Þá er komið að sjötta lið bókmenntagetraunar Druslubóka og doðranta. Svar við fimmta lið barst fljótt og vel, en textabrotið var úr ljóðabókinni Blysfarir eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur.
Þá er spurt: í hvaða verki birtist eftirfarandi textabrot og hver er höfundur þess?
„Stúlkan með sólgleraugun sté fram úr rúminu sínu hinum megin við ganginn og gekk af stað með útrétta handleggina í áttina að grátinum: – Þér eruð í uppnámi, get ég gert eitthvað fyrir yður? spurði hún þar sem hún gekk til hennar og þreifaði með báðum höndum á liggjandi fólkinu. Háttprýðin bauð henni að kippa að sér höndunum tafarlaust og heilinn gaf henni þessa skipun afdráttarlaust, en hendurnar hlýddu ekki, snertingin varð bara mýkri, varla annað en létt stroka með fingurgómunum yfir þykkt og hlýtt teppið. – Get ég gert eitthvað fyrir yður, spurði stúlkan aftur og núna dró hún loksins til sín hendurnar, lyfti þeim uns þær hurfu inn í steindauða hvítu, umkomulausar. Læknisfrúin var enn snöktandi og fór fram úr rúminu, faðmaði stúlkuna að sér: – Þetta er ekki neitt, ég varð allt í einu svo niðurdregin, sagði hún.“
Ritgerð um blindu, José Saramago.
SvaraEyða