14. október 2011

Upphefðin að utan

Frá íslenska skálanum í Frankfurt
Bókamessan í Frankfurt stendur nú sem hæst og öll forlög í Reykjavík galtóm af starfsfólki (ég athugaði það sko). Það virðist ríkja almenn ánægja með framlag okkar Mörlendinga - og sannarlega lítur skálinn kósí út á myndum; hér er umfjöllun El País um Ísland á bókamessunni og hér raðar Süddeutsche Zeitung einum miðaldabókmenntum, átta körlum og einni rómantískri konu á topp tíu lista.

Svo má benda á að Eiríkur Örn Norðdahl heldur uppi stöðugum bókamessuskætingi á þessu bloggi.

En grænu bólurnar sem ég fæ af því að sjá forsetag****ð vaða þarna uppi...my oh my.

4 ummæli:

  1. Það fer ógurlega í taugarnar á mér að ÓRG + Dorrit séu þarna bara ýkt hress að taka bókmenntaútgáfuna af útrásarjarminu. Og að útgefendur, höfundar + aðrir segi ekki neitt við því. Hvar er uppreisnarandi hins íslenska listamanns? Svo ekki sé talað um sjálfsvirðinguna? Fussumsvei!

    Süddeutsche Zeitung fær mínusstig í kladdann fyrir óþekkjanlega karllæga birtingarmynd af íslenskum bókmenntum. Líka vonbrigði vegna þess að mér sýnist á öllu sem kynning íslensku maskínunnar á messunni sé alls ekki svona einsleit heldur sé bæði kven- og karlrithöfundum hampað.

    SvaraEyða
  2. Þessi forsetahjón og nærvera þeirra verða farsakenndari með hverjum deginum sem líður... Nú er ég dálítið upptekin af því þessa dagana að finna annað Kiljupar í staðinn fyrir þetta sem er yfirlýst "dautt" - hvað með bara Ólaf og Dorrit?

    -kst

    SvaraEyða