Þá er komið að níunda lið bókmenntagetraunarinnar. Verðlaunin eru ekki af verri endanum: sæti á námskeiðinu Eftir jólabókaflóðið: Yndislestur í góðum hópi sem hefst 30. janúar, en það er í umsjón þriggja penna Druslubóka og doðranta.
Svarið við áttunda lið hefur þegar borist, en textabrotið var úr skáldsögunni Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur.
En í hvaða verki birtist eftirfarandi textabrot og hver er höfundur þess?
„Meðan ég var að lesa einbeitti ég mér að eigin tilfinningum og ástandi. Mér fannst ég vera líkur og þó jafnframt ólíkur þeim sem ég las um og hlustaði á ræða saman. Ég hafði samúð með þeim og skildi þau að nokkru leyti en hugur minn var ómótaður, ég var ekki háður neinum og ekki í ætt við neinn. Mér var „greiðfært á brautu að leita“ og enginn mundi gráta tortímingu mína. Ég var viðbjóðslegur útlits og risi að vexti. Hvað þýddi það? Hver var ég? Hvaðan kom ég? Hvert lá leið mín? Þessar spurningar leituðu stöðugt á mig en ég var ófær um að svara þeim.“
Hliðarspor eftir Ágúst Borgþór.
SvaraEyðaEr þetta úr Frankensteinþýðingunni. Shelley.
SvaraEyða