Á vefsíðu tímaritsins LA Weekly (ég les það vefrit auðvitað reglulega) má lesa viðtal við einn lögfræðinga Michaels heitins Jacksons, Bob Sanger heitir sá, þar sem fram kemur að Michael var meiri bókamaður en margir myndu kannski ætla. Heima hjá popparanum í Neverland voru meira en tíuþúsund bækur og lögfræðingurinn segir poppstjörnuna hafa lesið heilmikið. Aðallega voru það verk um sálfræði og sögu og svo sígild verk sem Michael las og ræddi fúslega við lögfræðinginn, sem segir hann hafa verið býsna greindan. Bob Sanger vann fyrir Michael þegar hann var ákærður fyrir barnagirnd og Sanger segir að farið hafi verið í gegnum allt bókasafnið til að leita að hugsanlegum perrabókum. Þá fannst ein bók með allsberu fólki í hillunum, sú var þýsk listaverkabók frá tímum nazistanna.
Hér er krækja á viðtalið í LA Weekly.
Það var einmitt mikið rætt á dögunum í Frakklandi, sambandið milli bókaeignar og lífsskoðana eigendanna. Eitt af rökunum fyrir því að loka Julien Coupat inni mánuðum saman (Tarnac-málið), var að hann átti róttækar bækur. Við eiginmaðurinn fengum smá hroll við tilhugsunina um rannsókn á skápum okkar.
SvaraEyðaBara ein bók með beru fólki? Ég hef alltaf haldið því fram að MJ var kynlaus, er þetta ekki sönnunin?
Kv, Kristín.
Ég á bæði Sjafnaryndi og Kynlíf kvenna. Ætli ég yrði úrskurðuð dónakona ef málið kæmi til umræðu?
SvaraEyðaÆtli það ekki Þórdís? Fólk hefur rokið upp til handa og fóta yfir minna.
SvaraEyðaÉg vona bara að þú hafir vit á að snúa þeim öfugt í hillunni! Kristín.
SvaraEyða