Það er farið að síga á seinni hlutann í bókmenntagetrauninni og komið að tíunda lið af fjórtán. Rétt svar við níunda lið var Frankenstein: eða hinn nýi Prómóþeus eftir Mary Shelley, í þýðingu Böðvars Guðmundssonar.
En í hvaða verki birtist eftirfarandi textabrot og hver er höfundur þess?
„Það þótti ekki fráleitt að koma dálitlu hjartarsalti saman við í neftóbaksdós eða pontu, ef færi gafst, en fyrir neðan allar hellur að spræna í regnkápuvasa, þar sem maður geymdi munntóbakið sitt. Það var alls ekki vítavert að lauma dálitlu af natroni eða matarsóda í náttpottinn hjá gamalli frænku sinni, en fráleitt að nota karbít, sem gat brennt á henni botninn, þegar sauð upp úr koppnum. Óleyfilegt var að troða strigapoka ofan í stromp á nokkru húsi, en ekki fráleitt, ef svo bar undir, að leggja torfusnepil yfir reykháfinn og banka svo uppá og fá að sitja inni í eldhúsi dálitla stund, til þess að hlýða á athugasemdir húsfreyju um undarlega hegðun eldavélarinnar, sem aldrei áður hafði tekið upp á því að reykja!“
Að breyta fjalli, eftir Stefán Jónsson
SvaraEyða