Mandela ungur og aldeilis huggulegur |
28. júní 2013
Er Mandela mennskur?
21. júní 2013
Lesbískur módernismi og hermafródítur í Utrecht
Ég bjóst ekki við því þegar ég hóf að undirbúa ferðalag til Utrecht, frekar en þegar ég átti leið um Fellabæ, að þar myndi ég rekast á spennandi bókabúð. En viti menn; í Utrecht starfar fyrsta femíníska bókabúðin sem stofnuð var í Hollandi, Savannah Bay (eftir samnefndu leikriti Marguerite Duras), sem einnig sérhæfir sig í hinsegin bókmenntum og fræðum. Þessa búð leitaði ég að sjálfsögðu uppi. Hún er staðsett á Telingstraat 13, steinsnar frá framúrstefnulegu ráðhúsi Utrecht-búa.
Þarna má sjá deildirnar Homo proza og Homostudies, en einnig vídeóhornið til vinstri |
Hvar er betra að sóla sig en í Virginiu Woolf-garðstól? |
17. júní 2013
Fyrirtaks austfirskt bókakaffi
Nú er sumarferðatími landans runninn upp og ég búin að þvælast dálítið um Austfirði af því tilefni. Auk þess að skoða í hótelbókahillur á Breiðdalsvík fór ég á bókakaffihúsið á Hlöðum í Fellabæ (eða Egilsstöðum, ef maður vill vera ókórréttur) sem ég hafði ekki áður vitað af en sem reyndist þessi líka prýðis staður og sem ég vil endilega vekja athygli ferðalanga á:
Á kaffihúsinu eru fullar hillur af skáldsögum, reyfurum, ljóðabókum, ævisögum, þjóðlegum fróðleik og fleiru á allavega þremur tungumálum, sem hægt er að glugga í á staðnum og/eða kaupa, undir afskaplega vel völdum tónum sem berast frá plötuspilaranum. Ég rak augun til dæmis í tvö eintök af þeirri ágætu bók Ástin og dauðinn við hafið eftir Jorge Amado, tvö eintök af öðru bindi Breiðfirzkra sagna eftir Bergsvein Skúlason og eintak af Vegurinn heim eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur, svo ég nefni bara það djúsí stöff sem ég man eftir í svipinn.
Að sjálfsögðu er svo hægt að fá sér kaffi og meððí meðan maður les. Semsagt: Fyrirtaks bókakaffi að heimsækja á ferðum sínum um Hérað.
Á kaffihúsinu eru fullar hillur af skáldsögum, reyfurum, ljóðabókum, ævisögum, þjóðlegum fróðleik og fleiru á allavega þremur tungumálum, sem hægt er að glugga í á staðnum og/eða kaupa, undir afskaplega vel völdum tónum sem berast frá plötuspilaranum. Ég rak augun til dæmis í tvö eintök af þeirri ágætu bók Ástin og dauðinn við hafið eftir Jorge Amado, tvö eintök af öðru bindi Breiðfirzkra sagna eftir Bergsvein Skúlason og eintak af Vegurinn heim eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur, svo ég nefni bara það djúsí stöff sem ég man eftir í svipinn.
Að sjálfsögðu er svo hægt að fá sér kaffi og meððí meðan maður les. Semsagt: Fyrirtaks bókakaffi að heimsækja á ferðum sínum um Hérað.
15. júní 2013
Hvar var skjaldborgin þá?
Ég hef verið mikill aðdáandi Kristínar Steins frá því að ég las Á eigin vegum fyrir margt löngu. Hún hefur lag á því að skrifa sterkar en þó óvenjulegar kvenpersónur, konur sem við fyrstu sýn gætu virst vera fórnarlömb en eru þó langt frá því að biðja um vorkunn lesanda. Síðasta bók Kristínar, Ljósa, fjallaði um konu sem stríðir við geðsjúkdóma undir lok nítjándu aldar. Persónu Ljósu byggði Kristín á ömmu sinni og er bókin að einhverju leyti söguleg þótt hún sé fyrst og fremst skáldsaga. Í nýjustu bók sinni, Bjarna-Dísu, snýr Kristín aftur á sögulegar slóðir – hér tekur hún fyrir þjóðsöguna um Bjarna-Dísu sem gekk aftur og hræddi líftóruna úr fólki á átjándu öldinni. Útgáfu af þjóðsögunni má lesa hér.
Bókasöfn á gististöðum, 15. þáttur: Hótel Bláfell
Því miður nýtti ég mér ekki sem skyldi hið ágæta bókasafn Hótel Bláfells á Breiðdalsvík þegar ég dvaldi þar um síðustu helgi, því taskan mín var full af bókum sem ég hafði tekið með mér að heiman. Hins vegar kallaði ein bókin í hillum hótelsins á mig, og mér fannst ég ekki geta annað en sett inn mynd af henni:
Það var hvorki Förusveinninn né Seiður hafs og ástar sem vakti athygli mína, heldur þessi gamalkunna skemmtibók, en ég veit að bókaflokkurinn er í miklum metum hjá fleiri druslubókabloggurum en mér:
Það var hvorki Förusveinninn né Seiður hafs og ástar sem vakti athygli mína, heldur þessi gamalkunna skemmtibók, en ég veit að bókaflokkurinn er í miklum metum hjá fleiri druslubókabloggurum en mér: