19. janúar 2014

Bókmenntagetraun, ellefti liður

Þá er komið að ellefta lið bókmenntagetraunarinnar. Textabrotið í tíunda lið var sótt í ævisögu Stefáns Jónssonar, Að breyta fjalli.

Nú er spurt: í hvaða verki birtist eftirfarandi textabrot og hver er höfundur þess?

„Verkamenn hafa enga ástæðu til að drepa sig. Nema þá geðbilun. Þeir hafa ekki heldur neina ástæðu til geðbilunar. Þeim hefir aldrei liðið eins vel. Þeir ættu að skammast sín að bilast á geðsmunum og drepa sig eins og þeir hafa það gott. Annað mál með okkur. Við vinnum með heilanum og berum ábyrgðina á velferðarríkinu ofan frá og niður í gegn. Þeir ættu að skammast sín. Já, þeir ættu að skammast sín! Þurfa ekki einu sinni að hugsa. Og gera það ekki. Það er ekki ætlast til þess af þeim, það er ekki þeirra fag. Og samt drepa þeir sig. Til hvers ætlast þeir eiginlega? Þeir hafa sína menn til að standa í kjarasamningamakkinu fyrir sig og segja þeim hvenær þeir eiga að samþykkja og hvenær þeir eiga að fara í verkföll. Þeir fá sína lýðræðislegu tilsögn um hverja þeir eiga að kjósa, þeir fá allt upp í sig hakkað og tuggið. Um hvað ættu þeir að hugsa?“

4 ummæli:

  1. Einar Steinn Valgarðsson19. janúar 2014 kl. 19:10

    Gæska, Eiríkur Örn?

    SvaraEyða
  2. Snaran eftir Jakóbínu Sigurðardóttur?

    Sigríður Stefánsdóttir

    SvaraEyða
  3. Er þetta Laxness? Heimsljós? Eða jafnvel Salka Valka?

    SvaraEyða
  4. Lifandi vatnið:
    Jakobína Sigurðardóttir.

    SvaraEyða