8. júlí 2009

Bókabetrekk

Ég var að ljúka við að lesa hnausþykkan doðrant eftir einn af höfundunum sem kemur á Bókmenntahátíð í haust. Það er Norðmaðurinn Johan Harstad sem um ræðir og bókin heitir Buzz Aldrin, hvor ble det av deg i alt mylderet? en ég tók að mér að skrifa smágrein um hana og auk þess ætla ég að ræða við höfundinn og Anne B. Ragde (Berlínaraspirnar) á bókmenntahátíðinni.

Bók Johans grípur mig ekkert gríðarlega svona við fyrstu kynni þótt þar sé margt sem hægt er að velta sér uppúr. Á meðan ég melti hana aðeins með mér fór ég að fletta útlenskum blöðum með garðyrkjuþema. Í einu þeirra rakst ég á mynd af áhugaverðu bókaveggfóðri. Hér er kannski hægt að panta sér rúllu ef einhver hefur áhuga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli