Bókin um Nínu Sæmundsson, sem fæddist Jónína Sæmundsdóttir í Fljótshlíðinni árið 1892, er afskaplega fróðleg og skemmtileg og mjög tímabær. Tímabær því þrátt fyrir að hafa séð styttur eftir Nínu verð ég því miður að viðurkenna að ég þekkti ekkert til þessarar merku myndlistarkonu – og hafði ekki einu sinni hugmynd um að hún hefði hannað hina þekktu mynd sem skreytir framhlið Waldorf Astoria hótelsins við Park Avenue í New York og ber nafnið Afrekshugur. Það er skemmtileg tilviljun að bækur um tvær af okkar þekktustu myndlistakonum - nöfnunum Nínu Tryggva og Nínu Sæmundsson komi út á sama ári – en að sama skapi hefðu bækurnar um þær mátt vekja meiri athygli.
31. maí 2016
28. maí 2016
Ekki pláss fyrir þagnir og umhugsun: Viðtal við Ásgeir H. Ingólfsson
Stelpan sem vill ekki sofa hjá þér getur kennt þér að semja ljóð
Pabbi þinn getur kennt þér að semja ljóð
Yfirmaðurinn sem rak þig getur kennt þér að semja ljóð
En ekkert þeirra gerir það
Það er hins vegar strákurinn sem lamdi þig í tíunda bekk sem kenndi þér að semja ljóð
Það var hann sem kenndi þér að þú yrðir að berja til baka
Það var hann sem kenndi þér að það yrði ekki nóg
Það var hann sem kenndi þér að þú myndir samt tapa
Það var hann sem samdi þetta ljóð með blóðugum hnúunum á meðan þú lést þig dreyma um sætustu stelpuna á ballinu
Það er hann sem stendur hérna núna og les öll ljóðin sem hann fann í skólatöskunni þinni
Ljóðskáldaviðtal helgarinnar er við Ásgeir H. Ingólfsson, sem sendi frá sér sína aðra ljóðabók, Framtíðina, síðastliðið haust. Úr fyrsta hluta hennar er ljóðið Kennslubók í ljóðlist.
Hæ, Ásgeir, takk fyrir að koma í viðtal! Kennslubók í ljóðlist er eitt af mínum uppáhaldsljóðum úr bókinni. Er þetta þín sýn á ljóðlistina? Er hún þetta asnalega sem við látum berja okkur fyrir, eftir að hún hefur fundist í skólatöskunni okkar, og þurfum við þessar barsmíðar til að geta haldið ástundað hana?
Þessi bók varð eiginlega til þegar ég frelsaðist frá minni eigin sýn. Þá er ég ekki að segja að sú sýn sé ekki þarna, hún er örugglega þarna einhvers staðar, heldur frekar að ljóðmælandinn er miklu síður „ég“ heldur en í fyrri bókinni – þessi bók er held ég að mestu laus við veigðarorð og varnagla – hún varð til þegar ég fann einhverja rödd sem ég hafði ekki fundið áður, miskunnarlausa rödd – rödd sem kom til mín á rigningarnóttu þegar megnið af bókinni varð til, ekki öll bókin en einhver grind sem ég smíðaði svo utan um.
Pabbi þinn getur kennt þér að semja ljóð
Yfirmaðurinn sem rak þig getur kennt þér að semja ljóð
En ekkert þeirra gerir það
Það er hins vegar strákurinn sem lamdi þig í tíunda bekk sem kenndi þér að semja ljóð
Það var hann sem kenndi þér að þú yrðir að berja til baka
Það var hann sem kenndi þér að það yrði ekki nóg
Það var hann sem kenndi þér að þú myndir samt tapa
Það var hann sem samdi þetta ljóð með blóðugum hnúunum á meðan þú lést þig dreyma um sætustu stelpuna á ballinu
Það er hann sem stendur hérna núna og les öll ljóðin sem hann fann í skólatöskunni þinni
Ljóðskáldaviðtal helgarinnar er við Ásgeir H. Ingólfsson, sem sendi frá sér sína aðra ljóðabók, Framtíðina, síðastliðið haust. Úr fyrsta hluta hennar er ljóðið Kennslubók í ljóðlist.
