Til er sport sem á ensku kallast cloudspotting (skýjaskoðun?). Um sportið hafa verið skrifaðar bækur og
félög stofnuð til heiðurs því. Dýrkun sólarinnar er stórhættulegt sport eins og allir vita, hún veldur krabbameini, stuðlar að ranghugmyndum ( t.d. um að dökkbrún og leðurkennd húð fari vel með hvítum strípum og tribal húðflúrum) og svo eykur hún auðvitað leti okkar hér á norðurhjaranum sem nennum ekki að vinna þegar sólin skín.
Bókasíða The Guardian býður upp á fagurt myndband þar sem Gavin Pretor-Pinney, höfundur bóka á borð við
The Cloudspotter's Guide horfir til
himins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli