðri míns áhugasviðs, við lestur bókarinnar. Ég er ekki frá því að Stefán Máni ætti að vera okkar maður í skila- og rannsóknarnefndum, þá kæmust menn ekki upp með neitt bull.
Frásögnin sjálf hallast samt of hressilega að fyrirsjáanlegri melódramatík að mínu mati. Það hefur verið eitt af áhugaverðari einkennum á skáldskap Stefáns Mána hvernig hann blandar saman skáldskap og veruleika í framvindu og persónusköpun og oft hefur þetta virkað vel. Hér eru hinsvegar of mörg fyrirsjáanleg smáhvörf og uppljóstranir sem drífa söguþráðinn áfram af miklum hraða, að því að er virðist að melódramatískri lausn sem reyndar vindur örlítið upp á sig undir lokin en lokauppbrotið er of veikt til að kollvarpa þessari fyrirsjáanlegu uppbyggingu. Hér er auðvitað verið að leika með klisjukenndar persónur og það eflaust af mikilli meðvitund en ég verð þó að segja að ég hló nokkrum sinnum upphátt yfir sambandi þeirra Óðins og Viktoríu og ég er ekki viss um að það hafi verið ætlunin. Það er svo brjálæðislega klisjukennt að það er eiginlega með ólíkindum. Viktoría hefur orðið fyrir skelfilegri kynferðislegri misnotkun sem barn sem gerir það að verkum að hennar eigin sögn að hún á erfitt með að stunda kynlíf. Hún bráðnar hinsvegar um leið og tröllið setur hendina ofan í buxurnar hennar og eftir það stenst hún hann að sjálfsögðu ekki. Hann er ódannaði þursinn og hún er fallega konan sem ætlar að bjarga honum og þegar málin leysast ekki sem skyldi hótar hún honum með kynlífsbanni. Æji já. Ég veit það ekki. Það hlýtur að eiga að vera kaldhæðni þarna einhversstaðar, ég er bara ekki að sjá hana. Og ekki er um tepruskap af minni hálfu að ræða, yfirtröllið Tony Soprano er nú einu sinni kynþokkafyllsti maður allra tíma að mínu mati (og já...ég veit að hann er bara persóna, ekki "maður", kommon:).
Ég hef mikið álit á Stefáni Mána sem rithöfundi og oftast hef ég verið hrifin af bókum hans. Þessi bók hefur bæði kosti og galla eins og komið hefur fram hér og er nokkuð frá hans besta en það gerist auðvitað þegar menn skrifa mikið og taka áhættur. Ég bíð bara spennt eftir næstu.
Ekki verður farið nánar út í söguþráð hér enda bjánaskapur að rekja söguþráð glæpasagna fyrir væntanlegum lesendum. Það er sagt í auglýsingum að Ódáðahraun sé "grafskrift íslenska hlutabréfaævintýrisins" og það er alveg rétt að umfjöllunarefnið er kannski það athyglisverðasta við þessa bók. Höfundurinn hefur lag á því að opna fyrir undirheima borgarinnar fyrir lesendum sínum, hann vann mikla heimildavinnu um dópinnflutning og -sölu fyrir skáldsöguna Svartur á leik og hér bætist svo við rannsókn á því hvernig viðskiptaheimurinn hefur virkað í góðærissprengjunni á undanförnum árum. Það er í raun mjög góð hugmynd að láta þessa heima skarast og hér er verið að vinna með sögur sem hafa gengið lengi í íslensku samfélagi þar sem menn hafa að sögn rennt stoðum undir viðskipti sín með dópinnflutningi og orðið ríkir undir verndarvæng rússnesku mafíunnar, svo dæmi séu tekin af slíkum sögum. Stefán Máni lýsir því vel hér hvernig kaupin gerast á eyrinni um þessar mundir og ég, fremur illa viðskiptalæs bókmenntafræðingurinn, öðlaðist hreinlega betri grunnskilning á fjandsamlegum yfirtökum, verðbréfabraski og ýmsu slíku sem hefur verið einhversstaðar á útjaðri míns áhugasviðs, við lestur bókarinnar. Ég er ekki frá því að Stefán Máni ætti að vera okkar maður í skila- og rannsóknarnefndum, þá kæmust menn ekki upp með neitt bull.
Frásögnin sjálf hallast samt of hressilega að fyrirsjáanlegri melódramatík að mínu mati. Það hefur verið eitt af áhugaverðari einkennum á skáldskap Stefáns Mána hvernig hann blandar saman skáldskap og veruleika í framvindu og persónusköpun og oft hefur þetta virkað vel. Hér eru hinsvegar of mörg fyrirsjáanleg smáhvörf og uppljóstranir sem drífa söguþráðinn áfram af miklum hraða, að því að er virðist að melódramatískri lausn sem reyndar vindur örlítið upp á sig undir lokin en lokauppbrotið er of veikt til að kollvarpa þessari fyrirsjáanlegu uppbyggingu. Hér er auðvitað verið að leika með klisjukenndar persónur og það eflaust af mikilli meðvitund en ég verð þó að segja að ég hló nokkrum sinnum upphátt yfir sambandi þeirra Óðins og Viktoríu og ég er ekki viss um að það hafi verið ætlunin. Það er svo brjálæðislega klisjukennt að það er eiginlega með ólíkindum. Viktoría hefur orðið fyrir skelfilegri kynferðislegri misnotkun sem barn sem gerir það að verkum að hennar eigin sögn að hún á erfitt með að stunda kynlíf. Hún bráðnar hinsvegar um leið og tröllið setur hendina ofan í buxurnar hennar og eftir það stenst hún hann að sjálfsögðu ekki. Hann er ódannaði þursinn og hún er fallega konan sem ætlar að bjarga honum og þegar málin leysast ekki sem skyldi hótar hún honum með kynlífsbanni. Æji já. Ég veit það ekki. Það hlýtur að eiga að vera kaldhæðni þarna einhversstaðar, ég er bara ekki að sjá hana. Og ekki er um tepruskap af minni hálfu að ræða, yfirtröllið Tony Soprano er nú einu sinni kynþokkafyllsti maður allra tíma að mínu mati (og já...ég veit að hann er bara persóna, ekki "maður", kommon:).
Ég hef mikið álit á Stefáni Mána sem rithöfundi og oftast hef ég verið hrifin af bókum hans. Þessi bók hefur bæði kosti og galla eins og komið hefur fram hér og er nokkuð frá hans besta en það gerist auðvitað þegar menn skrifa mikið og taka áhættur. Ég bíð bara spennt eftir næstu.
Yfirtröllið Tony Soprano? Það gengur illa að sannfæra mig um það.......
SvaraEyðaÞað er bara þitt vandamál:)
SvaraEyðaSpurning hvort "Félag áhugakvenna um kynþokkafulla rithöfunda" ætti að halda fund bráðlega og ræða útlit og horfur. Niðurstöður fundar mætti birta á þessari síðu.
SvaraEyðaEf þetta er smekkurinn ætti Indriði G. að eiga bestu möguleikana.
SvaraEyðaIndriði G átti ágæta spretti. Hver veit nema við vindum okkur fljótlega í hann. Kristmann Guðmundsson mun líka áreiðanlega koma við sögu hér áður en yfir lýkur.
SvaraEyða