Íbúðin er vel búin, hér er t.d. arinn, þvottavél, uppþvottavél, dvd-spilari og Playstation, og ansi veglegt úrval af bæði dvd-myndum og bókum. (Ég hefði s.s. getað sparað mér stressið kvöldið fyrir flug að hlaða kyndilinn fullan.)
Það eru svo margar bækur í hillunum að ég nenni ekki að telja þær upp, heldur ákvað ég að láta myndirnar tala. (Ég er líka í sumarfríi og alltof bissí við að gera ekki neitt til þess að geta splæst í langar bloggfærslur.)
Súmmað inn á hinn helminginn.
Dvd- og bókahilla.
Eins og við var að búast eru þetta mestmegnis spennusögur- og krimmar á ensku. Og ég er svo mikil Harry Potter grúppía að það gladdi mig mikið að finna heilar tvær bækur um Harry.
Og afþví ég veit ekki hvernig ég á að enda þessa bloggfærslu þá slaufa ég henni bara með mynd af mér sjálfri með Mont Blanc í baksýn. En ekki láta útivistarbakpokann blekkja ykkur. Það var ekkert nema varasalvinn minn og veski í honum og ég labbaði ekki neitt, heldur tók kláf og annan kláf og síðan lyftu uppí fjallið.
Svo fór ég og fékk mér bjór.
Læk á þessa mynd af þér.
SvaraEyðaAsimov! Næs.
SvaraEyðaOg Douglas Adams!
SvaraEyða