iPodinn og stafrænuvæðingin hafa reyndar orðið til þess að stórauka framboð af og aðgengi að hljóðbókum og upplestri hvers kyns. Um daginn bloggaði ég um Guardian Book Club og á netinu er hægt að finna nóg af skemmtilegum bókmenntaþáttum, allt eftir því hvaða tungumál maður skilur.
Síðasta vetur eignaðist ég svo skemmtilegasta upplestrardisk sem ég hef komist í. Það var druslubókadaman Maríanna Clara sem kynnti mig fyrir bandaríska höfundinum David Sedaris og gaf mér téðan disk, sem heitir einfaldlega David Sedaris Live at Carnegie Hall.
Diskurinn hefur að geyma upplestur höfundarins á völdum sögum úr smásagnasöfnum hans. Maríanna hefur raunar bloggað um Sedaris svo ég ætla ekki að fara í mikla kynningu á höfundinum; læt nægja að vísa áhugasömum hingað. Sedaris er mikill smásögumeistari og hefur gríðarlega gott vald á kómík, bæði á prenti og ekki síður í upplestri. Að hlusta á hann lesa er að mörgu leyti svipuð upplifun og að hlusta á sérlega gott uppistand; maður vælir af hlátri og kjamsar á vel orðuðum lýsingum Sedaris á samferðafólki hans og þá helst fjölskyldunni, sem er honum stöðugt yrkisefni (langlundargeð þeirra gagnvart rithöfundinum í fjölskyldunni er aðdáunarvert og nánast óskiljanlegt). Samt er alltaf dimmari undirtónn í skrifum hans; þótt hann kryfji persónurnar og dragi fram allt það spaugilega og kjánalega í manneskjunni er yfirleitt einhver mjög viðkvæmur strengur þarna líka, jafnvel tregi. Gott dæmi um þetta er sagan af páfagauk Lisu systur hans sem lesin er í Carnegie Hall, "Repeat After Me", sem er svo fyndin að ég þurfti að setja kodda yfir hausinn til að vekja ekki sambýlinga mína með hlátursköstum, en fjallar í raun um samband höfundarins við fjölskyldu sína og það hvernig hann "stelur" atvikum úr lífi þeirra til að nota í sögurnar sínar; þegar hann hlustar á Lisu bresta í grát er hann að velta því fyrir sér hvernig hann geti notað grátbroslegu söguna sem hún var að segja honum og hann fær sig ekki til að tala hreinskilnislega um þetta siðferðislega gráa svæði heldur biður hana fyrirgefningar á óbeinan hátt, alltaf með kaldhæðnina að vopni. Virkilega mögnuð saga.
Diskurinn hefur að geyma upplestur höfundarins á völdum sögum úr smásagnasöfnum hans. Maríanna hefur raunar bloggað um Sedaris svo ég ætla ekki að fara í mikla kynningu á höfundinum; læt nægja að vísa áhugasömum hingað. Sedaris er mikill smásögumeistari og hefur gríðarlega gott vald á kómík, bæði á prenti og ekki síður í upplestri. Að hlusta á hann lesa er að mörgu leyti svipuð upplifun og að hlusta á sérlega gott uppistand; maður vælir af hlátri og kjamsar á vel orðuðum lýsingum Sedaris á samferðafólki hans og þá helst fjölskyldunni, sem er honum stöðugt yrkisefni (langlundargeð þeirra gagnvart rithöfundinum í fjölskyldunni er aðdáunarvert og nánast óskiljanlegt). Samt er alltaf dimmari undirtónn í skrifum hans; þótt hann kryfji persónurnar og dragi fram allt það spaugilega og kjánalega í manneskjunni er yfirleitt einhver mjög viðkvæmur strengur þarna líka, jafnvel tregi. Gott dæmi um þetta er sagan af páfagauk Lisu systur hans sem lesin er í Carnegie Hall, "Repeat After Me", sem er svo fyndin að ég þurfti að setja kodda yfir hausinn til að vekja ekki sambýlinga mína með hlátursköstum, en fjallar í raun um samband höfundarins við fjölskyldu sína og það hvernig hann "stelur" atvikum úr lífi þeirra til að nota í sögurnar sínar; þegar hann hlustar á Lisu bresta í grát er hann að velta því fyrir sér hvernig hann geti notað grátbroslegu söguna sem hún var að segja honum og hann fær sig ekki til að tala hreinskilnislega um þetta siðferðislega gráa svæði heldur biður hana fyrirgefningar á óbeinan hátt, alltaf með kaldhæðnina að vopni. Virkilega mögnuð saga.