Hæ, Ásgeir, takk fyrir að koma í viðtal! Kennslubók í ljóðlist er eitt af mínum uppáhaldsljóðum úr bókinni. Er þetta þín sýn á ljóðlistina? Er hún þetta asnalega sem við látum berja okkur fyrir, eftir að hún hefur fundist í skólatöskunni okkar, og þurfum við þessar barsmíðar til að geta haldið ástundað hana?
Þessi bók varð eiginlega til þegar ég frelsaðist frá minni eigin sýn. Þá er ég ekki að segja að sú sýn sé ekki þarna, hún er örugglega þarna einhvers staðar, heldur frekar að ljóðmælandinn er miklu síður „ég“ heldur en í fyrri bókinni – þessi bók er held ég að mestu laus við veigðarorð og varnagla – hún varð til þegar ég fann einhverja rödd sem ég hafði ekki fundið áður, miskunnarlausa rödd – rödd sem kom til mín á rigningarnóttu þegar megnið af bókinni varð til, ekki öll bókin en einhver grind sem ég smíðaði svo utan um.
22. maí 2016
Tilraun til að komast til meðvitundar: Viðtal við skáldasamsteypuna Skóginn
Brýst út úr líknarbelgnum
á hverjum morgni
stend nakin
og slímug
ný
fer þannig til fundar
við tungumálið til að
rjúfa himnur
blotna í gegn
skjálfandi
gegnsósa og
gagntekin stilli ég
hrifnæmið
í botn
brýst út úr belgnum
til að laumast
skríða
aftur inn.
Síðustu fjögur ljóðskáldaviðtöl hér á druslubókasíðunni hafa verið við skáld sem hafa verið að gefa út bækur á vormánuðum 2016 en nú snúum við aftur til ársins 2015. Ein þeirra ljóðabóka sem kom út á árinu er óvenjuleg fyrir þær sakir að hún er ekki ort af einu skáldi heldur skáldasamsteypu sjö kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa útskrifast með MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Þær eru Guðrún Inga Ragnarsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Heiðrún Ólafsdóttir, Hrafnhildur Þórhallsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Soffía Bjarnadóttir og Æsa Strand Viðarsdóttir. Ljóðasamsteypa þeirra kallast Skógurinn og vísar þar í bókartitilinn (eða öfugt): Ég erfði dimman skóg.
Sælar, takk fyrir að koma í hópviðtal! Ég erfði dimman skóg er frekar óvenjuleg ljóðabók; það er ekki á hverjum degi sem hópur skálda tekur sig saman um að skapa ljóðverk þar sem ljóðin eru aukinheldur ekki aðgreind eftir höfundi heldur renna saman í eina heild. Hvernig kviknaði þessi hugmynd?
Held að hún hafi kviknað út frá nokkrum neistum. Okkur langaði að vinna saman. Okkur langaði að skrifa. Skrifa um arf og skóg.
Kannski kom hugmyndin að bókinni – verkinu, síðast í þessu ferli, eða allt svo allt svo, akkúrat þessu verki, þegar við sáum að við áttum fullt af textum sem harmóneruðu saman.
Ég man fyrst eftir þessari hugmynd á kaffihúsi. Örugglega KaffiTár þarna í Þjóðminjasafninu. Það var rigning en ekki rok samt. Sem er sjaldgæft. En það er nóg af roki í þessum arfi. Það hlýtur að hafa verið haust. Jú, það var pottþétt haust. Eitthvað skrælnað lauf fannst þarna á botninum með kaffikorginum. Þetta var mjög gamalt lauf.
Titill bókarinnar er fenginn úr ljóðinu Madrigal eftir Tomas Tranströmer, sem birtist í upphafi bókar, og skógurinn er eins konar stef gegnum bókina – auk þess að vera nafn skáldasamsteypunnar. Skógurinn er að öðru leyti ekki fyrsta ljóðræna stefið eða efnið sem manni dettur í hug í íslensku samhengi – með fullri virðingu fyrir Hallormsstaðaskógi. Hvað var það við ljóð Tranströmers og við skóginn sem höfðaði til ykkar?
Arfur, skógur – rætur, án þeirra verður enginn skógur.
Fyrir mína parta var það ekkert endilega skógurinn sem heillaði – nema bara þessi lína: ég erfði dimman skóg. Háskóli gleymskunnar og skyrtan á þvottasnúrunni er mér ofar í huga. En við byrjuðum að spá í þessum skógi og þessum arfi og úr því spratt þetta nú allt saman.
En við komumst samt bara að því einn daginn að við værum skógur. Við vorum að leita að leiðinni heim. Ef skáldskapur er ekki skógur þá er hann kannski sjór. Ljóðið Madrigal var eitt af því sem sameinaði okkar. Ást okkar á þessu djúpa og tæra ljóði. Þar er sagt svo fallega: „Á sama hátt er einhversstaðar í lífi okkar mikill óupplýstur kærleikur.“ – Upphafssetning ljóðsins varð að okkar leiðarstefi, möntru, sannleika – og vísar langt út fyrir persónulegt líf og hefur auðvitað ekki bara með konur að gera heldur heilt mannkyn, um aldir.
á hverjum morgni
stend nakin
og slímug
ný
fer þannig til fundar
við tungumálið til að
rjúfa himnur
blotna í gegn
skjálfandi
gegnsósa og
gagntekin stilli ég
hrifnæmið
í botn
brýst út úr belgnum
til að laumast
skríða
aftur inn.
Síðustu fjögur ljóðskáldaviðtöl hér á druslubókasíðunni hafa verið við skáld sem hafa verið að gefa út bækur á vormánuðum 2016 en nú snúum við aftur til ársins 2015. Ein þeirra ljóðabóka sem kom út á árinu er óvenjuleg fyrir þær sakir að hún er ekki ort af einu skáldi heldur skáldasamsteypu sjö kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa útskrifast með MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Þær eru Guðrún Inga Ragnarsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Heiðrún Ólafsdóttir, Hrafnhildur Þórhallsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Soffía Bjarnadóttir og Æsa Strand Viðarsdóttir. Ljóðasamsteypa þeirra kallast Skógurinn og vísar þar í bókartitilinn (eða öfugt): Ég erfði dimman skóg.
Sælar, takk fyrir að koma í hópviðtal! Ég erfði dimman skóg er frekar óvenjuleg ljóðabók; það er ekki á hverjum degi sem hópur skálda tekur sig saman um að skapa ljóðverk þar sem ljóðin eru aukinheldur ekki aðgreind eftir höfundi heldur renna saman í eina heild. Hvernig kviknaði þessi hugmynd?
Held að hún hafi kviknað út frá nokkrum neistum. Okkur langaði að vinna saman. Okkur langaði að skrifa. Skrifa um arf og skóg.
Kannski kom hugmyndin að bókinni – verkinu, síðast í þessu ferli, eða allt svo allt svo, akkúrat þessu verki, þegar við sáum að við áttum fullt af textum sem harmóneruðu saman.
Ég man fyrst eftir þessari hugmynd á kaffihúsi. Örugglega KaffiTár þarna í Þjóðminjasafninu. Það var rigning en ekki rok samt. Sem er sjaldgæft. En það er nóg af roki í þessum arfi. Það hlýtur að hafa verið haust. Jú, það var pottþétt haust. Eitthvað skrælnað lauf fannst þarna á botninum með kaffikorginum. Þetta var mjög gamalt lauf.
Titill bókarinnar er fenginn úr ljóðinu Madrigal eftir Tomas Tranströmer, sem birtist í upphafi bókar, og skógurinn er eins konar stef gegnum bókina – auk þess að vera nafn skáldasamsteypunnar. Skógurinn er að öðru leyti ekki fyrsta ljóðræna stefið eða efnið sem manni dettur í hug í íslensku samhengi – með fullri virðingu fyrir Hallormsstaðaskógi. Hvað var það við ljóð Tranströmers og við skóginn sem höfðaði til ykkar?
Arfur, skógur – rætur, án þeirra verður enginn skógur.
Fyrir mína parta var það ekkert endilega skógurinn sem heillaði – nema bara þessi lína: ég erfði dimman skóg. Háskóli gleymskunnar og skyrtan á þvottasnúrunni er mér ofar í huga. En við byrjuðum að spá í þessum skógi og þessum arfi og úr því spratt þetta nú allt saman.
En við komumst samt bara að því einn daginn að við værum skógur. Við vorum að leita að leiðinni heim. Ef skáldskapur er ekki skógur þá er hann kannski sjór. Ljóðið Madrigal var eitt af því sem sameinaði okkar. Ást okkar á þessu djúpa og tæra ljóði. Þar er sagt svo fallega: „Á sama hátt er einhversstaðar í lífi okkar mikill óupplýstur kærleikur.“ – Upphafssetning ljóðsins varð að okkar leiðarstefi, möntru, sannleika – og vísar langt út fyrir persónulegt líf og hefur auðvitað ekki bara með konur að gera heldur heilt mannkyn, um aldir.
17. maí 2016
Fyrst og fremst á ljóðið að vera ný sköpun: Viðtal við Elías Knörr
kraftaverk
duga aldrei
nýjar hamfarir vantar
brunahraun
hryðjuverk
stórslys
logandi engla
eða
nýja opinberun
sem veitir okkur leyfi
til að drekka okkur blind
beint úr slökkvitækinu
Á sumardaginn fyrsta síðastliðinn komu út þrjár nýjar ljóðabækur hjá Meðgönguljóðum. Druslubækur og doðrantar hafa þegar birt viðtöl við tvö skáldanna sem þar áttu bók og hér birtist viðtal við það þriðja: Elías Knörr. Nýja bókin hans heitir Greitt í liljum.
Sæll Elías, til hamingju með bókina og takk fyrir að koma í viðtal!
Takk fyrir mig! Það er frábært að koma sér í góðan drusluskap þó maður sé ekki ennþá búinn að yrkja doðrant.
Greitt í liljum – hvaðan kemur þessi titill? Er þetta pólitísk yfirlýsing - sprengjum upp peningakerfið með blómum?
Hahhahah. Já og nei. Ég er frekar pólitískur þegar ég tala um ljóðagerð, mér finnst mikil andspyrna vera falin í því að yrkja og stundum segist ég vinna í antifasískri fagurfræði...en satt að segja stafar titillinn af öðrum hugmyndalegum forsendum. Greitt í liljum er einhver tilraun til að yrkja um vor og birtuna, eða frekar til að skrifa bók sem stefnir að vorinu, og það kostaði sitt! Þetta má lesa sem algjöra allegóríu (í metabókmenntalegum skilningi), því alvöru birtan skiptir reyndar ekki miklu máli og ég hata sólina innilega – og líffræðilega, því meðal annars fer mígrenið alltaf að banka á bakdyr heilans um leið og sumartíminn nálgast. En verkið er haust- og vetrarferli sem skáldið fer í gegnum í leit að ljóðum. Langt ferli, en skáldið er sannfært um að textarnir munu birtast að lokum. Veturinn kemur fram með raunverulegum árstíðartáknum á blöðunum, en í huga mér er hann ekkert annað en hugarástand samfélagsins þar sem fasismi og snobberí vilja hafa allt í sífelldu svörtu og hvítu: annaðhvort myrkur eða snjór, allt skýrt á milli og engar breytingar, því það þykir pent og fínt og öruggt...og við búum í svoleiðis hávetrarsamfélagi. En titilinn þýðir líka það sem skáldið þurfti að borga til að komast á áfangastaðinn og birta bók.
Í textunum sést líka að ég lét vetrarsortann verða að sortu. Og hvítu fannbreiðurnar geta vel verið blaðsíður. Bækur opnast einsog blóm, þess vegna greiddi ég „í“ eða „með“ liljum.
Rannsóknin sem ég gerði fyrir þessa bók er löng saga og auðvitað væri hægt að blaðra endalaust um hana...en lesturinn á að vera einfaldur og óháður persónulegu sögunum mínum.
