22. mars 2011

Það eru að koma rithöfundar

Norræna húsið, í samvinnu við bókaútgefendur, stendur fyrir nokkrum höfundakvöldum á tímabilinu 14. apríl – 1. júní 2011 og þangað eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Höfundarnir eru:

Kristian Olsen Aaju frá Grænlandi, tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Det tatoverede budskap.

Mariane Petersen ljóðskáld frá Grænlandi og hefur nýverið gefið út ljóðasafnið Storfangerens efterkommere

Carl Jóhan Jensen frá Færeyjum

Tóroddur Poulsen frá Færeyjum, tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Útsýni.

Eva Gabrielsson frá Svíþjóð, flestir þekkja hana sem ekkju Stiegs Larsson en hún er einnig rithöfundur sjálf og hefur gefið út endurminningar sínar og bókina Sambo. Ensammare an du tror.

Kajsa Ingemarsson, höfundur bókanna Sítrónur og saffran sem kom út í fyrra og Bara vanligt vatten sem kemur út í íslenskri þýðingu í ár undir yfirskriftinni Allt á floti.

Fleiri höfundar munu sennilega bætast í hópinn þegar nær dregur en nánari upplýsingar um dagskrána má finna á vef Norræna hússins og við skellum kannski áminningu inn á þessa síðu líka.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli