Við Druslubókadömur höfum bæði áhuga á bókmenntum og jafnrétti.
Þessvegna finnst okkur oft afar fróðlegt að skoða kynjahlutföllin í bókmenntum og bókmenntaumræðu á Íslandi. Og þá liggur yfirleitt beinast við að leggjast í hausatalningar.
Ég skoðaði efnisyfirlit síðasta heftis af Tímariti Máls og menningar (72. árgangur, 2. hefti, maí 2011). Það lítur svona út:
Höfundar: 20
Karlar: 15 (75%)
Konur: 5 (25%)
Og þess má geta að tvær konur eru meðhöfundar einnar ádrepu (sem svo skemmtilega vill til að fjallar einmitt um hausatalningar í bókmenntaþætti).
Greinarnar í blaðinu eru því 19 talsins, og konur því einungis höfundar 21% efnis.
Ég er óvart með TMM 4. hefti 2010 við hliðina á mér, þar eru 15 karlar efnishöfundar og 3 konur.
SvaraEyðaTMM 1. hefti 2011: 14 karlar og 3 konur skrifa í tímaritið.
SvaraEyðaDjöfull skrifa konur lítið.
SvaraEyðaÉg veit um fullt af konum sem skrifa mikið.
SvaraEyðahttp://www.norn.is/sapuopera/2011/07/af_hverju_eru_konur_svona_ovin.html
SvaraEyða