Og enn berast okkur bréf og svo dásamlega fallegar myndir að hörðustu töffarar klökkna.
Sælar dömur!
Bókahillusyrpan ykkar er ákaflega skemmtileg. Hér er svolítið spin á hana: Við hjónin eigum bæði við það að stríða að kunna okkur ekki hóf þegar kemur að bókasöfnun (enda eigum við bæði starfsferla að baki á bókasöfnum) og þegar fór að örla á erfingja varð ljóst að eitthvað varð undan að láta til þess að barnunginn kæmist fyrir á heimilinu. Í stað þess að fækka bókum brugðum við á það ráð, eins og sönnum bókafíklum sæmir, að auka frekar hillupláss. Það tókst naumlega í tæka tíð og hálfum mánuði fyrir fæðingu barnsins voru komnar upp þessar fínu veggföstu hillur frá gólfi upp í loft með innbyggðum ljósum eins og hjá fínu fólki.
Þegar barnið var vikugamalt fengum við svo ljósmyndara í heimsókn til að festa afkvæmið undursamlega á filmu - www.gudbjorg.is - og hún sá strax möguleika á því að nýta hilluna fínu við myndatökurnar. Hér er afraksturinn:
Vikugömul Freydís í fornbókmenntunum (athugið að barnið er stafrófsraðað - Flateyjarbók, Freydís, Grágás) og vikugömul Freydís í bókmenntafræðinni.
Mbk,
Dúnja
Jii, hvað þetta er sætt!!!
SvaraEyðaÞórunn Hrefna.
Þetta er dásamlegt, bæði hillurnar og barnið - en undursamlegust af öllu hlýtur þó að vera stafrófsröðin!
SvaraEyðaDásamlegt.
SvaraEyðaÉg verð samt hálf nervös þegar ég sé hvað Grágás er farin að hallast að Freydísi!
SvaraEyðaNú held ég að Ann Geddes megi aldeilis vara sig.
SvaraEyðaAnn, snæddu hjarta þitt!
www.anngeddes.com
Til hamingju með dótturina, Arndís.
Kveðja
GK
ég fékk krúttkast, þetta er svo sætt!
SvaraEyðaFrábært!
SvaraEyðaGullfallegar myndir, sérstaklega sú svart-hvíta!
SvaraEyða