23. október 2011

Nípukotsætt

Nípukotsætt
Ættfræði er áhugamál ófárra, menn vilja gjarna þekkja uppruna sinn, forvitnast um ættir vina sinna og granna og skyggnast inn í líf genginna kynslóða. Til forna skiptu ættartengslin gríðarlegu máli, á þeim byggðist ekki bara réttur til erfða heldur líka sveitarfesti og hefndarskylda.

Markaðsdeild Druslubóka og doðranta er það ljúft og skylt að tilkynna að nýkomin er út bókin Nípukotsætt, en þar eru raktar ættir Húnvetninganna Jóns Þórðarsonar f.1775 á Fossi í Hrútafirði og Guðrúnar Jónsdóttur f. 1779 á Ytri-Löngumýri í Blöndudal. Jón og Guðrún giftu sig 13. júlí 1800 og hófu búskap í Nípukoti í Víðidal ári síðar. Þau eignuðust þrettán börn og er mikill fjöldi afkomenda frá þeim kominn.

Guðrún Hafsteinsdóttir tók bókina saman en hún er einnig höfundur Jóelsættar, sem kom út í tveim bindum fyrir nokkrum árum. Nípukotsætt er 419 blaðsíðna harðspjaldabók með mörgum ljósmyndum. Hún er prentuð í Odda og kostar 7500 krónur ásamt sendingarkostnaði (einnig geta menn nálgast eintök í Reykjavík og Mosfellsbæ). Þeir sem hafa áhuga á að kaupa Nípukotsætt sendi póst á netfangið thordisg@gmail.com. Bókin er ekki seld í bókabúðum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli