Í fyrradag tók ein þeirra sem halda úti þessari síðu (hún Þórdís) við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar úr hendi borgarstjórans, Jóns Gnarr, fyrir ljóðabókina Leyndarmál annarra. Bókin, sem hefur að geyma á þriðja tug ljóða og er skreytt að utan með mynstri af veggfóðri sem er í eigu höfundarins, er komin úr prentsmiðju og er á leið í bókabúðir, en það er Bjartur sem gefur út.
Til þess að fagna útgáfunni verður efnt til útgáfugleði í Eymundsson á Skólavörðustíg á milli klukkan 17 og 18 föstudaginn 1. október. Þar mun höfundurinn árita bókina ef óskað er og lesa smávegis úr verkinu og boðið verður upp á léttar veitingar.
Allir velkomnir!
Góða skemmtun!
SvaraEyðaÉg verð fjarri góðu gamni - en ég mun samt sjá til þess að mitt eintak verði samviskusamlega áritað af höfundi í fyllingu tímans.