Fyndnust finnst mér þó sagan "Six to Eight Black Men" þar sem David Sedaris ræðir m.a. um jólasiði mismunandi þjóða. Sú saga er eitthvað það fyndnasta sem ég hef heyrt. Hún er góð á prenti, en í upplestri höfundarins margfaldast gæðin! Sedaris er með óvenjulega rödd, klemmda og háa, en hann er frábær performer. Amy systir hans (sem er leikkona, grínisti og rithöfundur) hefur líka lesið eitthvað af sögum hans en ég á eftir að verða mér úti um þær.
Ef einhverjir lesendur luma á fleiri skemmtilegum upplesurum væri einkar gaman að heyra af því í kommentakerfinu.
Ó ég á svo góðar minningar um Tordýfilinn! (Þegar ég flutti til Svíþjóðar ákvað ég að fyrsta bókin sem ég myndi lesa á sænsku væri einmitt þessi. Reyndar stóð ég ekki við þau plön og er enn ekki búin að lesa hana. Þarf að bæta úr þessu!) Ég hlustaði líka mikið á einhverjar sögur upp úr grísku goðafræðinni sem amma mín hafði verið svo klók að passa upp á að taka upp á kasettu. Man eftir mér sitjandi fyrir framan útvarpið hennar að narta í rófu og hlusta. Nú étur þetta bara snakk og glápir á teiknimyndir, fussumsvei!
SvaraEyðaSvo ég gleymi mér nú ekki bara í eigin sjálfhverfu er rétt að taka það fram að mér finnst þetta einkar athyglisverður pistill og sýnist ég þurfa að verða mér út um þennan Sedaris. Kannski ég taki hann bara á eftir Tordýflinum (Tordýfilinum ...?)
Ég á líka minningar um að sitja fyrir framan útvarpstækið á laugardagsmorgnum og hlusta spennt á framvindu Tordýfilsins! Spennan og gleðin var blandin talsverðum ótta, sem gerði upplifunina ennþá sterkari og betri. Mamma mín þýddi leikritið á sínum tíma en á því miður ekki upptöku af því. Það hefur verið endurflutt a.m.k. tvisvar á Rúv síðan ég var krakki og síðast í kringum 2003 þegar ég var í námi í Wales. Þá hlustaði á ég á hlaðvarpinu á nóttunni og lá með ljósin slökkt, hvarf aftur í tímann og gleymdi mér alveg. Maria Gripe er ein af mínum uppáhalds og þarna toppar hún sig algjörlega.
SvaraEyðaSalka
Tordýfilinn virðist hafa orðið mörgum minnisstæður. Ég fann um daginn, við grams í kasettusafninu mínu, upptökur af leikritinu. Ég er enn ekki búin að hafa mig í að hlusta á þær af ótta við að spilla góðum minningum, en það kemur að því. Ég fann líka upptökur af Frænku Frankensteins, sem eru alveg jafn frábærar og mig minnti.
SvaraEyðaEf þú ert með kort á Borgarbókasafninu, þá eru þar til fleiri hljóðbækur með David Sedaris, og mig minnir að hann lesi þær allar sjálfur. Það er líka til a.m.k. ein bók þar á hljóðbókarformi eftir Amy.
Sem stendur er ég að hlusta á Harry Potter bækurnar, lesnar af snilld af Stephen Fry. Get líka mælt með upplsetri Rob Inglis af The Lord of the Rings.
Ég tek stefnuna á Borgarbókasafnið um helgina og kynni mér heim hljóðbókanna!
SvaraEyðaJá, Tordýfillinn lifir í minni margra. Þetta var rætt í kaffiboði um daginn og ein vinkona mín reyndist eiga skelfilegar minningar um leikritið, fannst það alltof óhugnanlegt. Sami óhugnaður heillaði mig einmitt. Það sama á við um Sesselju Agnesi eftir Mariu Gripe, sem er í miklu uppánhaldi hjá mér.
Tordýfillinn er annað af eftirminnilegustu útvarpsleikritum æsku minnar, hitt var Raddirnar sem drepa.
SvaraEyða