Þetta eru mjög spennuþrungin ljóð - þegar þú talar um það í einu ljóðinu að “eitthvað / óaðskiljanlegt í / blaðsíðunni / spennist í / sundur” finnst manni eins og þú sért að lýsa því sem maður er sjálfur að lesa - og það er jafnvel manifestóblær á sumum þeirra, til dæmis í brotinu aftan á bókarkápunni: ræktum líkamann með ergi / og ræktum vopn / með líkamanum. Þú hefur talað um þessi ljóð sem andóf, ekki satt? Hvers konar andóf er það? Argt andóf, líkamlegt andóf?
duga aldrei
nýjar hamfarir vantar
brunahraun
hryðjuverk
stórslys
logandi engla
eða
nýja opinberun
sem veitir okkur leyfi
til að drekka okkur blind
beint úr slökkvitækinu
Á sumardaginn fyrsta síðastliðinn komu út þrjár nýjar ljóðabækur hjá Meðgönguljóðum. Druslubækur og doðrantar hafa þegar birt viðtöl við tvö skáldanna sem þar áttu bók og hér birtist viðtal við það þriðja: Elías Knörr. Nýja bókin hans heitir Greitt í liljum.
Sæll Elías, til hamingju með bókina og takk fyrir að koma í viðtal!
Takk fyrir mig! Það er frábært að koma sér í góðan drusluskap þó maður sé ekki ennþá búinn að yrkja doðrant.
Greitt í liljum – hvaðan kemur þessi titill? Er þetta pólitísk yfirlýsing - sprengjum upp peningakerfið með blómum?
Hahhahah. Já og nei. Ég er frekar pólitískur þegar ég tala um ljóðagerð, mér finnst mikil andspyrna vera falin í því að yrkja og stundum segist ég vinna í antifasískri fagurfræði...en satt að segja stafar titillinn af öðrum hugmyndalegum forsendum. Greitt í liljum er einhver tilraun til að yrkja um vor og birtuna, eða frekar til að skrifa bók sem stefnir að vorinu, og það kostaði sitt! Þetta má lesa sem algjöra allegóríu (í metabókmenntalegum skilningi), því alvöru birtan skiptir reyndar ekki miklu máli og ég hata sólina innilega – og líffræðilega, því meðal annars fer mígrenið alltaf að banka á bakdyr heilans um leið og sumartíminn nálgast. En verkið er haust- og vetrarferli sem skáldið fer í gegnum í leit að ljóðum. Langt ferli, en skáldið er sannfært um að textarnir munu birtast að lokum. Veturinn kemur fram með raunverulegum árstíðartáknum á blöðunum, en í huga mér er hann ekkert annað en hugarástand samfélagsins þar sem fasismi og snobberí vilja hafa allt í sífelldu svörtu og hvítu: annaðhvort myrkur eða snjór, allt skýrt á milli og engar breytingar, því það þykir pent og fínt og öruggt...og við búum í svoleiðis hávetrarsamfélagi. En titilinn þýðir líka það sem skáldið þurfti að borga til að komast á áfangastaðinn og birta bók.
Í textunum sést líka að ég lét vetrarsortann verða að sortu. Og hvítu fannbreiðurnar geta vel verið blaðsíður. Bækur opnast einsog blóm, þess vegna greiddi ég „í“ eða „með“ liljum.
Rannsóknin sem ég gerði fyrir þessa bók er löng saga og auðvitað væri hægt að blaðra endalaust um hana...en lesturinn á að vera einfaldur og óháður persónulegu sögunum mínum.
Þetta eru mjög spennuþrungin ljóð - þegar þú talar um það í einu ljóðinu að “eitthvað / óaðskiljanlegt í / blaðsíðunni / spennist í / sundur” finnst manni eins og þú sért að lýsa því sem maður er sjálfur að lesa - og það er jafnvel manifestóblær á sumum þeirra, til dæmis í brotinu aftan á bókarkápunni: ræktum líkamann með ergi / og ræktum vopn / með líkamanum. Þú hefur talað um þessi ljóð sem andóf, ekki satt? Hvers konar andóf er það? Argt andóf, líkamlegt andóf?
7. maí 2016
Með óróleika í hjartanu: Viðtal við Sigurbjörgu Friðriksdóttur
hvort sem þú trúir því
eða ekki
þá var það í síðustu viku
að þessi orð komu
í höfuðið á mér
takk pabbi
takk
fyrir
að deyja
þegar þú fórst
opnaðist
farvegur
Þannig hefst fyrsta ljóðabók Sigurbjargar Friðriksdóttur, Gáttatif, sem kom út hjá Meðgönguljóðum á sumardaginn fyrsta. Sigurbjörg er viðmælandi vikunnar í ljóðskáldaviðtölum Druslubóka og doðranta.
Gáttatif - þetta er góður titill, mjög ljóðrænn og margslunginn, þótt það hafi gengið illa að þýða hann yfir á ensku (Atrial Fibrillation er einhvern veginn ekki jafn þokkafullt). Hvaðan kemur þessi titill?
Orðið gáttatif kom svífandi til mín einn daginn, ég skrifaði það í svörtu skráningabókina mína og hugsaði með mér að hér væri titillinn á ljóðahandritið kominn, fannst orðið flott og lýsandi fyrir taktinn í ljóðheim bókarinnar, ljóðin koma úr öllum áttum og raðast einhvern veginn, svona óreglulega, það fannst mér allavega á þeim tímapunkti.
Það eru ákveðin þemu sem ganga gegnum bókina - dauðinn er víða nálægur, sorg og söknuður, en líka lífið og lífsgleðin. Sérðu bókina fyrir þér sem eina heild eða sem safn stakra ljóða? Eru þetta viðfangsefni sem eru þér hugleikin?
Upphaflega sá ég bókina fyrir mér sem safn stakra ljóða. En eftir því sem á leið fóru ljóðin að pota í hvert annað. Þegar forsíðumyndin kom þá gerðist eitthvað stórkostlegt, ég fór að heyra ljóðin kallast á og mynda samhljóm. Þetta eru bernskuljóð, og þegar þau voru skrifuð var mikill óróleiki í hjarta mínu, einn daginn sló það af gleði, hinn daginn lamdi það af sorg, þetta hugarástand hefur eflaust haft áhrif. Annars er lífið, dauðinn og allt þar á milli mér hugleikið, ég kem víða við í skrifum mínum.
eða ekki
þá var það í síðustu viku
að þessi orð komu
í höfuðið á mér
takk pabbi
takk
fyrir
að deyja
þegar þú fórst
opnaðist
farvegur
Þannig hefst fyrsta ljóðabók Sigurbjargar Friðriksdóttur, Gáttatif, sem kom út hjá Meðgönguljóðum á sumardaginn fyrsta. Sigurbjörg er viðmælandi vikunnar í ljóðskáldaviðtölum Druslubóka og doðranta.
Gáttatif - þetta er góður titill, mjög ljóðrænn og margslunginn, þótt það hafi gengið illa að þýða hann yfir á ensku (Atrial Fibrillation er einhvern veginn ekki jafn þokkafullt). Hvaðan kemur þessi titill?
Orðið gáttatif kom svífandi til mín einn daginn, ég skrifaði það í svörtu skráningabókina mína og hugsaði með mér að hér væri titillinn á ljóðahandritið kominn, fannst orðið flott og lýsandi fyrir taktinn í ljóðheim bókarinnar, ljóðin koma úr öllum áttum og raðast einhvern veginn, svona óreglulega, það fannst mér allavega á þeim tímapunkti.
Það eru ákveðin þemu sem ganga gegnum bókina - dauðinn er víða nálægur, sorg og söknuður, en líka lífið og lífsgleðin. Sérðu bókina fyrir þér sem eina heild eða sem safn stakra ljóða? Eru þetta viðfangsefni sem eru þér hugleikin?
Upphaflega sá ég bókina fyrir mér sem safn stakra ljóða. En eftir því sem á leið fóru ljóðin að pota í hvert annað. Þegar forsíðumyndin kom þá gerðist eitthvað stórkostlegt, ég fór að heyra ljóðin kallast á og mynda samhljóm. Þetta eru bernskuljóð, og þegar þau voru skrifuð var mikill óróleiki í hjarta mínu, einn daginn sló það af gleði, hinn daginn lamdi það af sorg, þetta hugarástand hefur eflaust haft áhrif. Annars er lífið, dauðinn og allt þar á milli mér hugleikið, ég kem víða við í skrifum mínum.